Harry Kamian mættur í bandaríska sendiráðið Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2021 14:42 Harry Kamian segist hlakka til að kynnast Íslendingum. Skjáskot Harry Kamian hefur tekið við sem forstöðumaður bandaríska sendiráðsins á Íslandi en Jeffrey Ross Gunter lauk störfum sem sendiherra Bandaríkjanna þann 20. janúar síðastliðinn. Gegnir Kamian þar með stöðu staðgengils sendiherra þangað til nýr hefur verið skipaður í embættið. Greint er frá þessu á vef sendiráðsins en Kamian tók við stöðu forstöðumanns þann 24. janúar. „Ég er spenntur fyrir því að vera á Íslandi og hlakka til að kynnast landinu og hitta eins marga Íslendinga og hægt er á næstu mánuðum. Ég hyggst dýpka sterkt og árangursríkt samband Bandaríkjanna og Íslands enn frekar,“ er haft eftir Kaimian á Facebook-síðu sendiráðsins. Fram kemur á heimasíðu þess að Kamian hafi síðast starfað sem varasendiherra og staðgengill fastafulltrúa Bandaríkjanna gagnvart Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu frá 2017 fram til ágúst í fyrra. Kamian hefur unnið hjá bandaríska utanríkisráðuneytinu frá árinu 2013 og meðal annars unnið í Víetnam, Síle, Tyrklandi, Kúbu og El Salvador. Alls hefur hann starfað í 28 ár við utanríkisþjónustu. Hann er með mastersgráðu í utanríkisþjónustu frá Georgetown-háskóla og BA-gráðu í alþjóðatengslum og spænsku frá University of California, Davis. Harry er giftur Robin Dunnigan, sem hefur einnig starfað á vegum utanríkisþjónustunnar, og eiga þau saman tvö börn. Sakaði Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Jeffrey Ross Gunter, fyrrverandi sendiherra, var tilnefndur af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, og vakti meiri athygli í starfi sínu hér á landi en margir forverar hans. Í sumar greindi fréttastofa CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að sendiherrann vildi bera byssu á Íslandi og hefði óskað eftir aukinni öryggisgæslu, þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi tilkynnt honum að hann væri ekki í hættu. Í október síðastliðnum sakaði bandaríska sendiráðið svo Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ í færslu á Facebook-síðu sinni. Færslan kom í kjölfar fréttar á vef blaðsins um að starfsmaður sendiráðsins hafi greinst með Covid-19 áður en flutningi lauk í ný húsakynni þess við Laufásveg. Sendiráðið hafnaði því og sagði íslenskan starfsmann hafa smitast „löngu eftir“ að nýja sendiráðið hefði verið vígt. Fréttablaðið stóð við fréttaflutning sinn en starfsmenn sendiráðsins afturkölluðu samdægurs boð miðilsins í hringborðsumræður í sendiráðinu. Ötull stuðningsmaður Trumps Fyrir þetta olli Gunter fjaðrafoki þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“ í júlí og brugðust margir illa við þeim ummælum hans. Í kjölfarið söfnuðu Bandaríkjamenn á Íslandi undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa sendiherranum úr landi. Gunter er virkur meðlimur í Repúblikanaflokknum, hefur verið ötull stuðningsmaður Trumps og meðal annars stutt framboð hans fjárhagslega. Hann var fyrir skipun sína reynslulaus sem erindreki en hafði um árabil starfað sem húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Bandaríkin Utanríkismál Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. 9. nóvember 2020 19:42 Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. 31. október 2020 20:53 Ritstjórinn undrandi og lokað á Fréttablaðið Ritstjóri Fréttablaðsins segir það vekja furðu að sendifulltrúi erlends ríkis reyni að grafa undan fréttaflutning frjáls fjölmiðils líkt og bandaríska sendiráðið gerði með Facebook-færslu þar sem blaðið var sakað um „falsfréttir“. 30. október 2020 16:00 Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
„Ég er spenntur fyrir því að vera á Íslandi og hlakka til að kynnast landinu og hitta eins marga Íslendinga og hægt er á næstu mánuðum. Ég hyggst dýpka sterkt og árangursríkt samband Bandaríkjanna og Íslands enn frekar,“ er haft eftir Kaimian á Facebook-síðu sendiráðsins. Fram kemur á heimasíðu þess að Kamian hafi síðast starfað sem varasendiherra og staðgengill fastafulltrúa Bandaríkjanna gagnvart Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu frá 2017 fram til ágúst í fyrra. Kamian hefur unnið hjá bandaríska utanríkisráðuneytinu frá árinu 2013 og meðal annars unnið í Víetnam, Síle, Tyrklandi, Kúbu og El Salvador. Alls hefur hann starfað í 28 ár við utanríkisþjónustu. Hann er með mastersgráðu í utanríkisþjónustu frá Georgetown-háskóla og BA-gráðu í alþjóðatengslum og spænsku frá University of California, Davis. Harry er giftur Robin Dunnigan, sem hefur einnig starfað á vegum utanríkisþjónustunnar, og eiga þau saman tvö börn. Sakaði Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Jeffrey Ross Gunter, fyrrverandi sendiherra, var tilnefndur af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, og vakti meiri athygli í starfi sínu hér á landi en margir forverar hans. Í sumar greindi fréttastofa CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að sendiherrann vildi bera byssu á Íslandi og hefði óskað eftir aukinni öryggisgæslu, þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi tilkynnt honum að hann væri ekki í hættu. Í október síðastliðnum sakaði bandaríska sendiráðið svo Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ í færslu á Facebook-síðu sinni. Færslan kom í kjölfar fréttar á vef blaðsins um að starfsmaður sendiráðsins hafi greinst með Covid-19 áður en flutningi lauk í ný húsakynni þess við Laufásveg. Sendiráðið hafnaði því og sagði íslenskan starfsmann hafa smitast „löngu eftir“ að nýja sendiráðið hefði verið vígt. Fréttablaðið stóð við fréttaflutning sinn en starfsmenn sendiráðsins afturkölluðu samdægurs boð miðilsins í hringborðsumræður í sendiráðinu. Ötull stuðningsmaður Trumps Fyrir þetta olli Gunter fjaðrafoki þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“ í júlí og brugðust margir illa við þeim ummælum hans. Í kjölfarið söfnuðu Bandaríkjamenn á Íslandi undirskriftum og hvöttu íslensk stjórnvöld til þess að vísa sendiherranum úr landi. Gunter er virkur meðlimur í Repúblikanaflokknum, hefur verið ötull stuðningsmaður Trumps og meðal annars stutt framboð hans fjárhagslega. Hann var fyrir skipun sína reynslulaus sem erindreki en hafði um árabil starfað sem húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu.
Bandaríkin Utanríkismál Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. 9. nóvember 2020 19:42 Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. 31. október 2020 20:53 Ritstjórinn undrandi og lokað á Fréttablaðið Ritstjóri Fréttablaðsins segir það vekja furðu að sendifulltrúi erlends ríkis reyni að grafa undan fréttaflutning frjáls fjölmiðils líkt og bandaríska sendiráðið gerði með Facebook-færslu þar sem blaðið var sakað um „falsfréttir“. 30. október 2020 16:00 Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. 9. nóvember 2020 19:42
Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. 31. október 2020 20:53
Ritstjórinn undrandi og lokað á Fréttablaðið Ritstjóri Fréttablaðsins segir það vekja furðu að sendifulltrúi erlends ríkis reyni að grafa undan fréttaflutning frjáls fjölmiðils líkt og bandaríska sendiráðið gerði með Facebook-færslu þar sem blaðið var sakað um „falsfréttir“. 30. október 2020 16:00
Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. 5. október 2020 13:30
Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15