Ósannað að aðstoð við mæðgur sem komu til landsins hafi verið refsiverð Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2021 15:30 Mægurnar komu með flugi til Keflavíkur frá Spáni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað tvo af ákæru um að hafa skipulagt og aðstoðað konu og tvær dætur hennar að koma ólöglega til Íslands í þeim tilgangi að sækja um hæli hér á landi. Í ákæru kom fram að mennirnir hafi útbúið og fengið staðfest hjá sýslumanni boðsbréf fyrir mæðgurnar og greitt hluta ferðakostnaðar þeirra mæðgna til Íslands. Voru mennirnir með háttsemi sinni taldir af ákæruvaldinu hafa gerst brotlegir við lög um útlendinga með því að aðstoða mæðgurnar við að koma ólöglega til Íslands og sækja um hæli hérlendis. Stöðvuð við almennt umferðareftirlit Í dómnum kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi í júní 2019 stöðvað bíl við almennt umferðareftirlit, en í framsæti bílsins hafi verið ákærðu og mæðgurnar í aftursæti. Móðirin sagðist þá vera nýkomin til landsins ásamt dætrum sínum frá Spáni og hafi ætlað að ferðast með þeim um landið í einn mánuð. Sagði hún annan hinna ákærðu hafa verið vin sinn sem hafi boðið þeim mæðgum til landsins. Hjá lögreglu hafi þá vaknað grunur um að ákærðu hefðu aðstoðað mæðgurnar við að komast ólöglega til Íslands í þeim tilgangi að sækja hér um hæli. Voru þau því flutt á lögreglustöð þar sem móðirin sótti um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir sig og dæturnar. Ákæruvaldið dró í land Í upphaflegri ákæru kom fram að mennirnir hafi útbúið boðsbréf „í þeim tilgangi að þær fengju vegabréfsáritun sem ferðamenn til Íslands“, en við upphaf málflutnings ákvað sækjandi hins vegar að falla frá þeim lið ákærunnar. Í niðurstöðu dómsins segir að með því að falla frá þeim lið megi segja að ákæruvaldið hafi dregið töluvert í land í lýsingu á hinni meintu refsiverðu háttsemi ákærðu. Eftir breytinguna standi aðeins eftir að brot ákærðu sé talið felast í því að hafa skipulagt og/eða aðstoðað mæðgurnar við að koma til Íslands. Hafi sú aðstoð verið fólgin í því að útbúa boðsbréf og greiða hluta ferðakostnaðar þeirra, en með því hafi ákærðu aðstoðað mæðgurnar við að koma ólöglega til Íslands og sækja um hæli hér á landi. Boðsbréfið ekki skilyrði fyrir að þær kæmust til Íslands Hinir ákærðu könnuðust við að hafa útbúið boðsbréf fyrir mæðgurnar í þeim tilgangi að þær kæmust frá heimalandi sínu og til Spánar. Þá hafi annar ákærðu einnig greitt fyrir farmiðana samkvæmt beiðni hins sem ákærður var í málinu. Þeir neituðu því hins vegar báðir að hafa með ólöglegum hætti skipulagt ferð mæðgnanna hingað til lands og hvað þá gert það í þeim tilgangi að þær myndu sækja um hæli hér á landi. „Ekki liggur fyrir að umrætt boðsbréf hafi verið algert skilyrði fyrir því að þær mæðgur kæmust hingað til lands og ekki verður séð að það að greiða farmiða fyrir þær frá Spáni til Íslands hafi verið ólöglegt eins og atvikum málsins er háttað. En ekki verður annað séð en mæðgurnar hafi ferðast hingað til lands á eigin nöfnum, með eigin vegabréf og þá verður ekki séð að ákærðu hafi aðhafast eitthvað í þá átt að villa um fyrir yfirvöldum beinlínis í þeim tilgangi að koma mæðgunum ólöglega til Íslands. En líkur standa til þess að mæðgurnar hefðu getað komið hingað til lands án þess að ákærðu hefðu aðstoðað þær með einhverjum hætti hefðu þær haft fjármuni til að greiða fargjaldið frá Spáni til Íslands. Því verður ekki fullyrt að ákærðu hafi aðstoðað mæðgurnar með ólöglegum hætti við að koma hingað til lands í þeim tilgangi að sækja hér um hæli og þar með gerst sekir um refsiverða háttsemi,“ segir í dómnum. Dómurinn lítur einnig til þess að í ákvæði útlendingalaga, sem meint brot ákærðu var talið varða við, sé því ekki lýst í hverju sú aðstoð geti verið fólgin sem telst refsiverð í skilningi ákvæðisins. „Því verður það að vera hafið yfir allan vafa að sú háttsemi, sem er talin varða við ákvæðið, geti talist refsiverð.“ Því séu ákærðu báðir sýknaðir af refsikröfu ákæruvaldsins í málinu. Allur sakarkostnaður skal greiddur úr ríkissjóði, þar með talin laun og ferðakostnaður verjenda, auk túlkaþjónustu. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira
Í ákæru kom fram að mennirnir hafi útbúið og fengið staðfest hjá sýslumanni boðsbréf fyrir mæðgurnar og greitt hluta ferðakostnaðar þeirra mæðgna til Íslands. Voru mennirnir með háttsemi sinni taldir af ákæruvaldinu hafa gerst brotlegir við lög um útlendinga með því að aðstoða mæðgurnar við að koma ólöglega til Íslands og sækja um hæli hérlendis. Stöðvuð við almennt umferðareftirlit Í dómnum kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi í júní 2019 stöðvað bíl við almennt umferðareftirlit, en í framsæti bílsins hafi verið ákærðu og mæðgurnar í aftursæti. Móðirin sagðist þá vera nýkomin til landsins ásamt dætrum sínum frá Spáni og hafi ætlað að ferðast með þeim um landið í einn mánuð. Sagði hún annan hinna ákærðu hafa verið vin sinn sem hafi boðið þeim mæðgum til landsins. Hjá lögreglu hafi þá vaknað grunur um að ákærðu hefðu aðstoðað mæðgurnar við að komast ólöglega til Íslands í þeim tilgangi að sækja hér um hæli. Voru þau því flutt á lögreglustöð þar sem móðirin sótti um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir sig og dæturnar. Ákæruvaldið dró í land Í upphaflegri ákæru kom fram að mennirnir hafi útbúið boðsbréf „í þeim tilgangi að þær fengju vegabréfsáritun sem ferðamenn til Íslands“, en við upphaf málflutnings ákvað sækjandi hins vegar að falla frá þeim lið ákærunnar. Í niðurstöðu dómsins segir að með því að falla frá þeim lið megi segja að ákæruvaldið hafi dregið töluvert í land í lýsingu á hinni meintu refsiverðu háttsemi ákærðu. Eftir breytinguna standi aðeins eftir að brot ákærðu sé talið felast í því að hafa skipulagt og/eða aðstoðað mæðgurnar við að koma til Íslands. Hafi sú aðstoð verið fólgin í því að útbúa boðsbréf og greiða hluta ferðakostnaðar þeirra, en með því hafi ákærðu aðstoðað mæðgurnar við að koma ólöglega til Íslands og sækja um hæli hér á landi. Boðsbréfið ekki skilyrði fyrir að þær kæmust til Íslands Hinir ákærðu könnuðust við að hafa útbúið boðsbréf fyrir mæðgurnar í þeim tilgangi að þær kæmust frá heimalandi sínu og til Spánar. Þá hafi annar ákærðu einnig greitt fyrir farmiðana samkvæmt beiðni hins sem ákærður var í málinu. Þeir neituðu því hins vegar báðir að hafa með ólöglegum hætti skipulagt ferð mæðgnanna hingað til lands og hvað þá gert það í þeim tilgangi að þær myndu sækja um hæli hér á landi. „Ekki liggur fyrir að umrætt boðsbréf hafi verið algert skilyrði fyrir því að þær mæðgur kæmust hingað til lands og ekki verður séð að það að greiða farmiða fyrir þær frá Spáni til Íslands hafi verið ólöglegt eins og atvikum málsins er háttað. En ekki verður annað séð en mæðgurnar hafi ferðast hingað til lands á eigin nöfnum, með eigin vegabréf og þá verður ekki séð að ákærðu hafi aðhafast eitthvað í þá átt að villa um fyrir yfirvöldum beinlínis í þeim tilgangi að koma mæðgunum ólöglega til Íslands. En líkur standa til þess að mæðgurnar hefðu getað komið hingað til lands án þess að ákærðu hefðu aðstoðað þær með einhverjum hætti hefðu þær haft fjármuni til að greiða fargjaldið frá Spáni til Íslands. Því verður ekki fullyrt að ákærðu hafi aðstoðað mæðgurnar með ólöglegum hætti við að koma hingað til lands í þeim tilgangi að sækja hér um hæli og þar með gerst sekir um refsiverða háttsemi,“ segir í dómnum. Dómurinn lítur einnig til þess að í ákvæði útlendingalaga, sem meint brot ákærðu var talið varða við, sé því ekki lýst í hverju sú aðstoð geti verið fólgin sem telst refsiverð í skilningi ákvæðisins. „Því verður það að vera hafið yfir allan vafa að sú háttsemi, sem er talin varða við ákvæðið, geti talist refsiverð.“ Því séu ákærðu báðir sýknaðir af refsikröfu ákæruvaldsins í málinu. Allur sakarkostnaður skal greiddur úr ríkissjóði, þar með talin laun og ferðakostnaður verjenda, auk túlkaþjónustu.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira