Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2021 16:12 Alexei Navalní að hlusta á dómsuppkvaðninguna í gær. EPA/Dómstóll Moskvu Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. Eftirlitsaðilar og mannréttindasamtök áætla að fleiri en tíu þúsund Rússar hafi verið handteknir við mótmæli vegna handtöku og fangelsunar Navalnís. Við dómsuppkvaðninguna sagði Navalní að ásakanirnar gegn honum væru tilbúningur og til komnar vegna ótta og haturs Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnvart sér. Navalní hefur einnig sakað Pútín um að hafa látið eitra fyrir sér síðasta sumar, sem leiddi til þess að hann var fluttur í dái til Þýskalands. Hann var í gær dæmdur fyrir að brjóta gegn skilorði með því að fara til Þýskalands. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Hann var handtekinn vegna þessa þegar hann sneri aftur til Rússlands þann 17. janúar. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það mál gegn Navalní hafi verið ólögmætt og gerræðislegt. Sjá einnig: Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Navalny, moments before he is sentenced to 3.5 years in prison, draws a heart (for his wife Yulia) on the glass separating him from the rest of the courtroom. pic.twitter.com/NSrtBnDSFL— Piotr Zalewski (@p_zalewski) February 2, 2021 Í frétt Moscow Times þar sem farið er yfir atburðarás gærdagsins segir að þúsundir lögregluþjóna hafi verið sendir til að stöðva mótmæli eftir dómsuppkvaðninguna í gær. Þrátt fyrir það og að lestarstöðvum og götum hafi verið lokað fóru einhver mótmæli fram og víðast hvar mættu óreiðabúnir lögregluþjónar mótmælendum af mikilli hörku. Sjá einnig: Meira en þúsund manns handteknir í mótmælum í Rússlandi Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, lýsti aðgerðum lögreglu sem hörðum en réttlætanlegum. Really grim, Belarus-esque scenes in Moscow tonight. Protesters put up their hands to show they were peaceful, and riot police started beating them viciously. Really sadist stuff.video via @tvrain and the fearless @mborzunova pic.twitter.com/eVhMgRY5ng— max seddon (@maxseddon) February 2, 2021 Rannsakandi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch í Rússlandi segir í samtali við Moscow Times að það sé ekki rétt metið hjá Peskov. Viðbrögð lögreglu hafi engan veginn verið í takt við hegðun mótmælenda. Svo margir hafa verið handteknir að undanförnu að fangaklefar í Moskvu hafa fyllst og yfirvöld hafa ferjað fólk í rútum í bæi nærri höfuðborginni þar sem þau hafa verið færð fyrir dómara. Eins og áður segier hafa yfirvöld í vesturlöndum fordæmt dóm Navalnís og þá hörku sem yfirvöld hafa beitt gegn mótmælendum í Rússlandi. Þeirra á meðal er Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafnaði í dag því alfarið að gagnrýni þessi væri réttmæt og sagði hana hrokafulla og óviðeigandi. Þá sagði ráðherrann að Rússar myndu ekki bregðast við svona „móðursýki“. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40 Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51 Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55 Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira
Eftirlitsaðilar og mannréttindasamtök áætla að fleiri en tíu þúsund Rússar hafi verið handteknir við mótmæli vegna handtöku og fangelsunar Navalnís. Við dómsuppkvaðninguna sagði Navalní að ásakanirnar gegn honum væru tilbúningur og til komnar vegna ótta og haturs Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnvart sér. Navalní hefur einnig sakað Pútín um að hafa látið eitra fyrir sér síðasta sumar, sem leiddi til þess að hann var fluttur í dái til Þýskalands. Hann var í gær dæmdur fyrir að brjóta gegn skilorði með því að fara til Þýskalands. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Hann var handtekinn vegna þessa þegar hann sneri aftur til Rússlands þann 17. janúar. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það mál gegn Navalní hafi verið ólögmætt og gerræðislegt. Sjá einnig: Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Navalny, moments before he is sentenced to 3.5 years in prison, draws a heart (for his wife Yulia) on the glass separating him from the rest of the courtroom. pic.twitter.com/NSrtBnDSFL— Piotr Zalewski (@p_zalewski) February 2, 2021 Í frétt Moscow Times þar sem farið er yfir atburðarás gærdagsins segir að þúsundir lögregluþjóna hafi verið sendir til að stöðva mótmæli eftir dómsuppkvaðninguna í gær. Þrátt fyrir það og að lestarstöðvum og götum hafi verið lokað fóru einhver mótmæli fram og víðast hvar mættu óreiðabúnir lögregluþjónar mótmælendum af mikilli hörku. Sjá einnig: Meira en þúsund manns handteknir í mótmælum í Rússlandi Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, lýsti aðgerðum lögreglu sem hörðum en réttlætanlegum. Really grim, Belarus-esque scenes in Moscow tonight. Protesters put up their hands to show they were peaceful, and riot police started beating them viciously. Really sadist stuff.video via @tvrain and the fearless @mborzunova pic.twitter.com/eVhMgRY5ng— max seddon (@maxseddon) February 2, 2021 Rannsakandi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch í Rússlandi segir í samtali við Moscow Times að það sé ekki rétt metið hjá Peskov. Viðbrögð lögreglu hafi engan veginn verið í takt við hegðun mótmælenda. Svo margir hafa verið handteknir að undanförnu að fangaklefar í Moskvu hafa fyllst og yfirvöld hafa ferjað fólk í rútum í bæi nærri höfuðborginni þar sem þau hafa verið færð fyrir dómara. Eins og áður segier hafa yfirvöld í vesturlöndum fordæmt dóm Navalnís og þá hörku sem yfirvöld hafa beitt gegn mótmælendum í Rússlandi. Þeirra á meðal er Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafnaði í dag því alfarið að gagnrýni þessi væri réttmæt og sagði hana hrokafulla og óviðeigandi. Þá sagði ráðherrann að Rússar myndu ekki bregðast við svona „móðursýki“.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40 Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51 Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55 Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira
Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11
Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40
Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51
Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55
Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32