Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2021 15:06 Albert Sveinsson skipstjóri. Myndin var tekin um borð í Víkingi AK í Reykjavíkurhöfn á sjómannadaginn 2016. Stöð 2 Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. „Það var töluvert af loðnu þarna, fínustu lóðningar. Þetta var bara eins og búast hefði mátt við á hefðbundinni veiðislóð miðað við árstíma“ sagði Albert í samtali við fréttastofu á þriðja tímanum í dag. Hann var þá staddur í Vopnafjarðarhöfn þar sem verið var að landa kolmunna úr skipinu. Víkingur AK-100. Heimahöfn þess er á Akranesi.Vísir Í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar kemur fram að „..þetta væri einhvert magn sem væri að sjá við kantinn frá Hvalbakshalla og allavega um 50 sjómílur þaðan í norður“. Albert segir þá á Víkingi hafa siglt 45 til 50 sjómílur til að kanna svæðið í gærmorgun og allsstaðar séð loðnu. „Það var syðst sem þykkustu og mestu lóðningarnar voru. Þetta lítur vel út. Það er enginn vafi í mínum huga að það er fullt af loðnu þarna,“ sagði Albert. „Það er svo annað mál hvernig mælingin verður,“ bætti hann við. Kort Hafrannsóknarstofnunar sýnir skipin sem send voru til að mæla loðnugönguna og staðsetningu þeirra um þrjúleytið í dag.Hafrannsóknastofnun Eftir að löndun kolmunnans lýkur á Vopnafirði í kvöld er áformað að Víkingur sigli til Reykjavíkur þar sem Albert vonast til þörf verði á að taka loðnunótina um borð. Staðsetningu leitarskipanna sem send voru til að mæla loðnuna má sjá hér á rauntíma. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
„Það var töluvert af loðnu þarna, fínustu lóðningar. Þetta var bara eins og búast hefði mátt við á hefðbundinni veiðislóð miðað við árstíma“ sagði Albert í samtali við fréttastofu á þriðja tímanum í dag. Hann var þá staddur í Vopnafjarðarhöfn þar sem verið var að landa kolmunna úr skipinu. Víkingur AK-100. Heimahöfn þess er á Akranesi.Vísir Í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar kemur fram að „..þetta væri einhvert magn sem væri að sjá við kantinn frá Hvalbakshalla og allavega um 50 sjómílur þaðan í norður“. Albert segir þá á Víkingi hafa siglt 45 til 50 sjómílur til að kanna svæðið í gærmorgun og allsstaðar séð loðnu. „Það var syðst sem þykkustu og mestu lóðningarnar voru. Þetta lítur vel út. Það er enginn vafi í mínum huga að það er fullt af loðnu þarna,“ sagði Albert. „Það er svo annað mál hvernig mælingin verður,“ bætti hann við. Kort Hafrannsóknarstofnunar sýnir skipin sem send voru til að mæla loðnugönguna og staðsetningu þeirra um þrjúleytið í dag.Hafrannsóknastofnun Eftir að löndun kolmunnans lýkur á Vopnafirði í kvöld er áformað að Víkingur sigli til Reykjavíkur þar sem Albert vonast til þörf verði á að taka loðnunótina um borð. Staðsetningu leitarskipanna sem send voru til að mæla loðnuna má sjá hér á rauntíma.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21