Dansleikurinn reyndist íþróttaviðburður með tilboði á næsta bar Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 27. janúar 2021 12:01 „Forsetinn er þægilegt kaffihús og bar,“ eins og segir á Facebook-síðu staðarins. Forsetinn Hátt í 25 geta búist við kæru fyrir brot á sóttvarnalögum eftir að lögregla leysti upp danssamkvæmi í miðborg Reykjavíkur í gær þar sem áfengi var haft við hönd. Áfengið hafði verið borið út af nálægum veitingastað, sem er brot á áfengislögum. Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um að verið væri að bera áfengi út af veitingastaðnum Forsetanum á Laugavegi yfir í nærliggjandi hús. „Við förum á staðinn og það kemur í ljós að það er einhver sem stendur fyrir einhvers konar dansæfingu í húsnæði sem er við hliðina á veitingahúsi. Sá vill meina að um íþróttaviðburð sé að ræða og það megi því vera með 50 manns þarna, þar sem samkvæmisdans sé íþrótt,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Lögreglan taldi 22 á staðnum sem voru að drekka, dansa og skemmta sér. „Það er einn nefndur á nafn sem kvaðst standa fyrir þessu uppátæki og taldi sig vera með fullt leyfi til þess af því að um íþróttaviðburð væri að ræða. En áfengi og íþróttir fara nú ekki saman held ég,“ segir Jóhann Karl. Þeir sem komu að danssamkvæminu geta búist við sektum fyrir brot á samkomubanni sem geta numið frá 50 og upp í 500 þúsund krónur. Forsetinn er til húsa við Laugaveg 51 og var opnaður síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Eigendur Forsetans verða kærðir fyrir brot á áfengislögum fyrir að selja áfengi út af staðnum yfir í salinn við hliðina á. Kennsla í bachata Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða danskennslu í bachata dansi fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Í auglýsingu fyrir viðburðinn á Facebook kom fram að þar sem um íþróttaæfingu væri að ræða, og íþróttir fullorðinna væru heimilar með og án snertingar innan- sem utandyra, væri ekkert því til fyrirstöðu að halda dansæfingu svo framarlega sem ekki væru fleiri en fimmtíu gestir. „Við stefnum á 25 manna hámark - notum grímur - spritt til staðar,“ stóð í auglýsingunni en viðburðurinn var auglýstur frá 19:30 til 22:30. Danskennslan fór fram í auðum sal við hlið Forsetans og var fólk hvatt til að koma með vatnsbrúsa. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hópurinn fengið tilboð á barnum hjá Forsetanum sem einhverjir nýttu sér til að vökva sig á milli þess sem dansinn var stiginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Dans Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um að verið væri að bera áfengi út af veitingastaðnum Forsetanum á Laugavegi yfir í nærliggjandi hús. „Við förum á staðinn og það kemur í ljós að það er einhver sem stendur fyrir einhvers konar dansæfingu í húsnæði sem er við hliðina á veitingahúsi. Sá vill meina að um íþróttaviðburð sé að ræða og það megi því vera með 50 manns þarna, þar sem samkvæmisdans sé íþrótt,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Lögreglan taldi 22 á staðnum sem voru að drekka, dansa og skemmta sér. „Það er einn nefndur á nafn sem kvaðst standa fyrir þessu uppátæki og taldi sig vera með fullt leyfi til þess af því að um íþróttaviðburð væri að ræða. En áfengi og íþróttir fara nú ekki saman held ég,“ segir Jóhann Karl. Þeir sem komu að danssamkvæminu geta búist við sektum fyrir brot á samkomubanni sem geta numið frá 50 og upp í 500 þúsund krónur. Forsetinn er til húsa við Laugaveg 51 og var opnaður síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Eigendur Forsetans verða kærðir fyrir brot á áfengislögum fyrir að selja áfengi út af staðnum yfir í salinn við hliðina á. Kennsla í bachata Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða danskennslu í bachata dansi fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Í auglýsingu fyrir viðburðinn á Facebook kom fram að þar sem um íþróttaæfingu væri að ræða, og íþróttir fullorðinna væru heimilar með og án snertingar innan- sem utandyra, væri ekkert því til fyrirstöðu að halda dansæfingu svo framarlega sem ekki væru fleiri en fimmtíu gestir. „Við stefnum á 25 manna hámark - notum grímur - spritt til staðar,“ stóð í auglýsingunni en viðburðurinn var auglýstur frá 19:30 til 22:30. Danskennslan fór fram í auðum sal við hlið Forsetans og var fólk hvatt til að koma með vatnsbrúsa. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hópurinn fengið tilboð á barnum hjá Forsetanum sem einhverjir nýttu sér til að vökva sig á milli þess sem dansinn var stiginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Dans Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira