Safna undirskriftum gegn því að brjóstaskimun hefjist ekki fyrr en við fimmtugt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. janúar 2021 10:25 Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni er biðlað til bæði Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að breyta reglunum þannig að skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna hefjist við fertugt. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hafin er undirskriftasöfnun gegn þeirri ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að hefja ekki skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna fyrr en við fimmtugt. Söfnunin hófst í gærkvöldi og þegar þetta er skrifað hafa 6.600 manns skrifað undir. Nýjar reglur þar að lútandi tóku gildi nú um áramótin þegar skimunin færðist frá Krabbameinsfélaginu til Landspítalans. Áður höfðu konur verið boðaðar í skimun við fertugt. Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni er biðlað til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að endurskoða nýju reglurnar „þannig að þær leggi ekki konur í óþarfa hættu og bjargi því lífum með því að færa reglurnar aftur í sitt fyrra form þannig að allar konur fái sína fyrstu boðun í myndatöku aðeins 40 ára. Einnig hækkaði aldur kvenna í legghálsskoðun og viljum við að það verði einnig endurskoðað.“ Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Heiðu Dröfn Bjarnadóttur. Hún lauk nýlega meðferð við brjóstakrabbameini og sagði að boðun í skimun sem hún fékk fertug hafi líklega bjargað lífi sínu. Hún sagði það átakanlegt að heyra af ákvörðun yfirvalda um að skima ekki konur fyrr en við fimmtugt. Formaður skimunarráðs sagði í samtali við fréttastofu í gær að rökin fyrir breyttum reglum væru fyrst og fremst þau að fleiri konur fái falskt jákvæða niðurstöðu á þessum aldri en þær sem greinast með krabbamein. Hulda Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, sagði nýju reglurnar mikið áhyggjuefni. „Þetta fyrst og fremst kemur bara svolítið aftan að okkur og okkar félagsmönnum. Okkur finnst vanta samtal við þessar konur sem þetta hefur áhrif á. Og að þetta sé útskýrt og rökstutt hvað liggur að baki þessum ákvörðunum,“ sagði Hulda og bætti við að það sé um 31 kona á aldrinum 40-49 ára sem greinist með brjóstakrabbamein á hverju ári. Margar þeirra greinist í skimun. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Nýjar reglur þar að lútandi tóku gildi nú um áramótin þegar skimunin færðist frá Krabbameinsfélaginu til Landspítalans. Áður höfðu konur verið boðaðar í skimun við fertugt. Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni er biðlað til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að endurskoða nýju reglurnar „þannig að þær leggi ekki konur í óþarfa hættu og bjargi því lífum með því að færa reglurnar aftur í sitt fyrra form þannig að allar konur fái sína fyrstu boðun í myndatöku aðeins 40 ára. Einnig hækkaði aldur kvenna í legghálsskoðun og viljum við að það verði einnig endurskoðað.“ Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Heiðu Dröfn Bjarnadóttur. Hún lauk nýlega meðferð við brjóstakrabbameini og sagði að boðun í skimun sem hún fékk fertug hafi líklega bjargað lífi sínu. Hún sagði það átakanlegt að heyra af ákvörðun yfirvalda um að skima ekki konur fyrr en við fimmtugt. Formaður skimunarráðs sagði í samtali við fréttastofu í gær að rökin fyrir breyttum reglum væru fyrst og fremst þau að fleiri konur fái falskt jákvæða niðurstöðu á þessum aldri en þær sem greinast með krabbamein. Hulda Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, sagði nýju reglurnar mikið áhyggjuefni. „Þetta fyrst og fremst kemur bara svolítið aftan að okkur og okkar félagsmönnum. Okkur finnst vanta samtal við þessar konur sem þetta hefur áhrif á. Og að þetta sé útskýrt og rökstutt hvað liggur að baki þessum ákvörðunum,“ sagði Hulda og bætti við að það sé um 31 kona á aldrinum 40-49 ára sem greinist með brjóstakrabbamein á hverju ári. Margar þeirra greinist í skimun.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira