Banna transstúlkum og -konum að taka þátt í keppnisíþróttum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2021 11:46 Víða í Bandaríkjunum er deilt um réttindi transfólks. Öldungadeild Mississippi samþykkti á fimmtudag að banna transstúlkum og -konum að taka þátt í keppnisíþróttum í framhalds- og háskólum. Bannið var samþykkt með 34 atkvæðum gegn níu. Þingmenn í öðrum ríkjum Bandaríkjanna hafa gert tilraunir til að koma svipuðum lögum í gegn, til dæmis í Montana, Norður-Dakóta og Idaho. Stuðningsmenn lagasetningar segja transstúlkur hafa ósanngjarnt forskot, á meðan andstæðingar segja lögin fela í sér mismunun. Rob Hill, framkvæmdastjóri Human Rights Campaign í Mississippi, sagði í tilkynningu að frumvarpið opnaði á útilokun og einelti, á sama tíma og mismunun og ofbeldi gegn transfólki væri í hæstu hæðum í Bandaríkjunum. Stúlkur þyrftu nú að keppast við „líffræðilega karla“ Í janúar síðastliðnum gaf Joe Biden Bandaríkjaforseti út tilskipun þar sem tekið var á mismunun á grundvelli kyns og kynhneigðar. Sagði hann að börn ættu að geta farið í skólann án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort þau kæmust á salernið eða gætu stundað íþróttir. Tate Reeves, ríkisstjóri Mississippi, brást við á Twitter og sagði tilskipunina „taka frá“ kvenkyns íþróttamönnum á borð við dætur sínar, sem þyrftu nú að keppast við „líffræðilega karla“ um aðgang að íþróttum. „Ég skil ekki af hverju stjórnmálamenn eru að ýta börnum í átt að transisma yfirhöfuð,“ sagði Reeves. „Hjarta mitt brestur fyrir þær ungu konur víðsvegar um Bandaríkin sem verða undir í þessari róttæku félagslegu tilraun.“ I don’t understand why politicians are pushing children into transgenderism in the first place. I certainly don’t understand why the President chose to make it a priority. And my heart breaks for the young women across America who will lose in this radical social experiment.— Tate Reeves (@tatereeves) February 4, 2021 CNN greindi frá. Bandaríkin Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Þingmenn í öðrum ríkjum Bandaríkjanna hafa gert tilraunir til að koma svipuðum lögum í gegn, til dæmis í Montana, Norður-Dakóta og Idaho. Stuðningsmenn lagasetningar segja transstúlkur hafa ósanngjarnt forskot, á meðan andstæðingar segja lögin fela í sér mismunun. Rob Hill, framkvæmdastjóri Human Rights Campaign í Mississippi, sagði í tilkynningu að frumvarpið opnaði á útilokun og einelti, á sama tíma og mismunun og ofbeldi gegn transfólki væri í hæstu hæðum í Bandaríkjunum. Stúlkur þyrftu nú að keppast við „líffræðilega karla“ Í janúar síðastliðnum gaf Joe Biden Bandaríkjaforseti út tilskipun þar sem tekið var á mismunun á grundvelli kyns og kynhneigðar. Sagði hann að börn ættu að geta farið í skólann án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort þau kæmust á salernið eða gætu stundað íþróttir. Tate Reeves, ríkisstjóri Mississippi, brást við á Twitter og sagði tilskipunina „taka frá“ kvenkyns íþróttamönnum á borð við dætur sínar, sem þyrftu nú að keppast við „líffræðilega karla“ um aðgang að íþróttum. „Ég skil ekki af hverju stjórnmálamenn eru að ýta börnum í átt að transisma yfirhöfuð,“ sagði Reeves. „Hjarta mitt brestur fyrir þær ungu konur víðsvegar um Bandaríkin sem verða undir í þessari róttæku félagslegu tilraun.“ I don’t understand why politicians are pushing children into transgenderism in the first place. I certainly don’t understand why the President chose to make it a priority. And my heart breaks for the young women across America who will lose in this radical social experiment.— Tate Reeves (@tatereeves) February 4, 2021 CNN greindi frá.
Bandaríkin Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira