Jóhann Berg tryggði Burnley stig og níu menn Newcastle héldu út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 17:00 Jóhann Berg þandi netmöskvana í dag. Clive Brunskill/Getty Images Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eina mark Burnley í 1-1 jafntefli gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þá vann Newcastle United 3-2 sigur á Southampton. 458 - Jóhann Gudmundsson's strike for Burnley ended a run of 458 minutes without a goal conceded for Brighton in the Premier League, and was his first Premier League goal since August 2019. Leveller. pic.twitter.com/9muudd63Xc— OptaJoe (@OptaJoe) February 6, 2021 Lewis Dunk kom Brighton yfir í fyrri hálfleik eftir sendingu Pascal Gross og staðan því 1-0 gestunum í vil er flautað var til hálfleiks. Skömmu áður en Dunk skoraði þá nældi Jóhann Berg sér í gult spjald. Hann bætti fyrir það í síðari hálfleik með fyrsta marki sínu á tímabilinu þegar hann fylgdi eftir skoti Erik Pieters. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Brighton nú unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum og gert tvö jafntefli. 61' Iceman. 1-1 - https://t.co/R0gUwYlt3N#BURBHA | #UTC pic.twitter.com/mRYd6fyncy— Burnley FC (@BurnleyOfficial) February 6, 2021 Newcastle United vann góðan 3-2 sigur á Southampton í hinum leiknum sem var að klárast rétt í þessu. Joseph Willock – lánsmaður frá Arsenal – kom heimamönnum yfir eftir 16. mínútna leik. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Miguel Almiron forystu heimamanna en Takumi Minamino – lánsmaður frá Liverpool – minnkaði muninn í 2-1 skömmu síðar. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Almiron annað mark sitt og kom Newastle 3-1 yfir. Southampton byrjaði síðari hálfleikinn af krafti. James Ward-Prowse skoraði úr stórkostlegri aukaspyrnu á 48. mínútu og mínútu síðar fékk Jeff Hendrick sitt annað gula spjald og þar með rautt. 4 - James Ward-Prowse has scored four direct free-kick goals in the Premier League this season - only David Beckham (5 in 2000-01) and Laurent Robert (5 in 2001-02) have ever scored more in a single campaign in the competition. Comeback? #NEWSOU pic.twitter.com/ExDCUu9fEk— OptaJoe (@OptaJoe) February 6, 2021 Newcastle léku því það sem eftir lifði leiks með aðeins 10 leikmenn. Raunar enduðu þeir leikinn með níu leikmenn því Fabian Schär fór meiddur af velli þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Heimamenn héldu samt sem áður út og unnu mikilvægan 3-2 sigur. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
458 - Jóhann Gudmundsson's strike for Burnley ended a run of 458 minutes without a goal conceded for Brighton in the Premier League, and was his first Premier League goal since August 2019. Leveller. pic.twitter.com/9muudd63Xc— OptaJoe (@OptaJoe) February 6, 2021 Lewis Dunk kom Brighton yfir í fyrri hálfleik eftir sendingu Pascal Gross og staðan því 1-0 gestunum í vil er flautað var til hálfleiks. Skömmu áður en Dunk skoraði þá nældi Jóhann Berg sér í gult spjald. Hann bætti fyrir það í síðari hálfleik með fyrsta marki sínu á tímabilinu þegar hann fylgdi eftir skoti Erik Pieters. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Brighton nú unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum og gert tvö jafntefli. 61' Iceman. 1-1 - https://t.co/R0gUwYlt3N#BURBHA | #UTC pic.twitter.com/mRYd6fyncy— Burnley FC (@BurnleyOfficial) February 6, 2021 Newcastle United vann góðan 3-2 sigur á Southampton í hinum leiknum sem var að klárast rétt í þessu. Joseph Willock – lánsmaður frá Arsenal – kom heimamönnum yfir eftir 16. mínútna leik. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Miguel Almiron forystu heimamanna en Takumi Minamino – lánsmaður frá Liverpool – minnkaði muninn í 2-1 skömmu síðar. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Almiron annað mark sitt og kom Newastle 3-1 yfir. Southampton byrjaði síðari hálfleikinn af krafti. James Ward-Prowse skoraði úr stórkostlegri aukaspyrnu á 48. mínútu og mínútu síðar fékk Jeff Hendrick sitt annað gula spjald og þar með rautt. 4 - James Ward-Prowse has scored four direct free-kick goals in the Premier League this season - only David Beckham (5 in 2000-01) and Laurent Robert (5 in 2001-02) have ever scored more in a single campaign in the competition. Comeback? #NEWSOU pic.twitter.com/ExDCUu9fEk— OptaJoe (@OptaJoe) February 6, 2021 Newcastle léku því það sem eftir lifði leiks með aðeins 10 leikmenn. Raunar enduðu þeir leikinn með níu leikmenn því Fabian Schär fór meiddur af velli þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Heimamenn héldu samt sem áður út og unnu mikilvægan 3-2 sigur.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira