„Ætla að vinna eins marga titla og ég get áður en ég hætti í handbolta“ Anton Ingi Leifsson skrifar 29. janúar 2021 19:16 Stefán Rafn er hann ræddi við fréttastofu eftir að blekið var komið á blað á Ásvöllum. stöð 2/skjáskot Stefán Rafn Sigurmannsson kveðst spenntur að spila fyrir Hauka í Olís deild karla á nýjan leik en tilkynnt var í dag hornamaðurinn knái hefði samið við uppeldisfélagið. Hann ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttir í Sportpakka kvöldsins. Stefán Rafn fékk samningi sínum við Pick Szeged í Ungverjalandi rift í ársbyrjun. Hann hefur glímt við erfið meiðsli í il undanfarna mánuði en er nú snúinn aftur á uppeldisslóðirnar í Hafnarfirði. „Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Það er bara eitt lið á Íslandi hjá minni fjölskyldu og mér svo mér dettur ekki í hug að fara eitthvað annað en hingað,“ sagði Stefán Rafn. „Meiðslin taka einhvern tíma. Ég geri það eins vel og ég get að ná mér hundrað prósent. Við sjáum hvenær það verður. Hvort að það verði eftir mánuð eða tvo eða eina viku. Þetta er hægt en gengur ágætlega.“ „Staðan í dag er fín. Það kom bakslag fyrir þremur eða fjórum vikum. Ég fór í sprautu á mánudaginn en verðum svo bara sjá og taka einn dag í einu.“ Hann ætlar ekki að setja neina tímapressu á sjálfan sig, hvenær hann ætli að snúa aftur inn á völlinn. „Ég ætla ekki að setja neina pressu en við sjáum hvernig þetta fer. Auðvitað vonast ég til þess að þetta komist í lag sem fyrst og ég geti farið að spila handbolta.“ „Það er hundleiðinlegt að koma á æfingar, hvort sem það er hér eða annars staðar, og horfa á endalaust. Ég vona að þetta komist í lag sem fyrst,“ segir Stefán sem er glaður að vera kominn aftur í Hauka. „Ásvellir eru mitt annað heimili og var það alltaf. Ég er mjög glaður að vera kominn hingað. Vinir mínir eru hérna og það eru mjög spennandi tímar framundan.“ Aðspurður um hvort að hugurinn leiti út á nýjan leik svaraði hornamaðurinn knái: „Ég er kominn í Hauka til þess að gefa allt í þetta. Ég er mjög glaður með þá ákvörðun. Þetta var mjög skemmtilegur tími í atvinnumennsku en nú er kominn annar tími fyrir mig í lífinu. Það er að koma heim í Hauka og reyna vinna eins marga titla og ég get áður en ég hætti í handbolta,“ sagði Stefán. Klippa: Sportpakkinn - Stefán Rafn um komuna í Hauka Valur Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Stefán Rafn fékk samningi sínum við Pick Szeged í Ungverjalandi rift í ársbyrjun. Hann hefur glímt við erfið meiðsli í il undanfarna mánuði en er nú snúinn aftur á uppeldisslóðirnar í Hafnarfirði. „Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Það er bara eitt lið á Íslandi hjá minni fjölskyldu og mér svo mér dettur ekki í hug að fara eitthvað annað en hingað,“ sagði Stefán Rafn. „Meiðslin taka einhvern tíma. Ég geri það eins vel og ég get að ná mér hundrað prósent. Við sjáum hvenær það verður. Hvort að það verði eftir mánuð eða tvo eða eina viku. Þetta er hægt en gengur ágætlega.“ „Staðan í dag er fín. Það kom bakslag fyrir þremur eða fjórum vikum. Ég fór í sprautu á mánudaginn en verðum svo bara sjá og taka einn dag í einu.“ Hann ætlar ekki að setja neina tímapressu á sjálfan sig, hvenær hann ætli að snúa aftur inn á völlinn. „Ég ætla ekki að setja neina pressu en við sjáum hvernig þetta fer. Auðvitað vonast ég til þess að þetta komist í lag sem fyrst og ég geti farið að spila handbolta.“ „Það er hundleiðinlegt að koma á æfingar, hvort sem það er hér eða annars staðar, og horfa á endalaust. Ég vona að þetta komist í lag sem fyrst,“ segir Stefán sem er glaður að vera kominn aftur í Hauka. „Ásvellir eru mitt annað heimili og var það alltaf. Ég er mjög glaður að vera kominn hingað. Vinir mínir eru hérna og það eru mjög spennandi tímar framundan.“ Aðspurður um hvort að hugurinn leiti út á nýjan leik svaraði hornamaðurinn knái: „Ég er kominn í Hauka til þess að gefa allt í þetta. Ég er mjög glaður með þá ákvörðun. Þetta var mjög skemmtilegur tími í atvinnumennsku en nú er kominn annar tími fyrir mig í lífinu. Það er að koma heim í Hauka og reyna vinna eins marga titla og ég get áður en ég hætti í handbolta,“ sagði Stefán. Klippa: Sportpakkinn - Stefán Rafn um komuna í Hauka
Valur Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira