Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2021 20:01 Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. Tólfhundruð skammtar af bóluefni Moderna komu til landsins í gær en alls eru fimm þúsund skammtar af efninu væntanlegir út febrúar. Sjúkraflutningamenn, slökkviliðsmenn, lögreglumenn og starfsfólk í farsóttarhúsi fékk fyrri bólusetningu á Suðurlandsbraut í dag. Einn fékk ofnæmisviðbrögð en úr því leystist vel. „Þetta hefur gengið alveg glimrandi vel, hratt og vel,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Og viðstaddir, sem bíða þurfa í sætum sínum í fimmtán mínútur eftir sprautuna, taka undir. Sjúkraflutningamenn og lögreglumenn flykktust í bólusetningu á Suðurlandsbraut í dag.Vísir/Sigurjón Starfsfólk heilsugæslunnar er í góðri æfingu eftir bólusetningu með bóluefni Pfizer fyrir áramót. „Það er aðeins öðruvísi meðhöndlunin á efninu sjálfu, þetta efni er bara dregið upp, það þarf ekki að blanda, en annars er þetta mjög svipað,“ segir Ragnheiður. Nýbólusett framlínufólkið lætur vel af bólusetningunni - og var sammála um mikilvægi hennar. „Við erum að hitta flugfarþega sem koma til landsins, kíkja í farsíma, vottorð og annað og þar á meðal eru allir þeir smituðu sem koma til landsins,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Þannig að þetta er mikilvæg sprauta fyrir ykkur? „Þetta er mjög mikilvæg sprauta fyrir okkur til þess að geta verið örugg í okkar vinnu.“ Sigurður Fossberg Lárusson varðstjóri fær Moderna-sprautuna.Vísir/Sigurjón Sigurður Fossberg Lárusson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tekur undir með Sigurgeiri; mikið öryggi sé fólgið í bólusetningunni. „Okkur fannst við eiga vera framar á listanum því við erum oft fyrstu aðilar sem koma að þessu veika fólki og í öllum öðrum okkar störfum þurfum við að vera í mikilli nánd við fólk. Þannig að við vorum mjög fegnir að færast framar á listanum til að fá þessa bólusetningu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18 Enginn á að verða útundan í bólusetningu Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bindur enn vonir við að hægt verði að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar á stuttum tíma. Gætt verði að því að enginn verði útundan þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana. 12. janúar 2021 19:22 Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Tólfhundruð skammtar af bóluefni Moderna komu til landsins í gær en alls eru fimm þúsund skammtar af efninu væntanlegir út febrúar. Sjúkraflutningamenn, slökkviliðsmenn, lögreglumenn og starfsfólk í farsóttarhúsi fékk fyrri bólusetningu á Suðurlandsbraut í dag. Einn fékk ofnæmisviðbrögð en úr því leystist vel. „Þetta hefur gengið alveg glimrandi vel, hratt og vel,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Og viðstaddir, sem bíða þurfa í sætum sínum í fimmtán mínútur eftir sprautuna, taka undir. Sjúkraflutningamenn og lögreglumenn flykktust í bólusetningu á Suðurlandsbraut í dag.Vísir/Sigurjón Starfsfólk heilsugæslunnar er í góðri æfingu eftir bólusetningu með bóluefni Pfizer fyrir áramót. „Það er aðeins öðruvísi meðhöndlunin á efninu sjálfu, þetta efni er bara dregið upp, það þarf ekki að blanda, en annars er þetta mjög svipað,“ segir Ragnheiður. Nýbólusett framlínufólkið lætur vel af bólusetningunni - og var sammála um mikilvægi hennar. „Við erum að hitta flugfarþega sem koma til landsins, kíkja í farsíma, vottorð og annað og þar á meðal eru allir þeir smituðu sem koma til landsins,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Þannig að þetta er mikilvæg sprauta fyrir ykkur? „Þetta er mjög mikilvæg sprauta fyrir okkur til þess að geta verið örugg í okkar vinnu.“ Sigurður Fossberg Lárusson varðstjóri fær Moderna-sprautuna.Vísir/Sigurjón Sigurður Fossberg Lárusson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tekur undir með Sigurgeiri; mikið öryggi sé fólgið í bólusetningunni. „Okkur fannst við eiga vera framar á listanum því við erum oft fyrstu aðilar sem koma að þessu veika fólki og í öllum öðrum okkar störfum þurfum við að vera í mikilli nánd við fólk. Þannig að við vorum mjög fegnir að færast framar á listanum til að fá þessa bólusetningu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18 Enginn á að verða útundan í bólusetningu Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bindur enn vonir við að hægt verði að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar á stuttum tíma. Gætt verði að því að enginn verði útundan þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana. 12. janúar 2021 19:22 Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18
Enginn á að verða útundan í bólusetningu Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bindur enn vonir við að hægt verði að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar á stuttum tíma. Gætt verði að því að enginn verði útundan þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana. 12. janúar 2021 19:22
Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03