Aron segir að Tomas Svensson hafi hringt strax í sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 08:15 Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska landsliðsins og algjör lykilmaður í liðinu. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson segir það vera erfið staða fyrir sig að sitja meiddur heima og geta ekki hjálpað íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta. Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur farið yfir hlutina með Tomasi Svensson, aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, vegna ummæla Svíans um Aron í viðtalinu við Staffan Olsson á dögunum. „Þetta var náttúrulega mjög skrítið verð ég að segja, að vakna við þetta í gær. Hann [Tomas Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til, sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Ríkisútvarpið. „Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og þeirra innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron sem segir að Brynjólfur Jónsson hafi verið með í ráðum síðan að þetta gerist. Brynjólfur hefur einnig verið í góðu sambandið við læknana hjá Barcelona. „Svo flýg ég heim daginn eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hitti Binna síðan daginn eftir það. Þetta mál er í rauninni bara í meira lagi óheppilegt og skrítið. Það er enginn misskilningur í gangi. Þetta í rauninni bara samskiptaleysi,“ sagði Aron. Aron segist vera kominn með þykkan skráp enda búinn að vera í sviðsljósinu lengi. „Það er mjög erfitt að sitja undir slíku. Maður er fyrirliði og prímus mótór í þessu liði, þannig það er alltaf smjattað á öllu og maður er orðinn vanur því. En það er náttúrulega nógu erfitt að sitja heima og þurfa að horfa á þetta í staðinn fyrir að vera að spila. Og erfitt að vera í þessum meiðslum. Sérstaklega svona meiðslum, sem eru alvarleg,“ sagði Aron í þessu viðtali á RÚV. Aron Pálmarsson talaði líka um það að hann muni alltaf gefa kost á sér svo framarlega sem líkaminn leyfi. Hann veit heldur ekki hvenær hann mun geta byrjað að spila aftur eftir þessi meiðsli sem halda honum frá HM í Egyptalandi. Eins og kom fram á Vísi þá er núna hægt að hlusta á það sem Tomas Svensson sagði nákvæmlega í þessu viðtali. Þar talaði hann ekki bara um að læknarnir hafi ekki fengið að skoða Aron heldur að inn í þetta blandist samningamál Arons og Barcelona sem og að möguleikar íslenska landsliðsins á verðlaunum hafi ekki verið miklir. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundsson sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson í viðtalinu.a 20. janúar 2021 08:01 Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02 Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur farið yfir hlutina með Tomasi Svensson, aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, vegna ummæla Svíans um Aron í viðtalinu við Staffan Olsson á dögunum. „Þetta var náttúrulega mjög skrítið verð ég að segja, að vakna við þetta í gær. Hann [Tomas Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til, sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Ríkisútvarpið. „Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og þeirra innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron sem segir að Brynjólfur Jónsson hafi verið með í ráðum síðan að þetta gerist. Brynjólfur hefur einnig verið í góðu sambandið við læknana hjá Barcelona. „Svo flýg ég heim daginn eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hitti Binna síðan daginn eftir það. Þetta mál er í rauninni bara í meira lagi óheppilegt og skrítið. Það er enginn misskilningur í gangi. Þetta í rauninni bara samskiptaleysi,“ sagði Aron. Aron segist vera kominn með þykkan skráp enda búinn að vera í sviðsljósinu lengi. „Það er mjög erfitt að sitja undir slíku. Maður er fyrirliði og prímus mótór í þessu liði, þannig það er alltaf smjattað á öllu og maður er orðinn vanur því. En það er náttúrulega nógu erfitt að sitja heima og þurfa að horfa á þetta í staðinn fyrir að vera að spila. Og erfitt að vera í þessum meiðslum. Sérstaklega svona meiðslum, sem eru alvarleg,“ sagði Aron í þessu viðtali á RÚV. Aron Pálmarsson talaði líka um það að hann muni alltaf gefa kost á sér svo framarlega sem líkaminn leyfi. Hann veit heldur ekki hvenær hann mun geta byrjað að spila aftur eftir þessi meiðsli sem halda honum frá HM í Egyptalandi. Eins og kom fram á Vísi þá er núna hægt að hlusta á það sem Tomas Svensson sagði nákvæmlega í þessu viðtali. Þar talaði hann ekki bara um að læknarnir hafi ekki fengið að skoða Aron heldur að inn í þetta blandist samningamál Arons og Barcelona sem og að möguleikar íslenska landsliðsins á verðlaunum hafi ekki verið miklir.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundsson sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson í viðtalinu.a 20. janúar 2021 08:01 Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02 Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundsson sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson í viðtalinu.a 20. janúar 2021 08:01
Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02
Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30