Gylfi hefur ekki komist lengra í enska bikarnum í ellefu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 10:31 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar með félögum sínum í Everton í hinum magnaða sigri á Tottenham í gærkvöldi. Getty/Clive Brunskill Gylfi Þór Sigurðsson kom að fjórum mörkum Everton í 5-4 sigri á Tottenham í enska bikarnum í gærkvöldi en með því tryggði Everton sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Gylfi skoraði eitt mark úr vítaspyrnu og lagði síðan upp mörk fyrir Dominic Calvert-Lewin, Richarlison og loks Bernard þegar hann skoraði sigurmarkið í framlengingunni. Gylfi kom þar með næstum því að jafnmörgum mörkum í þessum leik og í öllum deildarleikjunum til þessa í vetur. Gylfi Sigurðsson's game by number vs. Spurs:54 touches4 shots4 chances created3 assists2 aerial duels won2 tackles made1 goalIce-cool. pic.twitter.com/sIp48qIOHX— Squawka Football (@Squawka) February 10, 2021 Þetta var líka langþráð stund fyrir Gylfa sem hefur ekki komist langt í enska bikarnum með sínum liðum undanfarin áratug. Þetta verður í fyrsta sinn í ellefu ár þar sem lið Gylfa komast í átta liða úrslit enska bikarsins. Gylfi spilaði síðast í átta liða úrslitunum árið 2010 þegar hann var leikmaður Reading. Reading liðið tapaði þá 4-2 á móti Aston Villa í átta liða úrslitunum eftir að hafa meðal annars slegið út Liverpool á leið sinni þangað. Fyrir þetta tímabil höfðu lið Gylfa tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum í ensku bikarkeppninni. Gylfi hafði ennfremur komið samtals að sex mörkum í sautján leikjum í ensku bikarkeppninni (5 mörk og 1 stoðsending) fyrir leikinn sögulega í gær en bætti þá tölfræði sína verulega með frammistöðu sinni á Goodison Park. Watching this Sigurdsson assist on repeat #EmiratesFACup @Everton pic.twitter.com/4eqlgkkVRr— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 11, 2021 Lið Gylfa Þór Sigurðssonar og enski bikarinn 2009 með Reading - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2010 með Reading - Átta liða úrslit 2012 með Swansea - 32 liða úrslit 2013 með Tottenham - 32 liða úrslit 2014 með Tottenham - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2015 með Swansea - 32 liða úrslit 2016 með Swansea - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2017 með Swansea - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2018 með Everton - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2019 með Everton - 32 liða úrslit 2020 með Everton - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2021 með Everton - Eiga leik í átta liða úrslitunum Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Gylfi skoraði eitt mark úr vítaspyrnu og lagði síðan upp mörk fyrir Dominic Calvert-Lewin, Richarlison og loks Bernard þegar hann skoraði sigurmarkið í framlengingunni. Gylfi kom þar með næstum því að jafnmörgum mörkum í þessum leik og í öllum deildarleikjunum til þessa í vetur. Gylfi Sigurðsson's game by number vs. Spurs:54 touches4 shots4 chances created3 assists2 aerial duels won2 tackles made1 goalIce-cool. pic.twitter.com/sIp48qIOHX— Squawka Football (@Squawka) February 10, 2021 Þetta var líka langþráð stund fyrir Gylfa sem hefur ekki komist langt í enska bikarnum með sínum liðum undanfarin áratug. Þetta verður í fyrsta sinn í ellefu ár þar sem lið Gylfa komast í átta liða úrslit enska bikarsins. Gylfi spilaði síðast í átta liða úrslitunum árið 2010 þegar hann var leikmaður Reading. Reading liðið tapaði þá 4-2 á móti Aston Villa í átta liða úrslitunum eftir að hafa meðal annars slegið út Liverpool á leið sinni þangað. Fyrir þetta tímabil höfðu lið Gylfa tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum í ensku bikarkeppninni. Gylfi hafði ennfremur komið samtals að sex mörkum í sautján leikjum í ensku bikarkeppninni (5 mörk og 1 stoðsending) fyrir leikinn sögulega í gær en bætti þá tölfræði sína verulega með frammistöðu sinni á Goodison Park. Watching this Sigurdsson assist on repeat #EmiratesFACup @Everton pic.twitter.com/4eqlgkkVRr— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 11, 2021 Lið Gylfa Þór Sigurðssonar og enski bikarinn 2009 með Reading - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2010 með Reading - Átta liða úrslit 2012 með Swansea - 32 liða úrslit 2013 með Tottenham - 32 liða úrslit 2014 með Tottenham - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2015 með Swansea - 32 liða úrslit 2016 með Swansea - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2017 með Swansea - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2018 með Everton - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2019 með Everton - 32 liða úrslit 2020 með Everton - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2021 með Everton - Eiga leik í átta liða úrslitunum
Lið Gylfa Þór Sigurðssonar og enski bikarinn 2009 með Reading - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2010 með Reading - Átta liða úrslit 2012 með Swansea - 32 liða úrslit 2013 með Tottenham - 32 liða úrslit 2014 með Tottenham - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2015 með Swansea - 32 liða úrslit 2016 með Swansea - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2017 með Swansea - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2018 með Everton - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2019 með Everton - 32 liða úrslit 2020 með Everton - Þriðja umferð (64 liða úrslit) 2021 með Everton - Eiga leik í átta liða úrslitunum
Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira