Bauð sér sjálfur inn í bílinn og áreitti tónlistarnema Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2021 16:38 Ekki kemur fram fyrir utan hvaða tónlistarskóla í Reykjavík maðurinn braut á konunni. Vísir/Vilhelm Rúmenskur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konu sem hann áreitti kynferðislega í maí 2019 400 þúsund krónur í miskabætur. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Karlmaðurinn fór óboðinn inn í bíl konunnar fyrir utan ónefndan tónlistarskóla í Reykjavík þar sem hún hafði lokið við kennslustund. Var hann dæmdur fyrir að hafa áreitt konuna kynferðislega með því að teygja sig inn um glugga bílsins og strjúka utanklæða upphandlegg hennar, öxl og læri. Fara svo inn í bílinn og strjúka utanklæða hendur hennar, bak, læri og mjaðmir. Hann var þó sýknaður af ákæru um að hafa tekið utan um konuna og kyssa háls hennar þar sem konan sagði í vitnisburði að maðurinn hefði faðmað hana fyrir utan bílinn og sleikja háls hennar, sem dómurinn féllst ekki á að væri til jafns við að kyssa. Mjög hrædd Héraðsdómur mat framburð konunnar trúverðugan. Hún hefði verið að koma úr tíma í tónlistarskóla og set inn í bíl sinn fyrir utan. Nokkru síðar hefði ókunnugur maður komið að dyrum ökumanns en farið svo óboðinn inn í bílinn og sest í farþegasætið. Maðurinn hefði áreitt hana kynferðislega með því að strjúka henni utanklæða. Um leið hefði hann talað við hana á kynferðislegan hátt auk þess að hindra hana að komast úr bílnum með því að halda í hana. Hún hefði mótmælt og verið mjög hrædd. Taldi hún þau hafa verið í bílnum í um klukkustund en upptökur úr öryggismyndavél bentu til þess að tíminn hefði líklega verið helmingi styttri. Hún hefði að lokum komist úr bílnum, farið aftur inn í tónlistarskólann og maðurinn elt hana þangað. Hún hefði leitað skjóls í afgreiðslu en maðurinn farið að ræða við starfsfólk. Konan hefði verið óttasleginn enda maðurinn tjáð henni að hann ætlaði að koma aftur og bíða eftir henni daglega. Vitni og upptaka Karlmaðurinn talar rúmensku, afar litla ensku, en kom hingað frá Hollandi og ætlaði áfram til Kanada. Hann hefði þó ílengst hér en sætti ákvörðun stjórnvalda um brottvísun þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi. Karlmaðurinn sagði gagnkvæman áhuga á samskiptum hafa verið hjá konunni, konan hefði látið hann hafa númerið sitt og nefndi meinta tóbaksneyslu konunnar. Framburður karlmannsins þótti bæði órökréttur og ósennilegur í heild sinni á allan almennan mælikvarða að sögn dómsins. Héraðsdómur studdist við frásagnir vitna í tónlistarskólanum þangað sem konan leitaði með karlmanninn á hælunum og sömuleiðis upptökur úr öryggismyndavélum sem sýndu áframhaldandi samskipti þeirra fyrir utan bílinn sem ljóst var að konan hafði engan áhuga á. Var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 400 þúsund króna miskabóta. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Sjá meira
Karlmaðurinn fór óboðinn inn í bíl konunnar fyrir utan ónefndan tónlistarskóla í Reykjavík þar sem hún hafði lokið við kennslustund. Var hann dæmdur fyrir að hafa áreitt konuna kynferðislega með því að teygja sig inn um glugga bílsins og strjúka utanklæða upphandlegg hennar, öxl og læri. Fara svo inn í bílinn og strjúka utanklæða hendur hennar, bak, læri og mjaðmir. Hann var þó sýknaður af ákæru um að hafa tekið utan um konuna og kyssa háls hennar þar sem konan sagði í vitnisburði að maðurinn hefði faðmað hana fyrir utan bílinn og sleikja háls hennar, sem dómurinn féllst ekki á að væri til jafns við að kyssa. Mjög hrædd Héraðsdómur mat framburð konunnar trúverðugan. Hún hefði verið að koma úr tíma í tónlistarskóla og set inn í bíl sinn fyrir utan. Nokkru síðar hefði ókunnugur maður komið að dyrum ökumanns en farið svo óboðinn inn í bílinn og sest í farþegasætið. Maðurinn hefði áreitt hana kynferðislega með því að strjúka henni utanklæða. Um leið hefði hann talað við hana á kynferðislegan hátt auk þess að hindra hana að komast úr bílnum með því að halda í hana. Hún hefði mótmælt og verið mjög hrædd. Taldi hún þau hafa verið í bílnum í um klukkustund en upptökur úr öryggismyndavél bentu til þess að tíminn hefði líklega verið helmingi styttri. Hún hefði að lokum komist úr bílnum, farið aftur inn í tónlistarskólann og maðurinn elt hana þangað. Hún hefði leitað skjóls í afgreiðslu en maðurinn farið að ræða við starfsfólk. Konan hefði verið óttasleginn enda maðurinn tjáð henni að hann ætlaði að koma aftur og bíða eftir henni daglega. Vitni og upptaka Karlmaðurinn talar rúmensku, afar litla ensku, en kom hingað frá Hollandi og ætlaði áfram til Kanada. Hann hefði þó ílengst hér en sætti ákvörðun stjórnvalda um brottvísun þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi. Karlmaðurinn sagði gagnkvæman áhuga á samskiptum hafa verið hjá konunni, konan hefði látið hann hafa númerið sitt og nefndi meinta tóbaksneyslu konunnar. Framburður karlmannsins þótti bæði órökréttur og ósennilegur í heild sinni á allan almennan mælikvarða að sögn dómsins. Héraðsdómur studdist við frásagnir vitna í tónlistarskólanum þangað sem konan leitaði með karlmanninn á hælunum og sömuleiðis upptökur úr öryggismyndavélum sem sýndu áframhaldandi samskipti þeirra fyrir utan bílinn sem ljóst var að konan hafði engan áhuga á. Var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 400 þúsund króna miskabóta. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Sjá meira