Íslenskur prestur hélt minningarathöfn á samskiptavettvangi fyrir tölvuleiki Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. febrúar 2021 20:30 Gunnar Kristjánsson, prestur, ákvað að halda stafræna minningarathöfn með vinum Henning og Mogens þar sem þeir fengu tækifæri til að deila minningum um drengina og syrgja þá. AÐSEND Íslenskur prestur hélt minningarathöfn á samskiptavettvangi fyrir tölvuleiki. Hann hvetur presta til að reyna að ná til ungu kynslóðarinnar með nýjum leiðum þegar kemur að sáluhjálp. Presturinn Gunnar Kristjánsson er búsettur í Noregi. Hann hélt stafræna minningarathöfn með vinum þeirra Henning og Mogens sem létust í eldsvoðanum í Andøy í Noregi um miðjan janúar. Minningarathöfnin fór fram á „Discord“ en það er forrit þar sem tölvuleikjanotendur hafa samskipti við aðra á netinu. Fimm létu lífið þegar sumarbústaður brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í janúar. Fjögur þeirra sem brunnu inni voru börn undir sextán ára aldri. Þar á meðal voru þeir Mogens Pareli Krogh Hovde og Henning Christian Bang Johansen. Þegar Gunnar var að undirbúa útför drengjanna komst hann að því að þeir höfðu mikinn áhuga á tölvuleikjum. „Þá hugsaði ég með mér að það hlytu að vera fleiri börn þarna úti sem þekktu til hans og okkur ekki tekist að ná til,“ sagði Gunnar í samtali við norska fréttamiðilinn VG. Deildu minningum af drengjunum Tók Gunnar upp á því að reyna að ná til vina drengjanna í gegnum tölvuleikjaheiminn. Hann ákvað að tengjast áðurnefndu forriti, sem er vettvangur hannaður fyrir leikjasamfélög. Í ljós kom að Henning og Mogens áttu marga vini á forritinu. Ákvað Gunnar að halda stafræna minningarathöfn með vinum hinna látnu þar sem þeir fengu tækifæri til að deila minningum um Henning og Mogens og syrgja þá. Á meðan á minningarathöfninni stóð spilaði Gunnar lög af „Spotify“ lista drengjanna. Sáluhjálp með nýjum leiðum Eftir minningarathöfnina höfðu margir foreldrar samband við Gunnar. „Þeir sögðu mér að drengjunum hefði fundist minningarathöfnin mikilvæg og nálgunin góð. Enginn hefur yfirgefið hópinn enn sem komið er,“ segir Gunnar sem hvetur presta til að reyna að ná til ungu kynslóðarinnar með nýjum leiðum. „Frá sjónarhóli sorgar er þetta eitthvað sem við ættum að nota meira. Ungt fólk í dag er öðruvísi. Það tjáir tilfinningar sína á annan hátt,“ sagði Gunnar. Gunnar var virkur tölvuleikjaspilari á yngri árum. Í samtali við norska fjölmiðilinn VG segir Gunnar tölvuleikjaspil ákveðið samfélag. „Þetta er fyrst og fremst félagsskapur. Þú ert ekki einn þó þú sitjir einn heima hjá þér. Þetta er eins og íþrótt. Leikmennirnir vinna saman,“ sagði Gunnar. Noregur Trúmál Íslendingar erlendis Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Presturinn Gunnar Kristjánsson er búsettur í Noregi. Hann hélt stafræna minningarathöfn með vinum þeirra Henning og Mogens sem létust í eldsvoðanum í Andøy í Noregi um miðjan janúar. Minningarathöfnin fór fram á „Discord“ en það er forrit þar sem tölvuleikjanotendur hafa samskipti við aðra á netinu. Fimm létu lífið þegar sumarbústaður brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í janúar. Fjögur þeirra sem brunnu inni voru börn undir sextán ára aldri. Þar á meðal voru þeir Mogens Pareli Krogh Hovde og Henning Christian Bang Johansen. Þegar Gunnar var að undirbúa útför drengjanna komst hann að því að þeir höfðu mikinn áhuga á tölvuleikjum. „Þá hugsaði ég með mér að það hlytu að vera fleiri börn þarna úti sem þekktu til hans og okkur ekki tekist að ná til,“ sagði Gunnar í samtali við norska fréttamiðilinn VG. Deildu minningum af drengjunum Tók Gunnar upp á því að reyna að ná til vina drengjanna í gegnum tölvuleikjaheiminn. Hann ákvað að tengjast áðurnefndu forriti, sem er vettvangur hannaður fyrir leikjasamfélög. Í ljós kom að Henning og Mogens áttu marga vini á forritinu. Ákvað Gunnar að halda stafræna minningarathöfn með vinum hinna látnu þar sem þeir fengu tækifæri til að deila minningum um Henning og Mogens og syrgja þá. Á meðan á minningarathöfninni stóð spilaði Gunnar lög af „Spotify“ lista drengjanna. Sáluhjálp með nýjum leiðum Eftir minningarathöfnina höfðu margir foreldrar samband við Gunnar. „Þeir sögðu mér að drengjunum hefði fundist minningarathöfnin mikilvæg og nálgunin góð. Enginn hefur yfirgefið hópinn enn sem komið er,“ segir Gunnar sem hvetur presta til að reyna að ná til ungu kynslóðarinnar með nýjum leiðum. „Frá sjónarhóli sorgar er þetta eitthvað sem við ættum að nota meira. Ungt fólk í dag er öðruvísi. Það tjáir tilfinningar sína á annan hátt,“ sagði Gunnar. Gunnar var virkur tölvuleikjaspilari á yngri árum. Í samtali við norska fjölmiðilinn VG segir Gunnar tölvuleikjaspil ákveðið samfélag. „Þetta er fyrst og fremst félagsskapur. Þú ert ekki einn þó þú sitjir einn heima hjá þér. Þetta er eins og íþrótt. Leikmennirnir vinna saman,“ sagði Gunnar.
Noregur Trúmál Íslendingar erlendis Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira