Hrósaði eins mörgum og hann gat á tveimur mínútum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2021 14:32 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég ætla að gera dálítið stílbrot hér í þessari stuttu ræðu og hrósa eins mörgum og ég get á tveimur mínútum,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í nokkuð óhefðbundinni lofræðu í umræðum um störf Alþingis í dag. „Ég vil byrja á sóttvarnaryfirvöldum sem hafa staðið sig með miklum fádæmum vel. Það hefur allt gengið vel, allt gengið eftir,“ sagði Páll. Velgengnin sé augljós óháð mælikvarða. „Tíðni nýsmita, hörkustig aðgerða, mælt í dauðsföllum. Það er gert á ýmsa mælikvarða víðs vegar í Evrópu og það er alveg sama hvaða mælikvarði er notaður. Við erum að skora hæst eða með þeim hæstu á þeim öllum.“ Helst mætti kvarta yfir pöntun og afgreiðslu á bóluefnum í samstarfi við Evrópusambandið. „En ég get upplýst það hér að ég hef rökstuddan grun um að það standi til bóta núna alveg á næstunni.“ Einnig mætti hrósa ráðstöfunum í efnahagsmálum. „Flestar, ef ekki allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa náð eða eru að ná tilætluðum árangri með örfáum undantekningum.“ Rík ástæða til að gleðjast Þá sagði Páll að hægt væri að gleðjast yfir fleiru í efnahagsmálum. „Ríkisstjórnin, og við í þinginu, bárum gæfu til þess fyrir nokkrum vikum að auka á það fé sem ætlað er til loðnurannsókna um smávægilega upphæð og nú stefnir í að við getum fengið hér loðnuvertíð upp á tuttugu til þrjátíu milljarða króna eftir tvö loðnulaus ár.“ Í lok hvatningaræðunnar sagði Páll ríka ástæðu til að gleðjast. „Og fagna ýmsum jákvæðum merkjum sem við horfum á þessa dagana.“ Klippa: Páll Magnússon hrósar í tvær mínútur Alþingi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
„Ég vil byrja á sóttvarnaryfirvöldum sem hafa staðið sig með miklum fádæmum vel. Það hefur allt gengið vel, allt gengið eftir,“ sagði Páll. Velgengnin sé augljós óháð mælikvarða. „Tíðni nýsmita, hörkustig aðgerða, mælt í dauðsföllum. Það er gert á ýmsa mælikvarða víðs vegar í Evrópu og það er alveg sama hvaða mælikvarði er notaður. Við erum að skora hæst eða með þeim hæstu á þeim öllum.“ Helst mætti kvarta yfir pöntun og afgreiðslu á bóluefnum í samstarfi við Evrópusambandið. „En ég get upplýst það hér að ég hef rökstuddan grun um að það standi til bóta núna alveg á næstunni.“ Einnig mætti hrósa ráðstöfunum í efnahagsmálum. „Flestar, ef ekki allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa náð eða eru að ná tilætluðum árangri með örfáum undantekningum.“ Rík ástæða til að gleðjast Þá sagði Páll að hægt væri að gleðjast yfir fleiru í efnahagsmálum. „Ríkisstjórnin, og við í þinginu, bárum gæfu til þess fyrir nokkrum vikum að auka á það fé sem ætlað er til loðnurannsókna um smávægilega upphæð og nú stefnir í að við getum fengið hér loðnuvertíð upp á tuttugu til þrjátíu milljarða króna eftir tvö loðnulaus ár.“ Í lok hvatningaræðunnar sagði Páll ríka ástæðu til að gleðjast. „Og fagna ýmsum jákvæðum merkjum sem við horfum á þessa dagana.“ Klippa: Páll Magnússon hrósar í tvær mínútur
Alþingi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira