Þórólfur hefur skilað nýjum tillögum varðandi landamærin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 07:39 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði í gær nýjum tillögum varðandi aðgerðir á landamærunum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann vildi ekki tjá sig um það hvað felst í tillögunum en á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna í síðustu viku sagði hann ýmsar hugmyndir uppi um hvað væri hægt að gera. Meðal annars mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. „Það er hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð áður en það kemur eins og er gert í mjög mörgum Evrópulöndum. Síðan er hægt, ef vafi leikur á að til dæmis fólk muni halda sóttkví, að skylda fólk til að vera í farsóttarhúsi meðan á sóttkví stendur. Þetta eru svona helstu atriðin sem hægt væri að nýta sér,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi á fimmtudag. Ekki tillögur um tilslakanir innanlands í minnisblaðinu Í Bítinu í morgun sagði hann það kerfi sem hefur við lýði hér á landamærunum síðan í ágúst, tvöföldu skimunina með sóttkví á milli, hafa gefist mjög vel. Þó væru veikleikar í því, til dæmis ef fólk færi ekki eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Þá væri hætta á smiti. „Ég tala nú ekki um núna þegar við erum komin með ný afbrigði úti um heiminn. Það gæti farið að leka inn og kannski á sama tíma erum við að slaka á hérna innanlands og þá getur þetta blossað upp. Þannig að við erum að skoða það og ég er með nýtt minnisblað þar sem ég er að leggja ýmislegt til,“ sagði Þórólfur í Bítinu. Hann sagði að í minnisblaðinu væri ekki að finna neinar tillögur um frekari tilslakanir innanlands. „Nei, ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að berja í brestina á landamærunum áður en við förum að slaka meira á hérna innanlands,“ sagði Þórólfur og minnti á að það væri aðeins vika síðan frá því síðustu tilslakanir tóku gildi. Það tæki um eina til tvær vikur að sjá árangurinn af því. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Hann vildi ekki tjá sig um það hvað felst í tillögunum en á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna í síðustu viku sagði hann ýmsar hugmyndir uppi um hvað væri hægt að gera. Meðal annars mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. „Það er hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð áður en það kemur eins og er gert í mjög mörgum Evrópulöndum. Síðan er hægt, ef vafi leikur á að til dæmis fólk muni halda sóttkví, að skylda fólk til að vera í farsóttarhúsi meðan á sóttkví stendur. Þetta eru svona helstu atriðin sem hægt væri að nýta sér,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi á fimmtudag. Ekki tillögur um tilslakanir innanlands í minnisblaðinu Í Bítinu í morgun sagði hann það kerfi sem hefur við lýði hér á landamærunum síðan í ágúst, tvöföldu skimunina með sóttkví á milli, hafa gefist mjög vel. Þó væru veikleikar í því, til dæmis ef fólk færi ekki eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Þá væri hætta á smiti. „Ég tala nú ekki um núna þegar við erum komin með ný afbrigði úti um heiminn. Það gæti farið að leka inn og kannski á sama tíma erum við að slaka á hérna innanlands og þá getur þetta blossað upp. Þannig að við erum að skoða það og ég er með nýtt minnisblað þar sem ég er að leggja ýmislegt til,“ sagði Þórólfur í Bítinu. Hann sagði að í minnisblaðinu væri ekki að finna neinar tillögur um frekari tilslakanir innanlands. „Nei, ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að berja í brestina á landamærunum áður en við förum að slaka meira á hérna innanlands,“ sagði Þórólfur og minnti á að það væri aðeins vika síðan frá því síðustu tilslakanir tóku gildi. Það tæki um eina til tvær vikur að sjá árangurinn af því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira