Vöðvabólgan reyndist vera heilablæðing eftir að hún vaknaði blóðug á gólfinu Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2021 19:16 Eftir nokkurra daga þjáningar og aðra vöðvabólgugreiningu leitaði Kidda á bráðamóttökuna þann 15. janúar þegar hún vaknaði kvalin og máttfarin þriðja morguninn í röð. Vísir/samsett mynd Hin 39 ára Kidda Svarfdal vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún fann allt í einu fyrir yfirþyrmandi verk í höfðinu. Eftir að hafa verið greind með slæma vöðvabólgu í kjölfarið vaknaði hún nokkrum dögum síðar blóðug á gólfinu heima hjá sér. Kom þá í ljós að heilablæðing skýrði þá miklu verki sem hún hafi þurft að þola og henni komið skjótlega í skurðaðgerð. Kidda greinir ítarlega frá þessari átakanlegu reynslu á vef sínum hún.is. Hún telur sig heppna að vera á lífi og er óendanlega þakklát fyrir að ekki fór verr. Saga hennar hefst þegar hún yfirgaf Costco í Kauptúni ásamt dóttur sinni þann 12. janúar síðastliðinn. Var send heim „Við höfðum varla yfirgefið bílaplanið þegar ég fékk yfirþyrmandi verk í höfuðið. Þetta var eins og nístandi straumur frá hálsi hægra megin og fram í augu. Ég hélt í nokkrar sekúndur að ég þyrfti að finna leið til að keyra út í kant og hringja í sjúkrabíl.“ Eftir sat versti höfuðverkur sem Kidda hafði nokkurn tímann upplifað og leitaði hún fljótlega til læknis sem greindi hana með slæma vöðvabólgu. Að sögn Kiddu slógu verkjalyfin sem hún fékk ávísað ekki á verkina og fór líðan hennar versnandi. Eftir nokkurra daga þjáningar og aðra vöðvabólgugreiningu leitaði Kidda á bráðamóttökuna þann 15. janúar þegar hún vaknaði kvalin og máttfarin þriðja morguninn í röð. „Að lokum komst ég inn og fékk að tala við lækni. Hún var ekki á því að neitt væri hægt að gera og ég brotnaði niður. Sagði henni að ég gæti ekki verið svona og mér liði svo skelfilega. Á endanum fékk hún lærlinginn sinn til að sprauta einhverju vöðvaslakandi í öxlina á mér og ég var send heim,“ segir Kidda á vef sínum. Að því loknu hafi hún horft á kvikmynd með eiginmanni sínum og farið seint í rúmið eftir að hafa tekið inn síðustu verkjatöfluna þann daginn. Vaknaði blóðug í framan og máttvana „Næsta sem ég man er að ég vakna á gólfinu fyrir neðan stigann heima hjá mér. Sársaukinn í höfðinu var óbærilegur. Ég staulast einhvern veginn á fætur og nudda á mér andlitið. Hendurnar á mér urðu blautar og einhvern veginn klístraðar og þegar ég lít á hendurnar eru þær allar í blóði. Gólfið þar sem ég lá líka. Ég er gjörsamlega máttvana og staulast inn á bað og næ mér í handklæði sem ég set á höfuðið á mér. Ég man eftir að sjá mig hálfafskræmda í framan af blóði og bólgu á enninu.“ Kidda lýsir því hvernig hún hafi ekki getað staðið í fæturna og sofnað aftur þessa aðfaranótt 16. janúar. Þegar hún vaknaði á ný vakti hún eiginmann sinn og fóru þau niður á spítala þar sem ennið hennar var saumað og teknar sneiðmyndir. Í kjölfar þess taldi sérfræðingur ráðlegt að taka aðrar myndir með svokölluðu skuggaefni. „Þær myndir sýndu, svo ekki var um að villast að ég var með sprunginn æðagúl í höfðinu. Það var blæðing í höfðinu á mér. Ég fékk fréttirnar frá lækni og var auðvitað mjög brugðið við tíðindin,“ skrifar Kidda á hún.is. Í kjölfarið var ákveðið að framkvæma aðgerð á höfðinu á henni og við tók mjög erfið fimm klukkustunda bið eftir aðgerðinni. „Ég gat ekki sætt mig við að kannski myndi ég ekki vakna eftir aðgerðina. Það var jú verið að krukka í heilanum á mér sem var blæðandi og það er alltaf áhætta að fara í svæfingu og aðgerðir.“ Þakklát fyrir að vera enn á lífi Þegar Kidda vaknaði eftir aðgerðina fékk hún að vita að hún hafi gengið mjög vel. „Ég man bara eftir að augun fylltust af tárum og eina sem ég gat gert var að leggja snúrum tengda hönd mína á hans og segja „takk“. Ég var ennþá á lífi! Það var það eina sem skipti máli á þessum tíma.“ Kidda var í fimm daga á gjörgæslu eftir aðgerðina áður en hún var flutt á almenna deild og var útskrifuð af Landspítalanum þann 26. janúar síðastliðinn. Hún segist vera óendanlega þakklát fyrir að ekki hafi farið verr og færir starfsfólki á Landspítalanum sínar innilegustu þakkir. Kidda Svarfdal fjallar ítarlega um þessa erfiðu reynslu sína á vefnum hún.is og má þar lesa umfjöllunina í heild sinni. Heilbrigðismál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Kidda greinir ítarlega frá þessari átakanlegu reynslu á vef sínum hún.is. Hún telur sig heppna að vera á lífi og er óendanlega þakklát fyrir að ekki fór verr. Saga hennar hefst þegar hún yfirgaf Costco í Kauptúni ásamt dóttur sinni þann 12. janúar síðastliðinn. Var send heim „Við höfðum varla yfirgefið bílaplanið þegar ég fékk yfirþyrmandi verk í höfuðið. Þetta var eins og nístandi straumur frá hálsi hægra megin og fram í augu. Ég hélt í nokkrar sekúndur að ég þyrfti að finna leið til að keyra út í kant og hringja í sjúkrabíl.“ Eftir sat versti höfuðverkur sem Kidda hafði nokkurn tímann upplifað og leitaði hún fljótlega til læknis sem greindi hana með slæma vöðvabólgu. Að sögn Kiddu slógu verkjalyfin sem hún fékk ávísað ekki á verkina og fór líðan hennar versnandi. Eftir nokkurra daga þjáningar og aðra vöðvabólgugreiningu leitaði Kidda á bráðamóttökuna þann 15. janúar þegar hún vaknaði kvalin og máttfarin þriðja morguninn í röð. „Að lokum komst ég inn og fékk að tala við lækni. Hún var ekki á því að neitt væri hægt að gera og ég brotnaði niður. Sagði henni að ég gæti ekki verið svona og mér liði svo skelfilega. Á endanum fékk hún lærlinginn sinn til að sprauta einhverju vöðvaslakandi í öxlina á mér og ég var send heim,“ segir Kidda á vef sínum. Að því loknu hafi hún horft á kvikmynd með eiginmanni sínum og farið seint í rúmið eftir að hafa tekið inn síðustu verkjatöfluna þann daginn. Vaknaði blóðug í framan og máttvana „Næsta sem ég man er að ég vakna á gólfinu fyrir neðan stigann heima hjá mér. Sársaukinn í höfðinu var óbærilegur. Ég staulast einhvern veginn á fætur og nudda á mér andlitið. Hendurnar á mér urðu blautar og einhvern veginn klístraðar og þegar ég lít á hendurnar eru þær allar í blóði. Gólfið þar sem ég lá líka. Ég er gjörsamlega máttvana og staulast inn á bað og næ mér í handklæði sem ég set á höfuðið á mér. Ég man eftir að sjá mig hálfafskræmda í framan af blóði og bólgu á enninu.“ Kidda lýsir því hvernig hún hafi ekki getað staðið í fæturna og sofnað aftur þessa aðfaranótt 16. janúar. Þegar hún vaknaði á ný vakti hún eiginmann sinn og fóru þau niður á spítala þar sem ennið hennar var saumað og teknar sneiðmyndir. Í kjölfar þess taldi sérfræðingur ráðlegt að taka aðrar myndir með svokölluðu skuggaefni. „Þær myndir sýndu, svo ekki var um að villast að ég var með sprunginn æðagúl í höfðinu. Það var blæðing í höfðinu á mér. Ég fékk fréttirnar frá lækni og var auðvitað mjög brugðið við tíðindin,“ skrifar Kidda á hún.is. Í kjölfarið var ákveðið að framkvæma aðgerð á höfðinu á henni og við tók mjög erfið fimm klukkustunda bið eftir aðgerðinni. „Ég gat ekki sætt mig við að kannski myndi ég ekki vakna eftir aðgerðina. Það var jú verið að krukka í heilanum á mér sem var blæðandi og það er alltaf áhætta að fara í svæfingu og aðgerðir.“ Þakklát fyrir að vera enn á lífi Þegar Kidda vaknaði eftir aðgerðina fékk hún að vita að hún hafi gengið mjög vel. „Ég man bara eftir að augun fylltust af tárum og eina sem ég gat gert var að leggja snúrum tengda hönd mína á hans og segja „takk“. Ég var ennþá á lífi! Það var það eina sem skipti máli á þessum tíma.“ Kidda var í fimm daga á gjörgæslu eftir aðgerðina áður en hún var flutt á almenna deild og var útskrifuð af Landspítalanum þann 26. janúar síðastliðinn. Hún segist vera óendanlega þakklát fyrir að ekki hafi farið verr og færir starfsfólki á Landspítalanum sínar innilegustu þakkir. Kidda Svarfdal fjallar ítarlega um þessa erfiðu reynslu sína á vefnum hún.is og má þar lesa umfjöllunina í heild sinni.
Heilbrigðismál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira