Birta hjá ÍBR: Vill fá ofbeldið upp á yfirborðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 11:31 Birta Björnsdóttir, verkefnisstjóri siðamála hjá ÍBR, flytur áhugaverðan fyrirlestur á ráðstefnunni en hún er landsliðskona í blaki. UMFÍ Birta Björnsdóttir, verkefnisstjóri siðamála hjá ÍBR, verður ásamt fleirum með erindi á ráðstefnunni „Íþróttir fyrir alla“ sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík á morgun fimmtudaginn 4. febrúar. Ráðstefnan „Íþróttir fyrir alla“ er hluti af Reykjavíkurleikunum, sem er einn af stærri íþróttaviðburðum ársins. Birta ræðir þar um aðgerðir Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, leiðirnar til að greina frá ofbeldismálum og áreitni innan íþrótta á ráðstefnunni sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Ráðstefnan hefst klukkan 13:00 með opnunarávarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Á eftir fylgja erindi um raddir barna, tilraunaverkefnið „Frístundir í Breiðholti“, Arna Sigríður Albertsdóttir, sem hlaut mænuskaða eftir skíðaslys í Noregi árið 2006 segir frá því hvernig er að fara úr því að stunda skíðaíþróttir í handahjólreiðar, Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ’78 fjallar um líðan hinsegin ungmenna í íþróttum og samkynhneigður Ólympíufari segir frá upplifun sinni. Á síðasta ári gaf ÍBR út bækling um ofbeldi og áreitni í íþróttum. Þar eru upplýsingar um það hvert fólk á að leita ef það hefur orðið fyrir ofbeldi eða áreitni í íþróttum, verkferla fyrir íþróttafélögin um hvað þau eigi að gera komi upp mál af þessum toga, upplýsingar fyrir þá sem taka á móti tilkynningum um ofbeldi og þá sem verða vitni að ofbeldi eða áreitni eða hafa grun um að slík hafi eða eigi sér stað gagnvart íþróttafólki eða iðkendum í íþróttafélagi. Fatlað íþróttafólk eru oftar þolendur kynferðislegs ofbeldis og áreitni en aðrir. Líka hinsegin og kynsegin...Posted by UMFÍ - Ungmennafélag Íslands on Þriðjudagur, 2. febrúar 2021 Ungmennafélags Íslands kynnti ráðstefnuna með viðtali við Birtu á heimasíðu sinni sem Vísir hefur fengið leyfi til að vitna í. „Fatlað íþróttafólk eru oftar þolendur kynferðislegs ofbeldis og áreitni en aðrir. Líka hinsegin og kynsegin íþróttafólk, fólk af erlendum uppruna og afreksíþróttafólk sem er að komast inn á Ólympíuleika eða langt í sinni íþrótt því það upplifir sig oft þurfa að láta allt yfir sig ganga til að ná sínu markmiði. Þetta viljum við ekki. Við viljum tryggja að allir verði í öruggu íþróttaumhverfi,“ segir Birta Björnsdóttir, verkefnisstjóri siðamála hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) í umræddu viðtali. „Við viljum við fá öll þessi mál upp á yfirborðið og að iðkendur hafi vettvang til að geta talað um þau og geti leyst frá skjóðunni ef eitthvað óæskilegt á sér stað,“ segir Birta og bætir við að ÍBR haldi utan um öll mál hjá íþróttafélögunum í Reykjavík. Það eru mismunandi leiðir til fyrir þolendur að koma málum í farveg innan ÍBR, að sögn Birtu. „Sum félög hafa verið að vinna í að leysa sjálf mál sem koma upp hjá þeim. Við mælum ekki með því. Við erum með fagaðila hjá ÍBR sem við sendum inn í íþróttafélögin til að aðstoða þolendur og íþróttafélögin að leysa úr aðkallandi málum, þeim að kostnaðarlausu. En síðan höfum við sent önnur mál til samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi og eineltismál til Æskulýðsvettvangsins,“ segir Birta. Birta segir ávallt aukningu í í tilkynningum þegar ráðstefnur og málstofur sem þessar eru haldnar. „Það koma alltaf mörg mál eftir hverja málstofu, fyrirlestur eða ráðstefnu um þessi mál. Þess vegna reynum við að halda ráðstefnu eða málstofu alltaf tvisvar á ári til að halda umræðunni lifandi,“ segir Birta Björnsdóttir hjá ÍBR. Hvernig líður hinsegin ungmennum í íþróttum? Hvernig eru frístundir í Breiðholti? Hvað á að gera þegar kynferðisleg...Posted by UMFÍ - Ungmennafélag Íslands on Þriðjudagur, 2. febrúar 2021 Íþróttir barna Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Sjá meira
Ráðstefnan „Íþróttir fyrir alla“ er hluti af Reykjavíkurleikunum, sem er einn af stærri íþróttaviðburðum ársins. Birta ræðir þar um aðgerðir Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, leiðirnar til að greina frá ofbeldismálum og áreitni innan íþrótta á ráðstefnunni sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Ráðstefnan hefst klukkan 13:00 með opnunarávarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Á eftir fylgja erindi um raddir barna, tilraunaverkefnið „Frístundir í Breiðholti“, Arna Sigríður Albertsdóttir, sem hlaut mænuskaða eftir skíðaslys í Noregi árið 2006 segir frá því hvernig er að fara úr því að stunda skíðaíþróttir í handahjólreiðar, Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ’78 fjallar um líðan hinsegin ungmenna í íþróttum og samkynhneigður Ólympíufari segir frá upplifun sinni. Á síðasta ári gaf ÍBR út bækling um ofbeldi og áreitni í íþróttum. Þar eru upplýsingar um það hvert fólk á að leita ef það hefur orðið fyrir ofbeldi eða áreitni í íþróttum, verkferla fyrir íþróttafélögin um hvað þau eigi að gera komi upp mál af þessum toga, upplýsingar fyrir þá sem taka á móti tilkynningum um ofbeldi og þá sem verða vitni að ofbeldi eða áreitni eða hafa grun um að slík hafi eða eigi sér stað gagnvart íþróttafólki eða iðkendum í íþróttafélagi. Fatlað íþróttafólk eru oftar þolendur kynferðislegs ofbeldis og áreitni en aðrir. Líka hinsegin og kynsegin...Posted by UMFÍ - Ungmennafélag Íslands on Þriðjudagur, 2. febrúar 2021 Ungmennafélags Íslands kynnti ráðstefnuna með viðtali við Birtu á heimasíðu sinni sem Vísir hefur fengið leyfi til að vitna í. „Fatlað íþróttafólk eru oftar þolendur kynferðislegs ofbeldis og áreitni en aðrir. Líka hinsegin og kynsegin íþróttafólk, fólk af erlendum uppruna og afreksíþróttafólk sem er að komast inn á Ólympíuleika eða langt í sinni íþrótt því það upplifir sig oft þurfa að láta allt yfir sig ganga til að ná sínu markmiði. Þetta viljum við ekki. Við viljum tryggja að allir verði í öruggu íþróttaumhverfi,“ segir Birta Björnsdóttir, verkefnisstjóri siðamála hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) í umræddu viðtali. „Við viljum við fá öll þessi mál upp á yfirborðið og að iðkendur hafi vettvang til að geta talað um þau og geti leyst frá skjóðunni ef eitthvað óæskilegt á sér stað,“ segir Birta og bætir við að ÍBR haldi utan um öll mál hjá íþróttafélögunum í Reykjavík. Það eru mismunandi leiðir til fyrir þolendur að koma málum í farveg innan ÍBR, að sögn Birtu. „Sum félög hafa verið að vinna í að leysa sjálf mál sem koma upp hjá þeim. Við mælum ekki með því. Við erum með fagaðila hjá ÍBR sem við sendum inn í íþróttafélögin til að aðstoða þolendur og íþróttafélögin að leysa úr aðkallandi málum, þeim að kostnaðarlausu. En síðan höfum við sent önnur mál til samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi og eineltismál til Æskulýðsvettvangsins,“ segir Birta. Birta segir ávallt aukningu í í tilkynningum þegar ráðstefnur og málstofur sem þessar eru haldnar. „Það koma alltaf mörg mál eftir hverja málstofu, fyrirlestur eða ráðstefnu um þessi mál. Þess vegna reynum við að halda ráðstefnu eða málstofu alltaf tvisvar á ári til að halda umræðunni lifandi,“ segir Birta Björnsdóttir hjá ÍBR. Hvernig líður hinsegin ungmennum í íþróttum? Hvernig eru frístundir í Breiðholti? Hvað á að gera þegar kynferðisleg...Posted by UMFÍ - Ungmennafélag Íslands on Þriðjudagur, 2. febrúar 2021
Íþróttir barna Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Sjá meira