Felldu tvo íslenska hesta eftir slys á flugvelli í Belgíu Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2021 13:12 Mannleg mistök urðu til þess að þrír hestar slösuðust á flugvelli í Belgíu. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/vilhelm Fella þurfti tvo íslenska hesta eftir að gámur sem þeir voru fluttir í féll af palli á flugvelli í Belgíu rétt fyrir jólin. Icelandair Cargo hefur stöðvað frekari flutning á hrossum til stærstu dreifimiðstöðvar fyrirtækisins í Evrópu um óákveðinn tíma. Mikil vöxtur hefur verið í hrossaútflutningi síðastliðið ár og mun stöðvunin valda töfum á frekari flutningi til meginlands Evrópu. Atvikið er nú til skoðunar hjá Icelandair Cargo og belgískum dýraverndunaryfirvöldum. Bændablaðið greindi fyrst frá málinu. „Í þessu tilviki þá klikkar okkar undirverktaki og fer ekki eftir þeim verkferlum sem eru uppsettir með þeim afleiðingum að gámurinn fellur af litlum vagni og tveir hestar slasast alvarlega og sá þriðji minniháttar. Það þurfti að fella þessa tvo hesta í samstarfi við dýralækni og eigendur hestanna,“ segir Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo, í samtali við Vísi. Um mannleg mistök hafi því verið að ræða en ekki liggur fyrir hve langur tími mun líða þar til hægt verði að hefja hrossaútflutning með viðkomu í Liege í Belgíu á ný. Hættu að nota grindur eftir að annað slys „Þetta er bara leiðindamál. Við höfum verið að nota þessa sérútbúnu gáma í hestaflutningum frá árinu 1995 áfallalaust og flutt tugþúsunda hesta með þessum hætti úr landi.“ Aðspurður segir hann að slíkt slys hafi ekki átt sér stað áður við útflutning á íslenskum hrossum. „Ekki í þessum gámum nei en við misstum eitt hross fyrir nokkrum árum í Svíþjóð. Þá fluttum við þau í grindum sem við settum inn í flugvélarnar og olli það alvarlegu slysi á hestinum með þeim afleiðingum að það þurfti að fella það hross. Eftir það þá hættum við að nota þær grindur.“ Fá tjónið bætt Mikael segir að slysið hafi mikil áhrif á útflutninginn þar sem öll hross á leið til Þýskalands, langstærsta markaðs íslenska hestsins, fari í gegnum Liege. Hið sama eigi við um stóran hluta þeirra hrossa sem fari til annarra ríkja Evrópu. „Það er mjög slæmt að lenda í þessu og við vitum ekki hvað þessi stöðvun verður lengi. Það er gríðarleg sala á hestum núna svo þetta er slæmt fyrir alla.“ Útflutningur jókst um 50% á síðasta ári miðað við 2019. Aðspurður um það hvernig eigendur hestanna fái tjón sitt bætt segir Mikael að Icelandair Cargo muni greiða út bætur með vísan til flutningsskilmála sinna og sækja síðan bætur til síns undirverktaka. Þar að auki séu mörg hross tryggð því til viðbótar. Hestar Icelandair Belgía Dýr Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Mikil vöxtur hefur verið í hrossaútflutningi síðastliðið ár og mun stöðvunin valda töfum á frekari flutningi til meginlands Evrópu. Atvikið er nú til skoðunar hjá Icelandair Cargo og belgískum dýraverndunaryfirvöldum. Bændablaðið greindi fyrst frá málinu. „Í þessu tilviki þá klikkar okkar undirverktaki og fer ekki eftir þeim verkferlum sem eru uppsettir með þeim afleiðingum að gámurinn fellur af litlum vagni og tveir hestar slasast alvarlega og sá þriðji minniháttar. Það þurfti að fella þessa tvo hesta í samstarfi við dýralækni og eigendur hestanna,“ segir Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo, í samtali við Vísi. Um mannleg mistök hafi því verið að ræða en ekki liggur fyrir hve langur tími mun líða þar til hægt verði að hefja hrossaútflutning með viðkomu í Liege í Belgíu á ný. Hættu að nota grindur eftir að annað slys „Þetta er bara leiðindamál. Við höfum verið að nota þessa sérútbúnu gáma í hestaflutningum frá árinu 1995 áfallalaust og flutt tugþúsunda hesta með þessum hætti úr landi.“ Aðspurður segir hann að slíkt slys hafi ekki átt sér stað áður við útflutning á íslenskum hrossum. „Ekki í þessum gámum nei en við misstum eitt hross fyrir nokkrum árum í Svíþjóð. Þá fluttum við þau í grindum sem við settum inn í flugvélarnar og olli það alvarlegu slysi á hestinum með þeim afleiðingum að það þurfti að fella það hross. Eftir það þá hættum við að nota þær grindur.“ Fá tjónið bætt Mikael segir að slysið hafi mikil áhrif á útflutninginn þar sem öll hross á leið til Þýskalands, langstærsta markaðs íslenska hestsins, fari í gegnum Liege. Hið sama eigi við um stóran hluta þeirra hrossa sem fari til annarra ríkja Evrópu. „Það er mjög slæmt að lenda í þessu og við vitum ekki hvað þessi stöðvun verður lengi. Það er gríðarleg sala á hestum núna svo þetta er slæmt fyrir alla.“ Útflutningur jókst um 50% á síðasta ári miðað við 2019. Aðspurður um það hvernig eigendur hestanna fái tjón sitt bætt segir Mikael að Icelandair Cargo muni greiða út bætur með vísan til flutningsskilmála sinna og sækja síðan bætur til síns undirverktaka. Þar að auki séu mörg hross tryggð því til viðbótar.
Hestar Icelandair Belgía Dýr Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira