Fjörutíu prósent ánægð með störf ríkisstjórnarinnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. janúar 2021 12:58 Flestir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins segjast mjög ángæðir með störf ríkisstjórnarinnar. vísir/Friðrik Tæplega fjörutíu prósent landsmanna segjast ánægð með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir eðlilegt að stuðningur dali nú þegar betur efnaghagskrísan eftir faraldurinn sé farin að bíta. Um níu prósent svarenda í könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi segjast mjög ánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Tæplega þrjátíu prósent eru fremur ánægð en stærsti hlutinn, eða ríflega þriðjungur er í meðallagi ánægður. Fjórðungur svarenda er óánægður. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur mælst fremur hár undanfarið. Í þjóðarpúlsi Gallup er hann reglulega mældur og á síðasta ári sveiflaðist hann nokkuð með bylgjum kórónuveirufaraldursins. Stuðningurinn mælist hæstur í apríl og nóvember í fyrra, allt upp í um sextíu prósent. Í desember 2019 var hann aftur á móti um 46 prósent og hafði þá á svipuðu róli í um ár. Í könnun Maskínu frá nóvember 2018 studdu 42 prósent ríkisstjórnina. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir almennt viðbúið að stuðningur dali þegar líður á kjörtímabilið. „Sér í lagi núna þegar viðbrögðin við heimsfaraldrinum eru farin að koma fram og krísan farin að glefsa í fólk. Íslendingar fylktu sér um stjórnina framan af áfallinu en þegar líður frá því má gera ráð fyrir að stuðningur dali þó nokkuð.“ Af kjósendum stjórnarflokkanna segjast flestir Sjálfstæðismenn mjög ánægðir, eða um 29 prósent samanborið við sautján prósent kjósenda Vinstri Grænna og tæplega 15 prósent Framsóknarfólks. Fleiri kjósendur úr röðum síðarnefndu flokkanna segjast þó fremur ánægðir. „Það var alltaf ljóst þegar þessi ríkisstjórn fór af stað að samstarfið myndi verða erfiðara fyrir stuðningsmenn Vinstri grænna en Sjálfstæðisflokksins. Þeir höfðu efasemdir um þetta stjórnarsamstarf langt umfram það sem kjósendur Sjálfstæðisflokksins höfðu. Þetta endurspeglar kannski staðreynd sem lá fyrir strax í upphafi,“ segir Eiríkur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Flestir kjósendur Flokks fólksins eru mjög óánægðir með störf ríkisstjórnarinnar, eða 49,5 prósent.Vísir/Vilhelm Flestir í meðallagi ánægðir með stjórnarandstöðuna Um fjórtán prósent svarenda í könnun Maskínu segjast mjög eða fremur ánægð með störf stjórnarandstöðunnar. Um helmingur er í meðallagi ánægður og um þriðjungur óánægður. Kjósendur Flokks fólksins eru óánægðastir bæði með störf ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar. Fjórðungur þeirra sem segjast myndu kjósa Flokk fólksins í dag segjast mjög óángæð með stjórnarandstöðuna og um helmingur þeirra segjast mjög óánægð með ríkisstjórnina. Könnun Maskínu fór fram dagana 12. - 20. janúar og fjöldi svarenda var 1290. Hún var send á þjóðhóp en hann er valinn með tilviljun úr Þjóðskrá. Gögn eru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Um níu prósent svarenda í könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi segjast mjög ánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Tæplega þrjátíu prósent eru fremur ánægð en stærsti hlutinn, eða ríflega þriðjungur er í meðallagi ánægður. Fjórðungur svarenda er óánægður. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur mælst fremur hár undanfarið. Í þjóðarpúlsi Gallup er hann reglulega mældur og á síðasta ári sveiflaðist hann nokkuð með bylgjum kórónuveirufaraldursins. Stuðningurinn mælist hæstur í apríl og nóvember í fyrra, allt upp í um sextíu prósent. Í desember 2019 var hann aftur á móti um 46 prósent og hafði þá á svipuðu róli í um ár. Í könnun Maskínu frá nóvember 2018 studdu 42 prósent ríkisstjórnina. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir almennt viðbúið að stuðningur dali þegar líður á kjörtímabilið. „Sér í lagi núna þegar viðbrögðin við heimsfaraldrinum eru farin að koma fram og krísan farin að glefsa í fólk. Íslendingar fylktu sér um stjórnina framan af áfallinu en þegar líður frá því má gera ráð fyrir að stuðningur dali þó nokkuð.“ Af kjósendum stjórnarflokkanna segjast flestir Sjálfstæðismenn mjög ánægðir, eða um 29 prósent samanborið við sautján prósent kjósenda Vinstri Grænna og tæplega 15 prósent Framsóknarfólks. Fleiri kjósendur úr röðum síðarnefndu flokkanna segjast þó fremur ánægðir. „Það var alltaf ljóst þegar þessi ríkisstjórn fór af stað að samstarfið myndi verða erfiðara fyrir stuðningsmenn Vinstri grænna en Sjálfstæðisflokksins. Þeir höfðu efasemdir um þetta stjórnarsamstarf langt umfram það sem kjósendur Sjálfstæðisflokksins höfðu. Þetta endurspeglar kannski staðreynd sem lá fyrir strax í upphafi,“ segir Eiríkur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Flestir kjósendur Flokks fólksins eru mjög óánægðir með störf ríkisstjórnarinnar, eða 49,5 prósent.Vísir/Vilhelm Flestir í meðallagi ánægðir með stjórnarandstöðuna Um fjórtán prósent svarenda í könnun Maskínu segjast mjög eða fremur ánægð með störf stjórnarandstöðunnar. Um helmingur er í meðallagi ánægður og um þriðjungur óánægður. Kjósendur Flokks fólksins eru óánægðastir bæði með störf ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar. Fjórðungur þeirra sem segjast myndu kjósa Flokk fólksins í dag segjast mjög óángæð með stjórnarandstöðuna og um helmingur þeirra segjast mjög óánægð með ríkisstjórnina. Könnun Maskínu fór fram dagana 12. - 20. janúar og fjöldi svarenda var 1290. Hún var send á þjóðhóp en hann er valinn með tilviljun úr Þjóðskrá. Gögn eru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði