Sama frumvarp, hæstvirtur dómsmálaráðherra? Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 17:00 Í gær lagði undirritaður fram frumvarp ásamt fleirum þingmönnum Framsóknar, sem snýr að auknum stuðningi til smærri innlendra áfengisframleiðenda. Frumvarpið er tvíþætt og leggur til að veita skuli allt að 50% afslátt af áfengisgjöldum til smærri innlenda áfengisframleiðenda ásamt því að leyfa þeim að selja framleiðsluvörur sínar í smásölu á framleiðslustað. Um gott mál er að ræða sem stuðlar að aukinni nýsköpun, auknu frelsi, auknum atvinnutækifærum um allt land og samkeppnishæfi smærri áfengisframleiðenda á erfiðum markaði. Hæstvirtur dómsmálaráðherra heldur því fram að frumvarp Framsóknar sé sama frumvarpið nema með örlitlum breytingum. Vert er að fara stuttlega yfir grundvallarmismun beggja frumvarpa: Frumvarp Framsóknar leggur til allt að 50% afslátt af áfengisgjaldi til smærri innlenda áfengisframleiðenda. Frumvarp dómsmálaráðherra inniheldur engan slíkan afslátt né sambærilegar ívilnanir. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 500.000 lítra á almanaksári. Þá má benda á að ýmsir framleiðendur, til dæmis Bruggsmiðjan (Kaldi), falla ekki undir það takmark. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 1.000.000 lítra á almanaksári. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 12% áfengi, þ.e. einungis öl. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 50% áfengi, og þar falla inn vörur eins og gin, viskí o.fl. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til leyfi fyrir ótakmarkaðri sölu brugghúsa á öllu öli. Frumvarp Framsóknar leggur til þrepaskipta sölu á ákveðnu magni áfengis og fjölda eintaka af framleiðsluvöru framleiðanda. Þessi takmörk eru lögð fram með lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar, en fyrirvari þingmanna við mál dómsmálaráðherra varðar þau sjónarmið. Auðvelt er að útskýra þau sjónarmið og ekki ættu þau ekki að koma á óvart. Þá eru væntanlega lögð fram sambærileg rök í báðum frumvörpum, enda eru flutningsmenn frumvarps Framsóknar ekki ósammála frumvarpi dómsmálaráðherra. Þvert á móti þá viljum við bæta í, auka stuðning til íslenskrar framleiðslu og gera gott mál betra. Dómsmálaráðherra nefnir einnig að með stuðningi við frelsi og íslenska framleiðslu sé um sinn eigin málstað að ræða og að Framsókn hafi loksins „séð ljósið“. Slík fullyrðing vekur furðu, enda hefur Framsókn talað fyrir auknu frelsi, atvinnutækifærum um allt land og stuðningi við innlenda framleiðslu í rúm 104 ár. Því er varla hægt að telja umrætt frumvarp sem nýnæmi við stefnu Framsóknar. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá ráðherra styðja rúmlega 100 ára málstað Framsóknar þó svo að það sé með þessum hætti. Það hefur einnig verið vilji undirritaðs að leggja til þann stuðning sem fram kemur í frumvarpi Framsóknar í töluverðan tíma. Undirritaður hefur, rétt eins og aðrir þingmenn, átt í miklum samskiptum við innlenda áfengisframleiðendur og hugleitt málið lengi. Undirritaður er varaþingmaður sem fór inn á þing eftir síðastliðin áramót og lagði umrætt frumvarp fram strax við fyrsta tækifæri. Þar sem hæstvirtur dómsmálaráðherra lýsir yfir vilja til að ná þeim breytingum sem frumvarp Framsóknar leggur til ásamt því að lýsa yfir ánægju sinni yfir frumvarpinu þá vil ég formlega bjóða hæstvirtum ráðherra að gerast meðflutningsmaður með umræddu frumvarpi Framsóknar. Af málflutningi ráðherra í viðtölum gærdagsins má ráða að ráðherra hafi áhuga á því, enda um töluvert meiri stuðning til innlendrar framleiðslu að ræða. Þannig er einnig hægt að koma í veg fyrir átök beggja frumvarpa og leiða til samþykkis á auknum stuðningi við smærri innlenda áfengisframleiðendur á Alþingi. Með von um samþykki. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Alþingi Þórarinn Ingi Pétursson Tengdar fréttir Ný tækifæri í smærri innlendri áfengisframleiðslu Mikil gróska hefur verið í innlendri áfengisframleiðslu síðastliðin ár, og þá sérstaklega hjá smærri innlendum framleiðendum á öli og sterku áfengi. 2. febrúar 2021 16:30 Framsóknarmenn „hafi séð ljósið“ og hljóti nú að styðja frumvarp sitt um brugghús Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hljóta að líta á frumvarp þriggja þingmanna Framsóknarmanna um breytingar á áfengislögum, sem stuðning við sitt eigið frumvarp sama efnis. Áslaug segir sitt frumvarp ítrekað hafa mætt mótstöðu og gerðir við það fyrirvarar í ríkisstjórn og í þingflokkum samstarfsflokkanna og því skjóti skökku við að þingmenn Framsóknarflokksins, þeir sömu og sett hafi fyrirvara við hennar mál, leggi nú fram sambærilegt frumvarp í eigin nafni. 2. febrúar 2021 22:24 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Í gær lagði undirritaður fram frumvarp ásamt fleirum þingmönnum Framsóknar, sem snýr að auknum stuðningi til smærri innlendra áfengisframleiðenda. Frumvarpið er tvíþætt og leggur til að veita skuli allt að 50% afslátt af áfengisgjöldum til smærri innlenda áfengisframleiðenda ásamt því að leyfa þeim að selja framleiðsluvörur sínar í smásölu á framleiðslustað. Um gott mál er að ræða sem stuðlar að aukinni nýsköpun, auknu frelsi, auknum atvinnutækifærum um allt land og samkeppnishæfi smærri áfengisframleiðenda á erfiðum markaði. Hæstvirtur dómsmálaráðherra heldur því fram að frumvarp Framsóknar sé sama frumvarpið nema með örlitlum breytingum. Vert er að fara stuttlega yfir grundvallarmismun beggja frumvarpa: Frumvarp Framsóknar leggur til allt að 50% afslátt af áfengisgjaldi til smærri innlenda áfengisframleiðenda. Frumvarp dómsmálaráðherra inniheldur engan slíkan afslátt né sambærilegar ívilnanir. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 500.000 lítra á almanaksári. Þá má benda á að ýmsir framleiðendur, til dæmis Bruggsmiðjan (Kaldi), falla ekki undir það takmark. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 1.000.000 lítra á almanaksári. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 12% áfengi, þ.e. einungis öl. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 50% áfengi, og þar falla inn vörur eins og gin, viskí o.fl. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til leyfi fyrir ótakmarkaðri sölu brugghúsa á öllu öli. Frumvarp Framsóknar leggur til þrepaskipta sölu á ákveðnu magni áfengis og fjölda eintaka af framleiðsluvöru framleiðanda. Þessi takmörk eru lögð fram með lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar, en fyrirvari þingmanna við mál dómsmálaráðherra varðar þau sjónarmið. Auðvelt er að útskýra þau sjónarmið og ekki ættu þau ekki að koma á óvart. Þá eru væntanlega lögð fram sambærileg rök í báðum frumvörpum, enda eru flutningsmenn frumvarps Framsóknar ekki ósammála frumvarpi dómsmálaráðherra. Þvert á móti þá viljum við bæta í, auka stuðning til íslenskrar framleiðslu og gera gott mál betra. Dómsmálaráðherra nefnir einnig að með stuðningi við frelsi og íslenska framleiðslu sé um sinn eigin málstað að ræða og að Framsókn hafi loksins „séð ljósið“. Slík fullyrðing vekur furðu, enda hefur Framsókn talað fyrir auknu frelsi, atvinnutækifærum um allt land og stuðningi við innlenda framleiðslu í rúm 104 ár. Því er varla hægt að telja umrætt frumvarp sem nýnæmi við stefnu Framsóknar. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá ráðherra styðja rúmlega 100 ára málstað Framsóknar þó svo að það sé með þessum hætti. Það hefur einnig verið vilji undirritaðs að leggja til þann stuðning sem fram kemur í frumvarpi Framsóknar í töluverðan tíma. Undirritaður hefur, rétt eins og aðrir þingmenn, átt í miklum samskiptum við innlenda áfengisframleiðendur og hugleitt málið lengi. Undirritaður er varaþingmaður sem fór inn á þing eftir síðastliðin áramót og lagði umrætt frumvarp fram strax við fyrsta tækifæri. Þar sem hæstvirtur dómsmálaráðherra lýsir yfir vilja til að ná þeim breytingum sem frumvarp Framsóknar leggur til ásamt því að lýsa yfir ánægju sinni yfir frumvarpinu þá vil ég formlega bjóða hæstvirtum ráðherra að gerast meðflutningsmaður með umræddu frumvarpi Framsóknar. Af málflutningi ráðherra í viðtölum gærdagsins má ráða að ráðherra hafi áhuga á því, enda um töluvert meiri stuðning til innlendrar framleiðslu að ræða. Þannig er einnig hægt að koma í veg fyrir átök beggja frumvarpa og leiða til samþykkis á auknum stuðningi við smærri innlenda áfengisframleiðendur á Alþingi. Með von um samþykki. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi
Ný tækifæri í smærri innlendri áfengisframleiðslu Mikil gróska hefur verið í innlendri áfengisframleiðslu síðastliðin ár, og þá sérstaklega hjá smærri innlendum framleiðendum á öli og sterku áfengi. 2. febrúar 2021 16:30
Framsóknarmenn „hafi séð ljósið“ og hljóti nú að styðja frumvarp sitt um brugghús Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hljóta að líta á frumvarp þriggja þingmanna Framsóknarmanna um breytingar á áfengislögum, sem stuðning við sitt eigið frumvarp sama efnis. Áslaug segir sitt frumvarp ítrekað hafa mætt mótstöðu og gerðir við það fyrirvarar í ríkisstjórn og í þingflokkum samstarfsflokkanna og því skjóti skökku við að þingmenn Framsóknarflokksins, þeir sömu og sett hafi fyrirvara við hennar mál, leggi nú fram sambærilegt frumvarp í eigin nafni. 2. febrúar 2021 22:24
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar