Erkifjendurnir mætast í annað sinn á viku og bjóða vonandi upp á betri leik en síðast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2021 09:01 Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, reynir skot að marki Liverpool í leik liðanna fyrir viku. Fabinho er til varnar. getty/Paul Greenwood Erkifjendurnir Manchester United og Liverpool mætast í annað sinn á viku þegar þeir eigast við í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Það fennti fljótt yfir leik liðanna á Anfield í ensku úrvalsdeildinni fyrir viku. Ekkert mark var skorað í leik sem var í daufari kantinum. Þetta var þriðja markalausa jafnteflið í síðustu sjö leikjum United og Liverpool. Ýmislegt hefur gerst á þessum stutta tíma sem er liðinn frá leiknum á Anfield síðasta sunnudag. United tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 útisigri á Fulham á miðvikudaginn. Degi síðar töpuðu Englandsmeistarar Liverpool fyrir Burnley, 0-1, á heimavelli. Þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í 68 leikjum, eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace 23. apríl 2017. Markaleysi meistaranna Liverpool hefur ekki skorað í fjórum deildarleikjum í röð og 438 mínútur eru liðnar frá síðasta marki liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Það gerði Sadio Mané gegn West Brom 27. desember. United hefur aftur á móti verið á góðri siglingu og er taplaust í þrettán deildarleikjum í röð; unnið átta og gert þrjú jafntefli. United er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fjörtíu stig, sex stigum á undan Liverpool sem er í 4. sætinu. Daufir í stóru leikjunum United hefur ekki gengið vel í leikjunum gegn stóru liðunum á þessu tímabili. Eftir 1-6 tapið fyrir Tottenham hefur Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, sett öryggið á oddinn í stærstu leikjunum og United hefur ekki skorað í þeim síðan Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnu gegn Tottenham. United gerði markalaust jafntefli við Chelsea og Manchester City og tapaði fyrir Arsenal í deildinni og laut svo í lægra haldi fyrir City í undanúrslitum enska deildabikarsins. Síðan Jürgen Klopp tók við Liverpool haustið 2015 hefur hann gert liðið að Englandsmeisturum og komið því í úrslit Meistaradeildarinnar, Evrópudeildarinnar og deildabikarsins. Gengið í bikarkeppninni hefur hins vegar ekki verið merkilegt. Ekki komist lengra en í sextán liða úrslit Undir stjórn Klopps hefur Liverpool aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit bikarkeppninnar. Raunar hefur Liverpool ekki náð góðum árangri í bikarnum síðan liðið varð bikarmeistari 2006. United hefur aftur á móti alltaf komist að minnsta kosti í átta liða úrslit bikarkeppninnar frá tímabilinu 2014-15. United varð síðast bikarmeistari 2016. Leikur Manchester United og Liverpool hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Það fennti fljótt yfir leik liðanna á Anfield í ensku úrvalsdeildinni fyrir viku. Ekkert mark var skorað í leik sem var í daufari kantinum. Þetta var þriðja markalausa jafnteflið í síðustu sjö leikjum United og Liverpool. Ýmislegt hefur gerst á þessum stutta tíma sem er liðinn frá leiknum á Anfield síðasta sunnudag. United tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 útisigri á Fulham á miðvikudaginn. Degi síðar töpuðu Englandsmeistarar Liverpool fyrir Burnley, 0-1, á heimavelli. Þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í 68 leikjum, eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace 23. apríl 2017. Markaleysi meistaranna Liverpool hefur ekki skorað í fjórum deildarleikjum í röð og 438 mínútur eru liðnar frá síðasta marki liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Það gerði Sadio Mané gegn West Brom 27. desember. United hefur aftur á móti verið á góðri siglingu og er taplaust í þrettán deildarleikjum í röð; unnið átta og gert þrjú jafntefli. United er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fjörtíu stig, sex stigum á undan Liverpool sem er í 4. sætinu. Daufir í stóru leikjunum United hefur ekki gengið vel í leikjunum gegn stóru liðunum á þessu tímabili. Eftir 1-6 tapið fyrir Tottenham hefur Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, sett öryggið á oddinn í stærstu leikjunum og United hefur ekki skorað í þeim síðan Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnu gegn Tottenham. United gerði markalaust jafntefli við Chelsea og Manchester City og tapaði fyrir Arsenal í deildinni og laut svo í lægra haldi fyrir City í undanúrslitum enska deildabikarsins. Síðan Jürgen Klopp tók við Liverpool haustið 2015 hefur hann gert liðið að Englandsmeisturum og komið því í úrslit Meistaradeildarinnar, Evrópudeildarinnar og deildabikarsins. Gengið í bikarkeppninni hefur hins vegar ekki verið merkilegt. Ekki komist lengra en í sextán liða úrslit Undir stjórn Klopps hefur Liverpool aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit bikarkeppninnar. Raunar hefur Liverpool ekki náð góðum árangri í bikarnum síðan liðið varð bikarmeistari 2006. United hefur aftur á móti alltaf komist að minnsta kosti í átta liða úrslit bikarkeppninnar frá tímabilinu 2014-15. United varð síðast bikarmeistari 2016. Leikur Manchester United og Liverpool hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira