Sjúklingur á hjartadeild Landspítala greindur með Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2021 19:02 Bráðum innlögnum hjartasjúklinga verður sinnt á öðrum legudeildum. Vísir/Vilhelm Lokað hefur verið fyrir innlagnir á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut eftir að sjúklingur þar greindist með Covid-19. Ekki er vitað hvernig sjúklingurinn smitaðist en vitað að hann smitaðist á meðan hann lá inni. Sjúklingurinn dvelur nú heima hjá sér. Öllum valkvæðum aðgerðum og göngudeildarheimsóknum á hjartadeildina 14EG á morgun hefur verið frestað. Þá eru heimsóknir gesta ekki leyfðar. Bráðum innlögnum hjartasjúklinga verður sinnt á öðrum legudeildum. Að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómalækninga, eru menn nú að reyna að átta sig á málinu. „Vonandi er þetta stormur í vatnsglasi en við verðum að bregðast við,“ sagði hann í samtali við Vísi rétt í þessu. Smitið greindist við hefðbundna skimun á deildinni. „Farsóttarnefnd Landspítala kom þegar í stað saman ásamt stjórnendum hjartadeildar og ákveðið var að grípa til eftirfarandi ráðstafana: Skima alla sjúklinga (32 talsins), skima allt starfsfólk deildarinnar (á annað hundrað manns) og hafa samband við aðstandendur. Þessar aðgerðir standa núna yfir og verður fram haldið á morgun. Tryggt verður að þeir fari skimun sem þörf krefur,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar segir að sóttvarnalæknir hafi verið upplýstur um málið og unnið sé að smitrakningu innanhúss og eftir atvikum meðal þeirra sem tengjast deildinni. „Alltaf er hætta á því í heimsfaraldri eins og vegna Covid-19, að smit komi upp á einstökum deildum með þessum hætti, jafnvel þótt ítrustu sóttvarna og fyllstu varúðar og öryggis sjúklinga sé gætt. Margir tugir og jafnvel nokkur hundruð manns starfa á flestum stærri deildum Landspítala og þetta fólk er allt virkt upp að vissu marki í samfélaginu. Deildirnar þarf einnig að þjónusta af stórum hópi fólks í stoðdeildum spítalans. Sömuleiðis eru heimsóknir aðstandenda leyfðar upp að vissu marki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Sjúklingurinn dvelur nú heima hjá sér. Öllum valkvæðum aðgerðum og göngudeildarheimsóknum á hjartadeildina 14EG á morgun hefur verið frestað. Þá eru heimsóknir gesta ekki leyfðar. Bráðum innlögnum hjartasjúklinga verður sinnt á öðrum legudeildum. Að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómalækninga, eru menn nú að reyna að átta sig á málinu. „Vonandi er þetta stormur í vatnsglasi en við verðum að bregðast við,“ sagði hann í samtali við Vísi rétt í þessu. Smitið greindist við hefðbundna skimun á deildinni. „Farsóttarnefnd Landspítala kom þegar í stað saman ásamt stjórnendum hjartadeildar og ákveðið var að grípa til eftirfarandi ráðstafana: Skima alla sjúklinga (32 talsins), skima allt starfsfólk deildarinnar (á annað hundrað manns) og hafa samband við aðstandendur. Þessar aðgerðir standa núna yfir og verður fram haldið á morgun. Tryggt verður að þeir fari skimun sem þörf krefur,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar segir að sóttvarnalæknir hafi verið upplýstur um málið og unnið sé að smitrakningu innanhúss og eftir atvikum meðal þeirra sem tengjast deildinni. „Alltaf er hætta á því í heimsfaraldri eins og vegna Covid-19, að smit komi upp á einstökum deildum með þessum hætti, jafnvel þótt ítrustu sóttvarna og fyllstu varúðar og öryggis sjúklinga sé gætt. Margir tugir og jafnvel nokkur hundruð manns starfa á flestum stærri deildum Landspítala og þetta fólk er allt virkt upp að vissu marki í samfélaginu. Deildirnar þarf einnig að þjónusta af stórum hópi fólks í stoðdeildum spítalans. Sömuleiðis eru heimsóknir aðstandenda leyfðar upp að vissu marki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira