Luis Suarez með enn betri byrjun en Cristiano Ronaldo og nútímamet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 11:31 Luis Suarez fagnar hér öðru marka sinna fyrir Atletico Madrid á móti Celta Vigo í gærkvöldi. AP/Jose Breton Luis Suarez hefur heldur betur sýnt fram á það að það voru mikil mistök hjá Barcelona að losa sig við hann í sumar. Luis Suarez bætti met Cristiano Ronaldo í gærkvöldi þegar hann skoraði tvívegis fyrir Atletico Madrid í 2-2 jafntefli við Celta Vigo. Enginn annar leikmaður hefur byrjað betur hjá félagi í spænsku deildinni á þessari öld. Suarez er með sextán mörk í fyrstu sautján leikjum sínum með Atletico Madrid en besti árangurinn á 21. öldinni voru 15 mörk Cristiano Ronaldo í fyrstu sautján leikjum sínum með Real Madrid tímabilið 2009-10. Suarez er nú með þriggja marka forskot á listanum yfir markahæstu leikmenn spænsku deildarinnar. 16 - Luis Suárez has scored 16 goals in his first 17 games for Atlético de Madrid in LaLiga, becoming the fastest player to reach 16 goals for the same club in the competition in the 21st century (Cristiano Ronaldo - 15 goals for Real Madrid in 2009/10). Amazing. pic.twitter.com/wHbLRFdA7P— OptaJose (@OptaJose) February 8, 2021 Suarez er orðinn 34 ára gamall og Ronaldo Koeman afskrifaði hann þegar hann tók við sem þjálfari Barcelona í sumar. Lionel Messi var einn af þeim sem var mjög ósáttur með þá ákvörðun. Atletico Madrid steig fram og samdi við Suarez sem hefur verið frábær á tímabilinu. Luis Suarez hefur hjálpað Atletico liðinu að ná átta stiga forystu á toppi spænsku deildarinnar og er á góðri leið með að verða spænskur meistari með nýja liðinu sínu. Luis Suarez spilaði með Barcelona frá 2014 til 2020 og skoraði 147 mörk í 191 deildarleik. Hann var með 16 mörk í 38 deildarleikjum á síðasta tímabili sínu með liðinu. Suarez vann spænsku deildina fjórum sinnum og Meistaradeildina einu sinni sem leikmaður Barcelona. Top scorer in La Liga Broken a record set by Cristiano RonaldoBarcelona let Luis Suarez leave for virtually nothing last summer. Atletico Madrid are now eight points clear at the top of La Liga. https://t.co/TUWOlaZtKl— SPORTbible (@sportbible) February 9, 2021 Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Luis Suarez bætti met Cristiano Ronaldo í gærkvöldi þegar hann skoraði tvívegis fyrir Atletico Madrid í 2-2 jafntefli við Celta Vigo. Enginn annar leikmaður hefur byrjað betur hjá félagi í spænsku deildinni á þessari öld. Suarez er með sextán mörk í fyrstu sautján leikjum sínum með Atletico Madrid en besti árangurinn á 21. öldinni voru 15 mörk Cristiano Ronaldo í fyrstu sautján leikjum sínum með Real Madrid tímabilið 2009-10. Suarez er nú með þriggja marka forskot á listanum yfir markahæstu leikmenn spænsku deildarinnar. 16 - Luis Suárez has scored 16 goals in his first 17 games for Atlético de Madrid in LaLiga, becoming the fastest player to reach 16 goals for the same club in the competition in the 21st century (Cristiano Ronaldo - 15 goals for Real Madrid in 2009/10). Amazing. pic.twitter.com/wHbLRFdA7P— OptaJose (@OptaJose) February 8, 2021 Suarez er orðinn 34 ára gamall og Ronaldo Koeman afskrifaði hann þegar hann tók við sem þjálfari Barcelona í sumar. Lionel Messi var einn af þeim sem var mjög ósáttur með þá ákvörðun. Atletico Madrid steig fram og samdi við Suarez sem hefur verið frábær á tímabilinu. Luis Suarez hefur hjálpað Atletico liðinu að ná átta stiga forystu á toppi spænsku deildarinnar og er á góðri leið með að verða spænskur meistari með nýja liðinu sínu. Luis Suarez spilaði með Barcelona frá 2014 til 2020 og skoraði 147 mörk í 191 deildarleik. Hann var með 16 mörk í 38 deildarleikjum á síðasta tímabili sínu með liðinu. Suarez vann spænsku deildina fjórum sinnum og Meistaradeildina einu sinni sem leikmaður Barcelona. Top scorer in La Liga Broken a record set by Cristiano RonaldoBarcelona let Luis Suarez leave for virtually nothing last summer. Atletico Madrid are now eight points clear at the top of La Liga. https://t.co/TUWOlaZtKl— SPORTbible (@sportbible) February 9, 2021 Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira