Lífrænt Ísland gæti orðið leiðandi á heimsvísu Svavar Halldórsson skrifar 2. febrúar 2021 10:33 Um þrjátíu ár eru síðan Danir settu sér ítarlega og metnaðarfullu stefnu um lífræna framleiðslu. Markið var sett á að verða í fremstu röð hvað varðar bæði framleiðslu og neyslu á lífrænum vörum. Nú er svo komið að Danmörk er í forystu í veröldinni í neyslu á lífrænt vottuðum matvörum og í farabroddi í framleiðslu. Frændur okkar Svíar sigla þar á eftir en Ísland rekur lestina af Norðurlöndunum samkvæmt nýlegri skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar, hvort sem er í neyslu eða framleiðslu á lífrænt vottuðum matvælum. Ísland eftirbátur Norðurlandanna Aðeins eitt og hálft prósent af ræktarlandi hérlendis er vottað sem lífrænt en meðaltal Norðurlandanna er um 14%. Samkvæmt nýjustu tölum er lífrænt vottað ræktarland í veröldinni komið vel yfir sjötíu milljónir hektara. Næstum helmingurinn er í Ástralíu. Til samanburðar er allt það land sem flokka mætti sem gott ræktarland á Íslandi rúm hálf milljón hektara. Vinir okkar í Liechtenstein eiga þó metið hlutfallslega, en um 40% af ræktarlandi þar er lífrænt vottað. Hratt vaxandi markaður Lífrænt vottaðar vörur njóta vinsælda hjá neytendum vegna þess að þær eru almennt góðar, ekki síst fyrir umhverfið. En verðið til framleiðenda er líka oft á tíðum talsvert hærra. Markaður fyrir lífrænt vottaðar afurðir vex líka hratt og var fyrir Kóvíd kominn yfir sem nemur 13 þúsund milljörðum króna á heimsvísu. Til samanburðar er velta alls íslensks landbúnaðar á bilinu 60 til 70 milljarðar á ári. Stærsti markaður fyrir lífrænar afurðir í veröldinni er í Bandaríkjunum, en í öðru og þriðja sæti eru Þýskaland og Frakkaland. Þau tvö ríki þar sem neysla á lífrænum vörum er mest á hvern íbúa eru Danmörk og Sviss. Lífrænt vex í faraldrinum Aukin meðvitund um heilsu og heilbrigði gerði það að verkum að sala á lífrænum matvælum óx hraðar árið 2020 en nokkru sinni fyrr. Mörg ríki hafa séð tækifæri í lífrænni ræktun og langflestir ræktendur eru á Indlandi, eða rúm milljón af tæpum þremur milljónum á heimsvísu, og ríki eins og Úganda og Eþíópía koma næst. Ekkert land í veröldinni þarf líklega að taka eins fá og stutt skref og Ísland til þess að verða forysturíki í lífrænni framleiðslu. Vart þarf að fjölyrða um hver hagurinn yrði af því, enda sýna öll tiltæk gögn að verðmæti lífrænnar framleiðslu er umtalsvert meira en sambærilegrar framleiðslu sem ekki hefur slíka vottun. Fyrir utan að mikill skortur er á lífrænt vottuðum matvörum á helstu mörkuðum og því varla erfitt að koma þeim í verð. Ákvörðun er fyrsta skrefið Ein af stóru ástæðum þess að lífræn framleiðsla á Íslandi er jafn lítil og raun ber vitni er sú að hér á landi hefur aldrei verið unnin nein stefnumótun á þessu sviði og opinber stuðningur við þennan búskap er í skötulíki. Íslendingar þyrftu ekki að finna upp hjólið til ná forystu meðal þjóða á þessu sviði. Horfa mætti til Dana, Svía og Ástrala um fyrirmyndir og markmið. Þessi ríki hafa t.d. öll lagt mikinn metnað í að hjálpa bændum við að skipta yfir í lífræna ræktun, efla vitund neytenda með fræðslu og setja ákveðið hlutfall lífrænna afurða sem reglu í opinberum innkaupum. Ísland gæti hæglega tekið forystuna Evrópusambandið stefnir að því að 25% ræktarlands verði lífrænt vottað árið 2030 en Danir stefna á 30%. Ísland gæti hæglega sett sér markmið um 40% á sama tímapunkti ef vilji væri fyrir hendi. Á Íslandi er líka kominn tími á að móta nýja landbúnaðarstefnu þar sem þar sem matvælaframleiðsla og umhverfismál eru tvinnuð saman. Slík stefna þarf að vera framsækin, háleit og raunhæf. Markmið um að verða leiðandi ríki í framleiðslu og neyslu á lífrænt vottuðum afurðum eftir áratug fellur vel slíkri stefnu. Það sem þarf er að taka ákvörðun um að grípa tækifærið og standa við hana. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Svavar Halldórsson Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Um þrjátíu ár eru síðan Danir settu sér ítarlega og metnaðarfullu stefnu um lífræna framleiðslu. Markið var sett á að verða í fremstu röð hvað varðar bæði framleiðslu og neyslu á lífrænum vörum. Nú er svo komið að Danmörk er í forystu í veröldinni í neyslu á lífrænt vottuðum matvörum og í farabroddi í framleiðslu. Frændur okkar Svíar sigla þar á eftir en Ísland rekur lestina af Norðurlöndunum samkvæmt nýlegri skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar, hvort sem er í neyslu eða framleiðslu á lífrænt vottuðum matvælum. Ísland eftirbátur Norðurlandanna Aðeins eitt og hálft prósent af ræktarlandi hérlendis er vottað sem lífrænt en meðaltal Norðurlandanna er um 14%. Samkvæmt nýjustu tölum er lífrænt vottað ræktarland í veröldinni komið vel yfir sjötíu milljónir hektara. Næstum helmingurinn er í Ástralíu. Til samanburðar er allt það land sem flokka mætti sem gott ræktarland á Íslandi rúm hálf milljón hektara. Vinir okkar í Liechtenstein eiga þó metið hlutfallslega, en um 40% af ræktarlandi þar er lífrænt vottað. Hratt vaxandi markaður Lífrænt vottaðar vörur njóta vinsælda hjá neytendum vegna þess að þær eru almennt góðar, ekki síst fyrir umhverfið. En verðið til framleiðenda er líka oft á tíðum talsvert hærra. Markaður fyrir lífrænt vottaðar afurðir vex líka hratt og var fyrir Kóvíd kominn yfir sem nemur 13 þúsund milljörðum króna á heimsvísu. Til samanburðar er velta alls íslensks landbúnaðar á bilinu 60 til 70 milljarðar á ári. Stærsti markaður fyrir lífrænar afurðir í veröldinni er í Bandaríkjunum, en í öðru og þriðja sæti eru Þýskaland og Frakkaland. Þau tvö ríki þar sem neysla á lífrænum vörum er mest á hvern íbúa eru Danmörk og Sviss. Lífrænt vex í faraldrinum Aukin meðvitund um heilsu og heilbrigði gerði það að verkum að sala á lífrænum matvælum óx hraðar árið 2020 en nokkru sinni fyrr. Mörg ríki hafa séð tækifæri í lífrænni ræktun og langflestir ræktendur eru á Indlandi, eða rúm milljón af tæpum þremur milljónum á heimsvísu, og ríki eins og Úganda og Eþíópía koma næst. Ekkert land í veröldinni þarf líklega að taka eins fá og stutt skref og Ísland til þess að verða forysturíki í lífrænni framleiðslu. Vart þarf að fjölyrða um hver hagurinn yrði af því, enda sýna öll tiltæk gögn að verðmæti lífrænnar framleiðslu er umtalsvert meira en sambærilegrar framleiðslu sem ekki hefur slíka vottun. Fyrir utan að mikill skortur er á lífrænt vottuðum matvörum á helstu mörkuðum og því varla erfitt að koma þeim í verð. Ákvörðun er fyrsta skrefið Ein af stóru ástæðum þess að lífræn framleiðsla á Íslandi er jafn lítil og raun ber vitni er sú að hér á landi hefur aldrei verið unnin nein stefnumótun á þessu sviði og opinber stuðningur við þennan búskap er í skötulíki. Íslendingar þyrftu ekki að finna upp hjólið til ná forystu meðal þjóða á þessu sviði. Horfa mætti til Dana, Svía og Ástrala um fyrirmyndir og markmið. Þessi ríki hafa t.d. öll lagt mikinn metnað í að hjálpa bændum við að skipta yfir í lífræna ræktun, efla vitund neytenda með fræðslu og setja ákveðið hlutfall lífrænna afurða sem reglu í opinberum innkaupum. Ísland gæti hæglega tekið forystuna Evrópusambandið stefnir að því að 25% ræktarlands verði lífrænt vottað árið 2030 en Danir stefna á 30%. Ísland gæti hæglega sett sér markmið um 40% á sama tímapunkti ef vilji væri fyrir hendi. Á Íslandi er líka kominn tími á að móta nýja landbúnaðarstefnu þar sem þar sem matvælaframleiðsla og umhverfismál eru tvinnuð saman. Slík stefna þarf að vera framsækin, háleit og raunhæf. Markmið um að verða leiðandi ríki í framleiðslu og neyslu á lífrænt vottuðum afurðum eftir áratug fellur vel slíkri stefnu. Það sem þarf er að taka ákvörðun um að grípa tækifærið og standa við hana. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun