Hvers vegna drukknar fólk í vöktuðum sundlaugum? Hafþór B. Guðmundsson skrifar 27. janúar 2021 22:17 Undanfarin 10 ár hafa orðið þó nokkur drukknunarslys í vöktuðum sundlaugum sem leitt hafa til dauða of margra einstaklinga. Til allrar hamingju hefur þó í mörgum tilfellum tekist að koma í veg fyrir fleiri dauðaslys vegna skjótra aðgerða þjálfaðra starfsmanna og gesta sundlauganna. Í kennslumöppu Rauða Kross Íslands, Skyndihjálp og björgun, eru taldar upp þrjár meginástæður drukknunar í vöktuðum sundlaugum: Laugarvörður ber ekki kennsl á ósjálfráð viðbrögð drukknunar. Laugarvörður fer að sinna öðrum skyldum og enginn leysir hann af. Truflun frá vöku og vaktsvæði t.d. viðræður við sundlaugargest, farsímanotkun eða slíkt. Utanaðkomandi aðstæður á borð við til dæmis sjúkdóma eða önnur veikindi geta valdið slysi en það breytir þó ekki þeirri staðreynd að dauði vegna drukknunar á ekki að eiga sér stað í vaktaðri sundlaug þar sem sundlaugarvörður er ráðinn til þess eins að gæta öryggis gesta og hefur því hlotið tilskilda þjálfun til að bjarga úr laug eða vatni og veita fyrstu hjálp. Til þess þarf að fylgjast stöðugt með gestum, öryggistækjum og búnaði þannig að hægt verði að bregðast við á örskammri stundu til að ná einstaklingi upp úr lauginni og fyrirbyggja dauða vegna drukknunar. Það segir sig því sjálft að starf sundlaugarvarðar krefst mikillar ábyrgðar sem kallar á öra hvíld og vel skipulögð vaktskipti innan vinnutíma til þess að koma í veg fyrir skort á árvekni. Það er því allrar athygli vert að í ákveðnum tilfellum virðist það vera svo, að dauði vegna drukknunar verður vegna þess að sundlaugargestur hefur legið undir vatnsyfirborði og/eða á botni sundlaugar í 4–6 mínútur án þess að nokkur verði þess var, sem er algjörlega óásættanlegt. Allir leiðbeinendur sem sjá um þjálfun sundlaugavarða er skylt að fara á endurmenntunarnámskeið á þriggja ára fresti samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytis og fylgt eftir af Umhverfisstofnun (UST). UST hefur hins vegar ekki haldið nein slík námskeið frá árinu 2010, aðeins framlengt gildi leiðbeinendaskírteina, fyrst til 2014, þá til 2017 og nú síðast átti að vera tilbúið kennsluefni og námskeið í janúar 2021. Þrátt fyrir margar áskoranir leiðbeinenda, þar á meðal undirritaðs, beiðnir um námskeið og jafnvel boð um aðstoð við að koma þessum málum í lag hefur lítið gerst. Það er því sorglegt að heyra sérfræðing UST koma fram í viðtölum og lýsa því yfir að þessi málaflokkur sé í góðu lagi. (Reykjavík síðdegis, Bylgjunni, 26.01) Töluverðar breytingar hafa orðið á björgunarþáttum og reglum er varða umgengni, öryggisþætti og björgunarbúnað við sundlaugar. Þeir sem starfa við þennan málaflokk hjá Háskóla Íslands og Háskólanum íReykjavíkur eru vel í stakk búnir til kennslu vegna rannsóknartengsla við þá sem vinna að þessum málum á Norðurlöndum og í Evrópu (ILSE), fyrir nemendur í íþrótta- og heilsufræði. Það verður þó að gera ráð fyrir því að forstöðumenn sundlauga leggi metnað sinn í að öryggismál séu eins góð og kostur er með því að fylgja tilmælum sem fram koma í Öryggishandbók UST fyrir sund- og baðstaði frá 2013, en enn betur má ef duga skal. Höfundur er lektor við Íþrótta- og heilsufræði Háskóla Íslands með sérhæfingu á sviði sund- og björgunarmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundlaugar Tengdar fréttir Sundhöllin er með skynjara sem sendir viðbragð ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni Sundhöll Reykjavíkur er með eftirlitskerfi í innilaug sem sendir frá sér viðvörun ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni laugarinnar. Fyrirtækið Swimeye sem selur búnaðinn segir búnaðinn bregðast fyrr við en sundlaugarverðir. Faðir manns sem lést eftir að hafa legið á botni sundlaugarinnar á fimmtudag veltir fyrir sér hvað fór úrskeiðis. 26. janúar 2021 13:18 „Hann var einfaldlega perla þessi drengur“ Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör. 25. janúar 2021 19:45 Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28 Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin 10 ár hafa orðið þó nokkur drukknunarslys í vöktuðum sundlaugum sem leitt hafa til dauða of margra einstaklinga. Til allrar hamingju hefur þó í mörgum tilfellum tekist að koma í veg fyrir fleiri dauðaslys vegna skjótra aðgerða þjálfaðra starfsmanna og gesta sundlauganna. Í kennslumöppu Rauða Kross Íslands, Skyndihjálp og björgun, eru taldar upp þrjár meginástæður drukknunar í vöktuðum sundlaugum: Laugarvörður ber ekki kennsl á ósjálfráð viðbrögð drukknunar. Laugarvörður fer að sinna öðrum skyldum og enginn leysir hann af. Truflun frá vöku og vaktsvæði t.d. viðræður við sundlaugargest, farsímanotkun eða slíkt. Utanaðkomandi aðstæður á borð við til dæmis sjúkdóma eða önnur veikindi geta valdið slysi en það breytir þó ekki þeirri staðreynd að dauði vegna drukknunar á ekki að eiga sér stað í vaktaðri sundlaug þar sem sundlaugarvörður er ráðinn til þess eins að gæta öryggis gesta og hefur því hlotið tilskilda þjálfun til að bjarga úr laug eða vatni og veita fyrstu hjálp. Til þess þarf að fylgjast stöðugt með gestum, öryggistækjum og búnaði þannig að hægt verði að bregðast við á örskammri stundu til að ná einstaklingi upp úr lauginni og fyrirbyggja dauða vegna drukknunar. Það segir sig því sjálft að starf sundlaugarvarðar krefst mikillar ábyrgðar sem kallar á öra hvíld og vel skipulögð vaktskipti innan vinnutíma til þess að koma í veg fyrir skort á árvekni. Það er því allrar athygli vert að í ákveðnum tilfellum virðist það vera svo, að dauði vegna drukknunar verður vegna þess að sundlaugargestur hefur legið undir vatnsyfirborði og/eða á botni sundlaugar í 4–6 mínútur án þess að nokkur verði þess var, sem er algjörlega óásættanlegt. Allir leiðbeinendur sem sjá um þjálfun sundlaugavarða er skylt að fara á endurmenntunarnámskeið á þriggja ára fresti samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytis og fylgt eftir af Umhverfisstofnun (UST). UST hefur hins vegar ekki haldið nein slík námskeið frá árinu 2010, aðeins framlengt gildi leiðbeinendaskírteina, fyrst til 2014, þá til 2017 og nú síðast átti að vera tilbúið kennsluefni og námskeið í janúar 2021. Þrátt fyrir margar áskoranir leiðbeinenda, þar á meðal undirritaðs, beiðnir um námskeið og jafnvel boð um aðstoð við að koma þessum málum í lag hefur lítið gerst. Það er því sorglegt að heyra sérfræðing UST koma fram í viðtölum og lýsa því yfir að þessi málaflokkur sé í góðu lagi. (Reykjavík síðdegis, Bylgjunni, 26.01) Töluverðar breytingar hafa orðið á björgunarþáttum og reglum er varða umgengni, öryggisþætti og björgunarbúnað við sundlaugar. Þeir sem starfa við þennan málaflokk hjá Háskóla Íslands og Háskólanum íReykjavíkur eru vel í stakk búnir til kennslu vegna rannsóknartengsla við þá sem vinna að þessum málum á Norðurlöndum og í Evrópu (ILSE), fyrir nemendur í íþrótta- og heilsufræði. Það verður þó að gera ráð fyrir því að forstöðumenn sundlauga leggi metnað sinn í að öryggismál séu eins góð og kostur er með því að fylgja tilmælum sem fram koma í Öryggishandbók UST fyrir sund- og baðstaði frá 2013, en enn betur má ef duga skal. Höfundur er lektor við Íþrótta- og heilsufræði Háskóla Íslands með sérhæfingu á sviði sund- og björgunarmála.
Sundhöllin er með skynjara sem sendir viðbragð ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni Sundhöll Reykjavíkur er með eftirlitskerfi í innilaug sem sendir frá sér viðvörun ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni laugarinnar. Fyrirtækið Swimeye sem selur búnaðinn segir búnaðinn bregðast fyrr við en sundlaugarverðir. Faðir manns sem lést eftir að hafa legið á botni sundlaugarinnar á fimmtudag veltir fyrir sér hvað fór úrskeiðis. 26. janúar 2021 13:18
„Hann var einfaldlega perla þessi drengur“ Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör. 25. janúar 2021 19:45
Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun