Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2021 12:45 Frumniðurstöðurnar gefa ástæðu til bjartsýni en beðið er frekari rannsókna. Getty/Kay Nietfeld Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. Niðurstöður rannsóknar á vegum Pfizer benda til að stökkbreytingarnar hafi lítil áhrif á virkni mótefnanna sem líkaminn myndar eftir bólusetningu. Niðurstöðurnar byggja á rannsókn á blóðsýnum úr tuttugu einstaklingum sem höfðu verið bólusettir með bóluefni Pfizer og BioNTech. Samkvæmt frumniðurstöðunum, sem hafa ekki enn hlotið faglega jafningarýni, voru mótefnin örlítið minna áhrifarík gegn stökkbreytingunum á afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta virknina með vissu. Wall Street Journal greinir frá niðurstöðunum en áður hafði verið greint frá því að útlit væri fyrir að bóluefnið virkaði vel gegn breska afbrigðinu. Pfizer hefur gefið út að nýju niðurstöðurnar bendi til þess að Pfizer og BioNTech þurfi ekki að þróa nýtt bóluefni vegna tilkomu nýju afbrigðanna. Þó segjast fyrirtækin vera viðbúin ef þau þurfa síðar að bregðast við stökkbreytingu sem reynist ónæm fyrir bóluefni þeirra. Fylgjast náið með þremur nýjum afbrigðum Nokkrar áhyggjur eru uppi um nýju kórónuveiruafbrigðin sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku og keppast vísindamenn nú við að meta hvort bóluefni og lyfjameðferðir virki eins vel gegn stökkbreytingunum. Niðurstöður Pfizer eru í samræmi við aðrar frumniðurstöður en fyrr í vikunni var greint frá því að útlit væri fyrir bóluefni Moderna við Covid-19 virki sömuleiðis gegn áðurnefndum afbrigðum. Líkt og í tilfelli Pfizer bóluefnisins er þó frekari rannsókna þörf til þess að staðfesta að svo sé tilfellið hjá fólki sem hefur verið bólusett. Nýju afbrigðin smitast nú hratt milli fólks í fjölmörgum löndum en auk breska og suðurafríska afbrigðisins eru áhyggjur uppi um nýtt brasilískt afbrigði sem veldur nú usla. Talið er að stökkbreytingar á brottprótínum geri það að verkum að veirurnar eigi auðveldara með að ráðast á frumur líkamans en önnur afbrigði. Mest hefur verið fjallað um breska afbrigðið en sumir sérfræðingar telja að það geti verið allt að sjötíu prósent meira smitandi en eldri afbrigði. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar á vegum Pfizer benda til að stökkbreytingarnar hafi lítil áhrif á virkni mótefnanna sem líkaminn myndar eftir bólusetningu. Niðurstöðurnar byggja á rannsókn á blóðsýnum úr tuttugu einstaklingum sem höfðu verið bólusettir með bóluefni Pfizer og BioNTech. Samkvæmt frumniðurstöðunum, sem hafa ekki enn hlotið faglega jafningarýni, voru mótefnin örlítið minna áhrifarík gegn stökkbreytingunum á afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta virknina með vissu. Wall Street Journal greinir frá niðurstöðunum en áður hafði verið greint frá því að útlit væri fyrir að bóluefnið virkaði vel gegn breska afbrigðinu. Pfizer hefur gefið út að nýju niðurstöðurnar bendi til þess að Pfizer og BioNTech þurfi ekki að þróa nýtt bóluefni vegna tilkomu nýju afbrigðanna. Þó segjast fyrirtækin vera viðbúin ef þau þurfa síðar að bregðast við stökkbreytingu sem reynist ónæm fyrir bóluefni þeirra. Fylgjast náið með þremur nýjum afbrigðum Nokkrar áhyggjur eru uppi um nýju kórónuveiruafbrigðin sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku og keppast vísindamenn nú við að meta hvort bóluefni og lyfjameðferðir virki eins vel gegn stökkbreytingunum. Niðurstöður Pfizer eru í samræmi við aðrar frumniðurstöður en fyrr í vikunni var greint frá því að útlit væri fyrir bóluefni Moderna við Covid-19 virki sömuleiðis gegn áðurnefndum afbrigðum. Líkt og í tilfelli Pfizer bóluefnisins er þó frekari rannsókna þörf til þess að staðfesta að svo sé tilfellið hjá fólki sem hefur verið bólusett. Nýju afbrigðin smitast nú hratt milli fólks í fjölmörgum löndum en auk breska og suðurafríska afbrigðisins eru áhyggjur uppi um nýtt brasilískt afbrigði sem veldur nú usla. Talið er að stökkbreytingar á brottprótínum geri það að verkum að veirurnar eigi auðveldara með að ráðast á frumur líkamans en önnur afbrigði. Mest hefur verið fjallað um breska afbrigðið en sumir sérfræðingar telja að það geti verið allt að sjötíu prósent meira smitandi en eldri afbrigði.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54
Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29
Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27
Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02