Þrjár áskoranir ársins '21 Björn Leví Gunnarsson skrifar 12. janúar 2021 10:30 Eitt, Við eigum enn eftir um hálft ár af Kófinu áður en búist er við að bólusetningar nái hjarðónæmismarkmiðum. Á þeim tíma verða þó viðkvæmir hópar og forgangshópar varðir. Það þýðir að skaðinn af annari bylgju yrði minni. Ef skaðinn af annari bylgju verður minni þá verða einnig veikari rök fyrir því að beita sóttvarnaraðgerðum sem leiðir til þess að bylgjan verður væntanlega stærri og lengri fyrir vikið. Er það réttlætanlegt af því að við forðumst alvarlegustu afleiðingarnar eða er faraldurinn nægilega slæmur fyrir óvarða hópa til þess að réttlæta áfram sóttvarnaraðgerðir? Það er óljóst eins og er en hvort sem er þá mun það valda ýmis konar vanda, annað hvort vegna veikinda og eftirkasta af þeim eða vegna sóttvarnaraðgerða sem verður gripið til. Hvaða ráðstafanir stjórnvöld munu grípa til og hversu lengi fram eftir ári, er óljóst ennþá. Þess vegna verður þetta fyrsta áskorun ársins ‘21, hvernig við klárum Kófið. tvö Einhvern tíma munu orðin „þetta er búið” vera sögð. Það þýðir að hvað sem gerist þá boðar það endalok sóttvarnarráðstafanna, takmarkanna á landamærum og sérstakra stjórnvaldsviðbragða vegna faraldursins. Þá mun taka við tími endurreisnar og uppbyggingar í kjölfar faraldursins. Verkefni sem stjórnvöld hafa þegar klúðrað að miklu leyti og endurspeglast í því atvinnuleysi sem blasir við okkur í dag. Stjórnvöld tóku þá ákvörðun síðastliðið vor að vonast til þess að faraldurinn yrði stuttur. Að ferðamenn gætu komið hingað í stórum hópum strax um sumarið. Þess vegna var markaðsátak fyrir ferðamenn hluti af fyrstu viðbrögðum stjórnvalda. Réttara viðbragð hefði verið að búast við lengri faraldri en vonast eftir styttri. Ef stjórnvöld hefðu gert ráðstafanir frá upphafi til að bregðast við mörgum mánuðum af sóttvarnaraðgerðum þá hefðu lausnirnar verið allt öðruvísi. Stjórnvöld hefðu ekki sett ferðaþjónustuna bara í biðstöðu heldur einnig tryggt uppbyggingu varanlegra nýrra starfa líkt og stjórnarandstaðan lagði til. Þegar það verður sagt að Kófið sé búið þá verður partý. En það verða líka smit. Það verður atvinnuleysi og stutt í kosningar. Mögulega mjög stutt. og þrjú Kosningar eru þriðja augljósa áskorunin á árinu ‘21. Kosningarnar verða uppgjör á stjórnarsamstarfi íhalds og þrjósku, því sama hvað þá var núverandi ríkisstjórn mynduð til þess að klára kjörtímabilið. Sama hvaða það kostaði. Hvað kostaði þetta stjórnarsamstarf? Til að byrja með endalaust vesen með réttarkerfi landsins. Það sem öllum hefði átt að vera augljóst þurfti málarekstur alla leið inn í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. Málarekstur til einhverrar nefndar sem er í pólitísku ati, eins og komist hefur verið að orði. Þessi “breiða” samstaða ólíkra flokka hefur gert það að verkum að stefna stjórnvalda er stefna hins minnsta samnefnara. Ekkert þokast áfram í stjórnarskrármálum. Byggðarsjónarmið eru enn í höndum kvótagreifanna. Neyðarástand var á bráðamótttöku rétt áður en faraldurinn fór af stað. Atvinnuástandið er í molum af því að einn af flokkunum útilokar opinberar lausnir. Geðþótti ræður ræður för á meðan faglegum vinnubrögðum er hafnað, eins og skaðaminnkun í fíkniefnamálum og nýsköpun til þess að bregðast við atvinnuvanda í heimsfaraldri. Kosningarnar ‘21 verða ákveðið uppgjör við fortíðina. Hvort fólk vilji sömu stjórnmál og áður. Stjórnmál sem hafa leyft sérhagsmunum að ráða för í byggðamálum, atvinnumálum og réttindamálum. Þar sem lýðræðið hefur ekki fengið að ráða og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu er enn og aftur stungið undir stólinn. Ég skil vel að það er erfitt að velja að gera hlutina öðruvísi en áður. Skrattinn sem þú þekkir, og allt það. Ég skil vel að það sé erfitt að horfa framhjá glansmynd kosningabaráttunnar, inn í djúpan raunveruleika þess pólitíska valdakerfis sem hefur ráðið för hérna allt of lengi. Ég skil það vel þegar það er sagt að ákveðinn flokkur þurfi nú að vera sterkur til þess að geta leitt saman einn og annan inn í nýja tíma - en þó að ég skilji, þá er ég ósammála. Það sem við þurfum er meira lýðræði. Meira gagnsæi. Meiri ábyrgð og það er bara einn flokkur sem hefur barist fyrir þeim gildum umfram allt annað og alla aðra og það eru Píratar. Það þýðir að sama hvaða stjórn tekur við eftir næstu kosningar, þá þarf sterkan þingflokk Pírata. Til þess að krafan um ábyrgð valdamanna skili sér. Til þess að tryggt verði að lýðræðislegar niðurstöður skili sér í verki. Til þess að málefnin fái að ráða en ekki sérhagsmunirnir. Munum við yfirstíga áskoranir ársins ‘21? Á einn eða annan hátt munum við að sjálfsögðu gera það. Hvað gerist næst er hins vegar stóra spurningin og þar er valið í þínum höndum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Eitt, Við eigum enn eftir um hálft ár af Kófinu áður en búist er við að bólusetningar nái hjarðónæmismarkmiðum. Á þeim tíma verða þó viðkvæmir hópar og forgangshópar varðir. Það þýðir að skaðinn af annari bylgju yrði minni. Ef skaðinn af annari bylgju verður minni þá verða einnig veikari rök fyrir því að beita sóttvarnaraðgerðum sem leiðir til þess að bylgjan verður væntanlega stærri og lengri fyrir vikið. Er það réttlætanlegt af því að við forðumst alvarlegustu afleiðingarnar eða er faraldurinn nægilega slæmur fyrir óvarða hópa til þess að réttlæta áfram sóttvarnaraðgerðir? Það er óljóst eins og er en hvort sem er þá mun það valda ýmis konar vanda, annað hvort vegna veikinda og eftirkasta af þeim eða vegna sóttvarnaraðgerða sem verður gripið til. Hvaða ráðstafanir stjórnvöld munu grípa til og hversu lengi fram eftir ári, er óljóst ennþá. Þess vegna verður þetta fyrsta áskorun ársins ‘21, hvernig við klárum Kófið. tvö Einhvern tíma munu orðin „þetta er búið” vera sögð. Það þýðir að hvað sem gerist þá boðar það endalok sóttvarnarráðstafanna, takmarkanna á landamærum og sérstakra stjórnvaldsviðbragða vegna faraldursins. Þá mun taka við tími endurreisnar og uppbyggingar í kjölfar faraldursins. Verkefni sem stjórnvöld hafa þegar klúðrað að miklu leyti og endurspeglast í því atvinnuleysi sem blasir við okkur í dag. Stjórnvöld tóku þá ákvörðun síðastliðið vor að vonast til þess að faraldurinn yrði stuttur. Að ferðamenn gætu komið hingað í stórum hópum strax um sumarið. Þess vegna var markaðsátak fyrir ferðamenn hluti af fyrstu viðbrögðum stjórnvalda. Réttara viðbragð hefði verið að búast við lengri faraldri en vonast eftir styttri. Ef stjórnvöld hefðu gert ráðstafanir frá upphafi til að bregðast við mörgum mánuðum af sóttvarnaraðgerðum þá hefðu lausnirnar verið allt öðruvísi. Stjórnvöld hefðu ekki sett ferðaþjónustuna bara í biðstöðu heldur einnig tryggt uppbyggingu varanlegra nýrra starfa líkt og stjórnarandstaðan lagði til. Þegar það verður sagt að Kófið sé búið þá verður partý. En það verða líka smit. Það verður atvinnuleysi og stutt í kosningar. Mögulega mjög stutt. og þrjú Kosningar eru þriðja augljósa áskorunin á árinu ‘21. Kosningarnar verða uppgjör á stjórnarsamstarfi íhalds og þrjósku, því sama hvað þá var núverandi ríkisstjórn mynduð til þess að klára kjörtímabilið. Sama hvaða það kostaði. Hvað kostaði þetta stjórnarsamstarf? Til að byrja með endalaust vesen með réttarkerfi landsins. Það sem öllum hefði átt að vera augljóst þurfti málarekstur alla leið inn í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. Málarekstur til einhverrar nefndar sem er í pólitísku ati, eins og komist hefur verið að orði. Þessi “breiða” samstaða ólíkra flokka hefur gert það að verkum að stefna stjórnvalda er stefna hins minnsta samnefnara. Ekkert þokast áfram í stjórnarskrármálum. Byggðarsjónarmið eru enn í höndum kvótagreifanna. Neyðarástand var á bráðamótttöku rétt áður en faraldurinn fór af stað. Atvinnuástandið er í molum af því að einn af flokkunum útilokar opinberar lausnir. Geðþótti ræður ræður för á meðan faglegum vinnubrögðum er hafnað, eins og skaðaminnkun í fíkniefnamálum og nýsköpun til þess að bregðast við atvinnuvanda í heimsfaraldri. Kosningarnar ‘21 verða ákveðið uppgjör við fortíðina. Hvort fólk vilji sömu stjórnmál og áður. Stjórnmál sem hafa leyft sérhagsmunum að ráða för í byggðamálum, atvinnumálum og réttindamálum. Þar sem lýðræðið hefur ekki fengið að ráða og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu er enn og aftur stungið undir stólinn. Ég skil vel að það er erfitt að velja að gera hlutina öðruvísi en áður. Skrattinn sem þú þekkir, og allt það. Ég skil vel að það sé erfitt að horfa framhjá glansmynd kosningabaráttunnar, inn í djúpan raunveruleika þess pólitíska valdakerfis sem hefur ráðið för hérna allt of lengi. Ég skil það vel þegar það er sagt að ákveðinn flokkur þurfi nú að vera sterkur til þess að geta leitt saman einn og annan inn í nýja tíma - en þó að ég skilji, þá er ég ósammála. Það sem við þurfum er meira lýðræði. Meira gagnsæi. Meiri ábyrgð og það er bara einn flokkur sem hefur barist fyrir þeim gildum umfram allt annað og alla aðra og það eru Píratar. Það þýðir að sama hvaða stjórn tekur við eftir næstu kosningar, þá þarf sterkan þingflokk Pírata. Til þess að krafan um ábyrgð valdamanna skili sér. Til þess að tryggt verði að lýðræðislegar niðurstöður skili sér í verki. Til þess að málefnin fái að ráða en ekki sérhagsmunirnir. Munum við yfirstíga áskoranir ársins ‘21? Á einn eða annan hátt munum við að sjálfsögðu gera það. Hvað gerist næst er hins vegar stóra spurningin og þar er valið í þínum höndum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar