Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Sylvía Hall skrifar 4. febrúar 2021 20:47 Michele Ballarin. Vísir/Baldur Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. Þetta kemur fram í umfjöllun Kveiks í kvöld þar sem rætt var við Ballarin. Fjallað var um það í september á síðasta árið að hún hefði gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair og hermdu heimildir fréttastofu að tilboðið hljóðaði upp á sjö milljarða króna. Tilboði sem samsvaraði sömu upphæð var hafnað af stjórn félagsins. Vísir greindi frá því eftir hlutafjárútboðið á síðasta ári að Ballarin liti svo á að það hefði verið vonbrigði að „drífa ekki alla leið“, en almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson sagði hana hafa mikinn áhuga á að vera í viðskiptum hér á landi. Í umfjöllun Kveiks staðfesti Ballarin að tilboðinu hefði verið hafnað og taldi hún að stjórnendur Icelandair hafi óttast að hún gæti farið fram á breytingar á stjórnendahópnum. Henni hafi verið bent á að stefna Icelandair vegna tilboðsins en sjálf hafi hún ekki viljað fara inn í félagið með þeim hætti. Ballarin er hvað þekktust fyrir að hafa keypt eignir úr þrotabúi WOW air á sínum tíma, en hún sagðist stefna á að koma aftur á millilandaflugi á vegum félagsins. Hún segir þau áform enn standa og hefur hún hugmyndir um að sameina Icelandair og WOW í eitt alþjóðlegt flugnet. Í janúar síðastliðnum var USAerospace Associates LLC, félag í eigu Ballarin, dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Þeir höfðu tekið að sér að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW air, en höfðuðu mál eftir að verktakasamningi var sagt upp við þá fyrirvaralaust í ársbyrjun 2020. Var félag Ballarin dæmt til að greiða forriturunum rúmlega fjörutíu milljónir króna auk dráttarvaxta frá september til nóvember 2019. Þá þurfti félagið að greiða málskostnað, um eina og hálfa milljón króna. Fréttir af flugi Markaðir Icelandair Tengdar fréttir Íslenskir forritarar höfðu betur í baráttu við Ballarin um vangoldin laun USAerospace Associates LLC, félag í eigu Michelle Ballarin sem hefur stefnt að flugrekstri undir merkjum WOW air, hefur verið dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. 20. janúar 2021 16:13 Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Kveiks í kvöld þar sem rætt var við Ballarin. Fjallað var um það í september á síðasta árið að hún hefði gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair og hermdu heimildir fréttastofu að tilboðið hljóðaði upp á sjö milljarða króna. Tilboði sem samsvaraði sömu upphæð var hafnað af stjórn félagsins. Vísir greindi frá því eftir hlutafjárútboðið á síðasta ári að Ballarin liti svo á að það hefði verið vonbrigði að „drífa ekki alla leið“, en almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson sagði hana hafa mikinn áhuga á að vera í viðskiptum hér á landi. Í umfjöllun Kveiks staðfesti Ballarin að tilboðinu hefði verið hafnað og taldi hún að stjórnendur Icelandair hafi óttast að hún gæti farið fram á breytingar á stjórnendahópnum. Henni hafi verið bent á að stefna Icelandair vegna tilboðsins en sjálf hafi hún ekki viljað fara inn í félagið með þeim hætti. Ballarin er hvað þekktust fyrir að hafa keypt eignir úr þrotabúi WOW air á sínum tíma, en hún sagðist stefna á að koma aftur á millilandaflugi á vegum félagsins. Hún segir þau áform enn standa og hefur hún hugmyndir um að sameina Icelandair og WOW í eitt alþjóðlegt flugnet. Í janúar síðastliðnum var USAerospace Associates LLC, félag í eigu Ballarin, dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Þeir höfðu tekið að sér að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW air, en höfðuðu mál eftir að verktakasamningi var sagt upp við þá fyrirvaralaust í ársbyrjun 2020. Var félag Ballarin dæmt til að greiða forriturunum rúmlega fjörutíu milljónir króna auk dráttarvaxta frá september til nóvember 2019. Þá þurfti félagið að greiða málskostnað, um eina og hálfa milljón króna.
Fréttir af flugi Markaðir Icelandair Tengdar fréttir Íslenskir forritarar höfðu betur í baráttu við Ballarin um vangoldin laun USAerospace Associates LLC, félag í eigu Michelle Ballarin sem hefur stefnt að flugrekstri undir merkjum WOW air, hefur verið dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. 20. janúar 2021 16:13 Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Íslenskir forritarar höfðu betur í baráttu við Ballarin um vangoldin laun USAerospace Associates LLC, félag í eigu Michelle Ballarin sem hefur stefnt að flugrekstri undir merkjum WOW air, hefur verið dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. 20. janúar 2021 16:13
Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35