„Í alvöru talað, hvað var þetta Jói?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 12:31 Það var örugglega ekki skemmtilegt fyrir Jónatan Þór Magnússon, þjálfara KA, að horfa aftur á lokakafla leiksins á móti Aftureldingu. Vísir/Hulda Margrét KA-menn buðu mögulega upp á klúður ársins í tapleiknum á móti Aftureldingu í KA-húsinu í síðustu umferð Olís deild karla í handbolta. KA-liðið missti frá sér nánast unnin leik á móti Aftureldingu á dögunum en Seinni bylgjan skoðaði betur hvað var í gangi hjá KA-liðinu á þessum afdrifaríku lokamínútum leiksins. Afturelding vann leikinn 25-24 en bæði lið voru að spila sinn fyrsta leik eftir langa hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Henry Birgir Gunnarsson kallaði eftir viðbrögðum frá sérfræðingum sínum í Seinni bylgjunni sem voru þeir Einar Andri Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson að þessu sinni. „Þá var eins og þetta rauða spjald hafi virkað hrikalega illa á KA-menn því KA missti bara allt niður um sig og ég man ekki eftir öðrum eins viðsnúningi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Einars Andra Einarssonar. Klippa: Seinni bylgjan: Klúður ársins hjá KA „Sem gamall þjálfari núna, þá eru þetta leikir sem maður langar ekki að setjast niður og skoða, klippa og greina. Maður er með unnin leik eftir fimmtíu mínútur og þú útskýrir þetta ekkert,“ sagði Einar Andri. „19-15 í 19-22 eftir rauða spjaldið. Í alvöru talað, hvað var þetta Jói,“ spurði Henry Birgir. „Við sáum þarna mikið bara mörkin sem Afturelding skoraði. Þetta voru mikið hraðaupphlaup og Monsi átti þarna stóran hlut. Ég held að hann hafi skorað fimm mörk í röð. Þú varst að tala um það þegar KA-þjálfararnir fara að klippa þetta þá eiga þeir eftir að verða létt tjúllaðir þegar þeir horfa á þennan kafla. Sóknarlína KA bara hrundi. Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir voru 19-15 yfir og voru búnir að vera með forystuna allan tímann. Afturelding var í rosalegum vandræðum og höfðu róterað mikið í sókninni. Þetta var rosalegt ströggl og margir sem voru ekki komnir í gang. KA-menn voru algjörlega með þennan leik í höndunum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson en það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Sjá meira
KA-liðið missti frá sér nánast unnin leik á móti Aftureldingu á dögunum en Seinni bylgjan skoðaði betur hvað var í gangi hjá KA-liðinu á þessum afdrifaríku lokamínútum leiksins. Afturelding vann leikinn 25-24 en bæði lið voru að spila sinn fyrsta leik eftir langa hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Henry Birgir Gunnarsson kallaði eftir viðbrögðum frá sérfræðingum sínum í Seinni bylgjunni sem voru þeir Einar Andri Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson að þessu sinni. „Þá var eins og þetta rauða spjald hafi virkað hrikalega illa á KA-menn því KA missti bara allt niður um sig og ég man ekki eftir öðrum eins viðsnúningi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Einars Andra Einarssonar. Klippa: Seinni bylgjan: Klúður ársins hjá KA „Sem gamall þjálfari núna, þá eru þetta leikir sem maður langar ekki að setjast niður og skoða, klippa og greina. Maður er með unnin leik eftir fimmtíu mínútur og þú útskýrir þetta ekkert,“ sagði Einar Andri. „19-15 í 19-22 eftir rauða spjaldið. Í alvöru talað, hvað var þetta Jói,“ spurði Henry Birgir. „Við sáum þarna mikið bara mörkin sem Afturelding skoraði. Þetta voru mikið hraðaupphlaup og Monsi átti þarna stóran hlut. Ég held að hann hafi skorað fimm mörk í röð. Þú varst að tala um það þegar KA-þjálfararnir fara að klippa þetta þá eiga þeir eftir að verða létt tjúllaðir þegar þeir horfa á þennan kafla. Sóknarlína KA bara hrundi. Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir voru 19-15 yfir og voru búnir að vera með forystuna allan tímann. Afturelding var í rosalegum vandræðum og höfðu róterað mikið í sókninni. Þetta var rosalegt ströggl og margir sem voru ekki komnir í gang. KA-menn voru algjörlega með þennan leik í höndunum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson en það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Sjá meira