Breiðablik byrjar á stórsigri á meðan Víkingur og KR gerðu jafntefli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2021 21:30 Blikar skoruðu fjögur mörk í kvöld. Vísir/Daniel Thor Lengjubikar karla fór af stað í kvöld þar sem tveir leikir í A-deild og tveir leikir í B-deild fóru fram. Breiðablik vann Leikni Reykjavík 4-0, Víkingur og KR gerðu 1-1 jafntefli, Þróttur Reykjavík vann 4-3 sigur á Fjölni og Afturelding lagði Víking Ólafsvík 3-0. Það var einkar hvasst í Kópavogi þar sem Leiknir Reykjavík, sem leika sem nýliðar í Pepsi Max deildinni næsta sumar, voru í heimsókn á Kópavogsvelli. Þeir fengu ekki blíðar móttökur en heimamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Gestirnir úr Breiðholti bitu frá sér í upphafi síðari hálfleiks og átti Sævar Atli Magnússon til að mynda skot í stöng þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum. Davíð Ingvarsson nýtti sér hins vegar vindinn skömmu síðar þegar hann skoraði beint úr hornspyrnu og Viktor Karl Einarsson fullkomnaði sigur Blika með góðu einstaklings framtaki undir lok leiks. Öruggur 4-0 sigur Breiðabliks sem hefur farið vel af stað á nýju ári. Í sama riðli mættust Þróttur Reykjavík og Fjölnir en þau leika í Lengjudeildinni í sumar. Fór það svo að Þróttarar unnu 4-3 sigur í miklum markaleik. Róbert Hauksson skoraði tvívegis fyrir heimamenn ásamt því að spilandi aðstoðarþjálfari liðsins – Sam Hewson – bætti við einu og Lárus Björnsson einnig. Guðmundur Karl Guðmundsson, Sigurpáll Melberg Pálsson og Hallvarður Óskar Sigurðsson skoruðu mörk Fjölnis. Guðjón Baldvinsson er mættur í KR á nýjan leik og hann þandi netmöskvana í kvöld.Vísir Í Víkinni voru KR-ingar í heimsókn og þar lauk leik með 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Guðjón Baldvinsson sem kom gestunum úr Vesturbænum yfir á 59. mínútu en Guðjón gekk í raðir KR-inga á nýjan leik að loknu síðasta tímabili. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka jafnaði Erlingur Agnarsson metin fyrir heimamenn og þar við sat. Lokatölur 1-1 og ljóst að KR-ingar naga sig í handarbökin að hafa ekki haldið út. Þá vann Afturelding sannfærandi 3-0 sigur á Víking frá Ólafsvík en bæði lið leika í Lengjudeildinni næsta sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að horfa inn á við“ Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Sjá meira
Það var einkar hvasst í Kópavogi þar sem Leiknir Reykjavík, sem leika sem nýliðar í Pepsi Max deildinni næsta sumar, voru í heimsókn á Kópavogsvelli. Þeir fengu ekki blíðar móttökur en heimamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Gestirnir úr Breiðholti bitu frá sér í upphafi síðari hálfleiks og átti Sævar Atli Magnússon til að mynda skot í stöng þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum. Davíð Ingvarsson nýtti sér hins vegar vindinn skömmu síðar þegar hann skoraði beint úr hornspyrnu og Viktor Karl Einarsson fullkomnaði sigur Blika með góðu einstaklings framtaki undir lok leiks. Öruggur 4-0 sigur Breiðabliks sem hefur farið vel af stað á nýju ári. Í sama riðli mættust Þróttur Reykjavík og Fjölnir en þau leika í Lengjudeildinni í sumar. Fór það svo að Þróttarar unnu 4-3 sigur í miklum markaleik. Róbert Hauksson skoraði tvívegis fyrir heimamenn ásamt því að spilandi aðstoðarþjálfari liðsins – Sam Hewson – bætti við einu og Lárus Björnsson einnig. Guðmundur Karl Guðmundsson, Sigurpáll Melberg Pálsson og Hallvarður Óskar Sigurðsson skoruðu mörk Fjölnis. Guðjón Baldvinsson er mættur í KR á nýjan leik og hann þandi netmöskvana í kvöld.Vísir Í Víkinni voru KR-ingar í heimsókn og þar lauk leik með 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Guðjón Baldvinsson sem kom gestunum úr Vesturbænum yfir á 59. mínútu en Guðjón gekk í raðir KR-inga á nýjan leik að loknu síðasta tímabili. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka jafnaði Erlingur Agnarsson metin fyrir heimamenn og þar við sat. Lokatölur 1-1 og ljóst að KR-ingar naga sig í handarbökin að hafa ekki haldið út. Þá vann Afturelding sannfærandi 3-0 sigur á Víking frá Ólafsvík en bæði lið leika í Lengjudeildinni næsta sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að horfa inn á við“ Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Sjá meira