Segist vera í besta starfi í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. febrúar 2021 23:31 Emma Hayes segist vera í besta starfi í heimi hjá kvennaliði Chelsea. Catherine Ivill/Getty Images Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea í knattspyrnu, segist vera í besta starfi í heimi og hafi því engan áhuga á að taka við Wimbledon sem leikur í ensku C-deildinni, karla megin. Wimbledon er í basli og rak nýverið þjálfara sinn, Glyn Hodges. Er nöfnum var kastað fram kom í ljós að Emma Hayes var eitt þeirra. Hefði hún tekið starfinu þá hefði hún orðið fyrsti kvenmaðurinn til að þjálfa lið í karlaboltanum á Englandi. „Ég vona innilega að Wimbledon finni rétta aðilann í starfið. Þetta með að félagið hafi ekki efni á mér hefur ekkert með ákvörðun mína að gera heldur einfaldlega þá staðreynd að ég er í besta starfi í heimi,“ sagði Hayes í gærkvöld eftir að Chelsea hafði unnið 6-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United í enska deildarbikarnum. Vert er að taka fram að Dagný var ekki í leikmannahópi West Ham. Hayes tók einnig fram að karlafótbolti endurspegli ekki þann fjölbreytta veruleika sem við búum við. Þá tók hún fram að hún hefði engan áhuga á starfinu hjá Wimbledon þar sem hún væri ánægð í eigin starfi og liti á það sem skref niður á við. Undir það var tekið í grein The Athletic á dögunum þar sem farið var yfir magnaðan feril Hayes og að Chelsea-lið hennar væri enn án ósigurs eftir 12 umferðir í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að liðið ætti enn möguleika á að vinna fernuna. FA-bikarinn, deildarbikarinn og Meistaradeild Evrópu, sem og ensku úrvalsdeildina. One pundit said a move to League One AFC Wimbledon would be "a step on the ladder into elite football" for Emma Hayes. There was nothing in this rumour - except a lot of devaluing of women's football. Women's football is not a stepping stone https://t.co/P2sSPBv49S— Katie Whyatt (@KatieWhyatt) February 3, 2021 Þó hin 44 ára gamla Hayes hafi ekki viljað starfið þá vonast hún til þess að nöfn kvenkyns þjálfara verði oftar í umræðunni þegar kemur að störfum karla megin. „Allir eiga sér stað í fótbolta, og ég segi það aftur: Ég er mjög ánægð hjá Chelsea.“ Hayes hefur starfað hjá Chelsea síðan 2012, undir hennar stjórn hefur liðið þrívegis unnið ensku úrvalsdeildina, tvisvar FA-bikarinn og einu sinni deildarbikarinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Sjá meira
Wimbledon er í basli og rak nýverið þjálfara sinn, Glyn Hodges. Er nöfnum var kastað fram kom í ljós að Emma Hayes var eitt þeirra. Hefði hún tekið starfinu þá hefði hún orðið fyrsti kvenmaðurinn til að þjálfa lið í karlaboltanum á Englandi. „Ég vona innilega að Wimbledon finni rétta aðilann í starfið. Þetta með að félagið hafi ekki efni á mér hefur ekkert með ákvörðun mína að gera heldur einfaldlega þá staðreynd að ég er í besta starfi í heimi,“ sagði Hayes í gærkvöld eftir að Chelsea hafði unnið 6-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United í enska deildarbikarnum. Vert er að taka fram að Dagný var ekki í leikmannahópi West Ham. Hayes tók einnig fram að karlafótbolti endurspegli ekki þann fjölbreytta veruleika sem við búum við. Þá tók hún fram að hún hefði engan áhuga á starfinu hjá Wimbledon þar sem hún væri ánægð í eigin starfi og liti á það sem skref niður á við. Undir það var tekið í grein The Athletic á dögunum þar sem farið var yfir magnaðan feril Hayes og að Chelsea-lið hennar væri enn án ósigurs eftir 12 umferðir í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að liðið ætti enn möguleika á að vinna fernuna. FA-bikarinn, deildarbikarinn og Meistaradeild Evrópu, sem og ensku úrvalsdeildina. One pundit said a move to League One AFC Wimbledon would be "a step on the ladder into elite football" for Emma Hayes. There was nothing in this rumour - except a lot of devaluing of women's football. Women's football is not a stepping stone https://t.co/P2sSPBv49S— Katie Whyatt (@KatieWhyatt) February 3, 2021 Þó hin 44 ára gamla Hayes hafi ekki viljað starfið þá vonast hún til þess að nöfn kvenkyns þjálfara verði oftar í umræðunni þegar kemur að störfum karla megin. „Allir eiga sér stað í fótbolta, og ég segi það aftur: Ég er mjög ánægð hjá Chelsea.“ Hayes hefur starfað hjá Chelsea síðan 2012, undir hennar stjórn hefur liðið þrívegis unnið ensku úrvalsdeildina, tvisvar FA-bikarinn og einu sinni deildarbikarinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Sjá meira