Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 11:54 Enn er mikill krapi í Jökulsá á Fjöllum og ekki óhætt að hafa veginn opinn nema í björtu. Lögreglan Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána. Vegurinn verður opinn næstu daga milli 9 og 18 en lokaður utan þess tíma að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Þá er óvissustig almannavarna vegna krapahlaupsins enn í gildi og er enn talin hætta á krapahlaupum í ánni. Þó eru engar vísbendingar um að nýjar stíflur séu að myndast í ánni ofan við brúna. Í tilkynningu almannavarna segir að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglan á Norðurlandi eystra, Vegagerðin og Veðurstofa Íslands hafi fundað í morgun vegna Jökulsár á Fjöllum. „Í gær var veginum um Mývatnsöræfi lokað vegna aukinnar hættu á að þrepahlaup gæti verið að hefjast í Jökulsá á Fjöllum. Gervitunglamyndir sýndu breytingar á milli daga, uppsöfnun krapa var 3 km sunnan við brúna og minniháttar óróamerki mældist um tíma á jarðskjálftamæli nálægt brúarstæðinu. Af þeim sökum þótti réttast að loka veginum á meðan frekari athuganir færu fram. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands fóru í könnunarflug eftir ánni í gær. Þá sást að augljóslega er enn mikill krapi í ánni og nær hann rúma 3 km frá brúni upp með ánni. Ís getur haldið áfram að safnast upp á meðan kalt er í veðri. Engar vísbendingar sáust þó um að nýjar stíflur væru að myndast ofan við brúna sem framkallað gætu sambærilegt hlaup og varð þann 26. janúar síðastliðinn. Lækkandi vatnshæð við brúna í gær voru líklega merki um að áin væri að bræða af sér krapa og vatn þannig að finna sér leið undir krapanum. Ekki er þó hægt að útiloka annað krapahlaup og því er nauðsynlegt að fylgjast áfram vel með þróun mála. Niðurstöður fundarins voru þær að óhætt er að opna veginn aftur með þeim takmörkunum sem áður voru. Vegurinn verður opinn næstu daga á milli 09:00-18:00, en lokaður utan þess tíma. Þetta fyrirkomulag verður endurskoðað á föstudaginn að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningu almannavarna. Náttúruhamfarir Norðurþing Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Vegurinn verður opinn næstu daga milli 9 og 18 en lokaður utan þess tíma að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Þá er óvissustig almannavarna vegna krapahlaupsins enn í gildi og er enn talin hætta á krapahlaupum í ánni. Þó eru engar vísbendingar um að nýjar stíflur séu að myndast í ánni ofan við brúna. Í tilkynningu almannavarna segir að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglan á Norðurlandi eystra, Vegagerðin og Veðurstofa Íslands hafi fundað í morgun vegna Jökulsár á Fjöllum. „Í gær var veginum um Mývatnsöræfi lokað vegna aukinnar hættu á að þrepahlaup gæti verið að hefjast í Jökulsá á Fjöllum. Gervitunglamyndir sýndu breytingar á milli daga, uppsöfnun krapa var 3 km sunnan við brúna og minniháttar óróamerki mældist um tíma á jarðskjálftamæli nálægt brúarstæðinu. Af þeim sökum þótti réttast að loka veginum á meðan frekari athuganir færu fram. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands fóru í könnunarflug eftir ánni í gær. Þá sást að augljóslega er enn mikill krapi í ánni og nær hann rúma 3 km frá brúni upp með ánni. Ís getur haldið áfram að safnast upp á meðan kalt er í veðri. Engar vísbendingar sáust þó um að nýjar stíflur væru að myndast ofan við brúna sem framkallað gætu sambærilegt hlaup og varð þann 26. janúar síðastliðinn. Lækkandi vatnshæð við brúna í gær voru líklega merki um að áin væri að bræða af sér krapa og vatn þannig að finna sér leið undir krapanum. Ekki er þó hægt að útiloka annað krapahlaup og því er nauðsynlegt að fylgjast áfram vel með þróun mála. Niðurstöður fundarins voru þær að óhætt er að opna veginn aftur með þeim takmörkunum sem áður voru. Vegurinn verður opinn næstu daga á milli 09:00-18:00, en lokaður utan þess tíma. Þetta fyrirkomulag verður endurskoðað á föstudaginn að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningu almannavarna.
Náttúruhamfarir Norðurþing Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira