„Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 20:01 Margrét Lillý segir létti að úrskurðurinn sé kominn. Hann staðfesti allt sem hún hafi sagt um störf barnaverndaryfirvalda á Nesinu. vísir/egill Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar. Margar tilkynningar hafi borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við þeim með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Málið var kært til Barnaverndarstofu og í skýrslu sem kom út í síðustu viku segir að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli stúlkunnar. Skýrslan telur tólf blaðsíður og kemur meðal annars fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning og ekki hafi verið haft samband við föður við meðferð málsins eins og eðlilegt sé. Hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ Feðginin fagna skýrslunni enda sýni hún svart á hvítu að nefndin hafi ekki unnið sína vinnu. „Þetta er algjör áfellisdómur fyrir Seltjarnarnesbæ. Það er bara loksins komið í ljós að nefndin er algjörlega óhæf og hefur verið það frá byrjun,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar Lillýjar. Hann vonar að íbúar á Seltjarnarnesi krefjist þess að vinnubrögð verði bætt. Á meðan stjórnvaldið hagi sér svona sé eitthvað mikið að í bænum. „Þetta er bara hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ.“ Lífið byrjaði fyrir tveimur árum Margrét Lillý segir að henni sé létt, það sé gott að fólk viti að saga hennar sé sönn. Hún beri ekki slæmar tilfinningar til Seltjarnarnesbæjar en eigi erfitt með að skilja af hverju fólkið með stjórnartaumana sinnti ekki starfi sínu betur. Einar og Margrét Lillý segja baráttunni ekki lokið. Þau vilji tryggja að barnaverndaryfirvöld á Seltjarnarnesi sinni framvegis starfi sínu.vísir/egill „Þetta rændi æskunni minni og það er þessu fólki að kenna. Ég steig fyrst inn í lífið fyrir tveimur árum.“ Margrét Lillý er að verða nítján ára, hún útskrifast úr menntaskóla í vor og stefnir á viðskiptafræði í HR næsta haust. Hún segir framtíðina bjarta þrátt fyrir erfiða reynslu. „Það eru minningar sem munu alltaf vera fastar, sem ég mun aldrei gleyma, en maður lærir að lifa með þeim. Mér finnst ég hafa unnið vel úr þessu og verð alltaf betri og betri með tímanum. Já, mér finnst ég bara hafa höndlað þetta vel, ef ég má segja eins og er, og er bara mjög stolt af mér.“ Berjast fyrir framtíð annarra barna Feðginin ætla að ráðfæra sig við lögfræðing sinn og skoða næstu skref. „Við ætlum að taka þetta alla leið. við ætlum aðsjá til þess að það sé framtíð fyrir börn sem lenda í vanrækslu, eða andlegu og líkamlegu ofbeldi, og þau geti treyst á kerfið okkar til að aðstoða þau og hjálpa þeim.“ Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar. Margar tilkynningar hafi borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við þeim með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Málið var kært til Barnaverndarstofu og í skýrslu sem kom út í síðustu viku segir að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli stúlkunnar. Skýrslan telur tólf blaðsíður og kemur meðal annars fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning og ekki hafi verið haft samband við föður við meðferð málsins eins og eðlilegt sé. Hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ Feðginin fagna skýrslunni enda sýni hún svart á hvítu að nefndin hafi ekki unnið sína vinnu. „Þetta er algjör áfellisdómur fyrir Seltjarnarnesbæ. Það er bara loksins komið í ljós að nefndin er algjörlega óhæf og hefur verið það frá byrjun,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar Lillýjar. Hann vonar að íbúar á Seltjarnarnesi krefjist þess að vinnubrögð verði bætt. Á meðan stjórnvaldið hagi sér svona sé eitthvað mikið að í bænum. „Þetta er bara hneyksli fyrir Seltjarnarnesbæ.“ Lífið byrjaði fyrir tveimur árum Margrét Lillý segir að henni sé létt, það sé gott að fólk viti að saga hennar sé sönn. Hún beri ekki slæmar tilfinningar til Seltjarnarnesbæjar en eigi erfitt með að skilja af hverju fólkið með stjórnartaumana sinnti ekki starfi sínu betur. Einar og Margrét Lillý segja baráttunni ekki lokið. Þau vilji tryggja að barnaverndaryfirvöld á Seltjarnarnesi sinni framvegis starfi sínu.vísir/egill „Þetta rændi æskunni minni og það er þessu fólki að kenna. Ég steig fyrst inn í lífið fyrir tveimur árum.“ Margrét Lillý er að verða nítján ára, hún útskrifast úr menntaskóla í vor og stefnir á viðskiptafræði í HR næsta haust. Hún segir framtíðina bjarta þrátt fyrir erfiða reynslu. „Það eru minningar sem munu alltaf vera fastar, sem ég mun aldrei gleyma, en maður lærir að lifa með þeim. Mér finnst ég hafa unnið vel úr þessu og verð alltaf betri og betri með tímanum. Já, mér finnst ég bara hafa höndlað þetta vel, ef ég má segja eins og er, og er bara mjög stolt af mér.“ Berjast fyrir framtíð annarra barna Feðginin ætla að ráðfæra sig við lögfræðing sinn og skoða næstu skref. „Við ætlum að taka þetta alla leið. við ætlum aðsjá til þess að það sé framtíð fyrir börn sem lenda í vanrækslu, eða andlegu og líkamlegu ofbeldi, og þau geti treyst á kerfið okkar til að aðstoða þau og hjálpa þeim.“
Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira