Katrín telur stjórnarflokkana hafa unnið vel úr Ásmundarsalarmálinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2021 16:07 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa haft áhyggjur af því að Ásmundarsalarmálið svokallaða myndi hafa áhrif á traust á milli stjórnarflokkanna. Hún telur þó að vel hafi verið unnið úr því. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi hvort Katrín hefði endurheimt fullt traust til Sjálfstæðisflokksins. Þar vísaði hún til samkvæmis í Ásmundarsal á Þorláksmessu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar vegna meintra sóttvarnarbrota. Líkt og fram hefur komið var Bjarni Benediktsson, á meðal viðstaddra. Þorgerður vísaði til fyrri orða Katrínar um málið, þar sem hún sagði það geta skaðað traust á milli flokkanna. Þorgerður sagði mörg umdeild verkefni framundan. „Sem krefjast að vissu leyti samheldni, samvinnu, upplýsinga og trausts, ekki síst þegar kemur að trausti á milli stjórnarflokka.“ Nefndi hún þar meðal annars sölu á hlut í Íslandsbanka, sóttvarnarlög, frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, sameiningu sveitarfélaga og breytingar á stjórnarskrá. Katrín sagði að málið hefði getað haft áhrif á stjórnarsamstarfið. „Því að þetta eru viðkvæmir tímar sem við lifum á, viðkvæm staða í samfélaginu og miklar kröfur sem við erum öll að leggja hvert á annað í tengslum við sóttvarnarráðstafanir.“ Samstarf flokkanna hafi gengið vel á þessu kjörtímabili og sagðist Katrín hafa nálgast málið sem verkefni sem hægt væri að vinna sameiginlega. „Hæstvirtur ráðherra baðst afsökunar á þessu atviki og gerði það strax og beið ekki með það. Og útskýrði þær aðstæður. Og við höfum að sjálfsögðu rætt það síðan,“ sagði Katrín. Hún sagðist hafa haft áhyggjur af því að málið myndi skaða traust á milli flokkanna. „En ég tel að við höfum unnið vel úr því máli,“ sagði Katrín. Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi hvort Katrín hefði endurheimt fullt traust til Sjálfstæðisflokksins. Þar vísaði hún til samkvæmis í Ásmundarsal á Þorláksmessu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar vegna meintra sóttvarnarbrota. Líkt og fram hefur komið var Bjarni Benediktsson, á meðal viðstaddra. Þorgerður vísaði til fyrri orða Katrínar um málið, þar sem hún sagði það geta skaðað traust á milli flokkanna. Þorgerður sagði mörg umdeild verkefni framundan. „Sem krefjast að vissu leyti samheldni, samvinnu, upplýsinga og trausts, ekki síst þegar kemur að trausti á milli stjórnarflokka.“ Nefndi hún þar meðal annars sölu á hlut í Íslandsbanka, sóttvarnarlög, frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, sameiningu sveitarfélaga og breytingar á stjórnarskrá. Katrín sagði að málið hefði getað haft áhrif á stjórnarsamstarfið. „Því að þetta eru viðkvæmir tímar sem við lifum á, viðkvæm staða í samfélaginu og miklar kröfur sem við erum öll að leggja hvert á annað í tengslum við sóttvarnarráðstafanir.“ Samstarf flokkanna hafi gengið vel á þessu kjörtímabili og sagðist Katrín hafa nálgast málið sem verkefni sem hægt væri að vinna sameiginlega. „Hæstvirtur ráðherra baðst afsökunar á þessu atviki og gerði það strax og beið ekki með það. Og útskýrði þær aðstæður. Og við höfum að sjálfsögðu rætt það síðan,“ sagði Katrín. Hún sagðist hafa haft áhyggjur af því að málið myndi skaða traust á milli flokkanna. „En ég tel að við höfum unnið vel úr því máli,“ sagði Katrín.
Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira