Í dag varð heimurinn öruggari Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 22. janúar 2021 08:30 Friðarsinnar um allan heim hafa ástæðu til að fagna í dag, 22. janúar, þegar nýr afvopnunarsáttmáli tekur gildi í heiminum. Sáttmálinn um bann við kjarnorkuvopnum er metnaðarfyllsta tilraun alþjóðasamfélagsins til að útrýma þessum skelfilegu vopnum sem allt of lengi hafa verið ógn við tilvist og framtíð jarðarbúa. Tildrög sáttmálans eru þau að hópur ríkja sem ekki hefur yfir kjarnorkuvopnum að ráða misstu endanlega þolinmæðina að bíða eftir því að kjarnorkuveldin stæðu við skuldbindingar sínar um að vinna að kjarnorkuafvopnun. Á ráðstefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna á árunum 2016 og 2017 var búið til samkomulag sem 86 ríki hafa nú undirritað. Að auki hefur 51 ríki staðfest samninginn á þjóðþingum sínum og í samræmi við reglur Sameinuðu þjóðanna telst hann því fullgildur alþjóðasáttmáli á hundraðasta degi frá fimmtugustu staðfestingunni. Það er í dag. Ljóst er að á næstu mánuðum og misserum munu enn fleiri ríki bætast í hópinn, sem gefur góða von um að samningurinn muni með tímanum stuðla að útrýmingu kjarnavopna. Fyrirmyndirnar eru fyrir hendi. Alþjóðasáttmálar á borð við þá sem banna jarðsprengjur, klasasprengjur og efnavopn voru allir í fyrstu bornir fram af löndum sem ekki áttu slík vopn en í óþökk hinna, sem urðu þó að lokum að beygja sig fyrir áliti heimsbyggðarinnar. Það skyggir á gleði friðarsinna hér á landi á þessum tímamótum að íslensk stjórnvöld hafa ekki undirritað samninginn. Raunar hefur Ísland tekið sama pól í hæðina og önnur Nató-ríki sem hafa neitað að koma að undirbúningsvinnunni og raunar reynt að leggja stein í götu sáttmálans á ýmsan hátt. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að Ísland þori að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu mikilvæga máli og skipi sér í hóp þeirra ríkja sem vinna að kjarnorkuafvopnun og öruggari framtíð. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Hernaður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Friðarsinnar um allan heim hafa ástæðu til að fagna í dag, 22. janúar, þegar nýr afvopnunarsáttmáli tekur gildi í heiminum. Sáttmálinn um bann við kjarnorkuvopnum er metnaðarfyllsta tilraun alþjóðasamfélagsins til að útrýma þessum skelfilegu vopnum sem allt of lengi hafa verið ógn við tilvist og framtíð jarðarbúa. Tildrög sáttmálans eru þau að hópur ríkja sem ekki hefur yfir kjarnorkuvopnum að ráða misstu endanlega þolinmæðina að bíða eftir því að kjarnorkuveldin stæðu við skuldbindingar sínar um að vinna að kjarnorkuafvopnun. Á ráðstefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna á árunum 2016 og 2017 var búið til samkomulag sem 86 ríki hafa nú undirritað. Að auki hefur 51 ríki staðfest samninginn á þjóðþingum sínum og í samræmi við reglur Sameinuðu þjóðanna telst hann því fullgildur alþjóðasáttmáli á hundraðasta degi frá fimmtugustu staðfestingunni. Það er í dag. Ljóst er að á næstu mánuðum og misserum munu enn fleiri ríki bætast í hópinn, sem gefur góða von um að samningurinn muni með tímanum stuðla að útrýmingu kjarnavopna. Fyrirmyndirnar eru fyrir hendi. Alþjóðasáttmálar á borð við þá sem banna jarðsprengjur, klasasprengjur og efnavopn voru allir í fyrstu bornir fram af löndum sem ekki áttu slík vopn en í óþökk hinna, sem urðu þó að lokum að beygja sig fyrir áliti heimsbyggðarinnar. Það skyggir á gleði friðarsinna hér á landi á þessum tímamótum að íslensk stjórnvöld hafa ekki undirritað samninginn. Raunar hefur Ísland tekið sama pól í hæðina og önnur Nató-ríki sem hafa neitað að koma að undirbúningsvinnunni og raunar reynt að leggja stein í götu sáttmálans á ýmsan hátt. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að Ísland þori að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu mikilvæga máli og skipi sér í hóp þeirra ríkja sem vinna að kjarnorkuafvopnun og öruggari framtíð. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar