Snorri telur vinagreiða ráða við úthlutunum listamannalauna Jakob Bjarnar skrifar 12. janúar 2021 08:49 Snorri Ásmundsson myndlistarmaður hefur sent Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra bréf þar sem hann bendir ráðherra á að hafa vakandi auga með úthlutun úr launasjóði myndlistarmanna. Bréfið hefur einnig verið sent sem kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Snorri telur einsýnt að vinagreiði og þar með spilling einkenni úthlutun úr sjóðnum. Nú nýverið var úthlutað úr launasjóði myndlistarmanna, 526 mánuðir voru til úthlutunar en sótt var um 4065 mánuði. Alls bárust 373 umsóknir í launasjóð myndlistarmanna. Starfslaun fá 83 myndlistarmenn, 50 konur og 33 karlar. Það liggur því fyrir að talsvert færri fá en ekki. Útluta til hvers annars „Í launasjóði myndlistarmanna í ár sátu Aldís Arnardóttir formaður, Unnar Örn Jónasson og Sigurður Árni Sigurðsson. Hversu miklar líkur eru á að þú fáir starfslaun listamanna þegar þú varst í starfslaunanefndinni árinu áður með formanni nefndarinnar og veittir hinum 2 núverandi nefndarmönnum í ár,“ spyr Snorri í bréfi sínu sem hann hefur nú þegar birt opinberlega, á Facebook-síðu sinni. Hann heldur áfram: Sindri fékk nú árs styrk frá úthlutunarnefndinni sem fékk styrk í fyrra þegar Sindri sat í nefndinni.Listaháskólinn „Sindri Leifsson sat í starfslaunanefndinni með Aldísi Arnardóttur árið 2020. Nú 2021 er Aldís formaður nefndarinnar og Sindra er veitt hæstu starfslaun í ár. Svo fengu Unnur Örn og Sigurður Árni sem nú eru í nefndinni með Aldísi 12 mánaða starfslaun þegar Sindri Leifsson var í nefndinni í fyrra.“ Að hver klóri annars bak Snorri telur blasa við að þarna sé um greiða gegn greiða að ræða; fólk að úthluta hvort öðru starfslaunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kemur upp erfitt mál í tengslum við listmannalaunin. Nokkurt uppnám varð þegar Vísir greindi frá því árið 2016 að allir í stjórn Rithöfundasambands Íslands, að frátöldum varamönnum og framkvæmdastjóra, hefðu fengið úthlutuð 12 mánaða listamannalaun en ákvörðunin um úthlutunina var í höndum þriggja manna nefndar sem stjórn Rithöfundarsambandsins valdi sjálf. Í kjörfarið, ef eftir að greint var frá þessu, var gripið til þess að endurskoða fyrirkomulagið, að stjórnin skipi nefnd sem skipi svo aðra nefnd sem úthlutar. En listamennirnir virðist vilja hafa um það að segja hvernig úthlutun er háttað. „Þessi vinnubrögð eru afar vafasöm, ófagleg og ólíðandi,“ segir Snorri um það dæmi sem hann hefur nú kvartað undan til umboðsmanns og ráðherra. „Nefndinni er auk þess ekki gert að rökstyðja afstöðu sína til umsóknanna og ýtir það en frekar undir vinagreiða og bitlinga. Ég óska eftir að menntamálaráðuneyti verði með augun opin svo spilling eigi sér ekki stað.“ Blendin viðbrögð Snorri segist hafa fengið blendin viðbrögð við þessu erindi sínu en þó hafi verið býsna lífleg umræða í Facebookgrúbbu Íslenskrar Samtímalistar auk þess sem hann hafi fengið nokkur símtöl. „Svona uppákomur koma upp með reglulegu millibili í þessu litla samfélagi listamanna á Íslandi sem er þó það stærsta í heimi miðað við höfðatölu. Því annar hvor maður á Íslandi virðist listamaður og öll erum við tengd. Ég hef ekki fengið viðbrögð frá neinum nafngreindum úr erindi mínu. En vinir Sindra og þeirra félaga hafa brugðist við með meðvirkum athugasemdum.“ Snorri segist hafa sótt um starfslaun sjálfur, það geri hann alltaf en vinur hans sem hefur setið í nokkrum nefndum og stjórnum hafi tjáð sér fyrir nokkrum árum að eftir að Snorri gerði verkið Framsóknarmaðurinn geti hann gleymt því að fá starfslaun næstu árin. Þeir sem rugga bátum fá ekkert úr sjóðunum „Það hljómar kannski langsótt, en þegar á öllu er á botninn hvolft er gott að hafa stjórnmálaflokkana góða hvað listamannalaun ræðir. Það hefur ræst hjá honum og ég hef ekki fengið listamannalaun síðan. En alla vega veit ég af eigin reynslu og þeirra sem hafa ruggað bátnum að líkur á starfslaunum eru hverfandi nema maður verði þægur.“ Snorri segist hafa stigið á margar tær í gegnum tíðina með gjörningum og uppákomum og þó hann sé vina margur eigi hann líka eldheita hatursmenn. „Líkurnar á listamannalaunum eru jú miklu meiri ef maður er þægur og fer eftir reglum. Svo enginn vill rugga þessum listamannalaunaumræðubáti því allir vilja fá sporslurnar úr listamannalaunasjóðnum. Svo fæstir þola þessa árlegu umræðu almennings um listamannalaun. En mér var ofboðið þegar ég sá tengingarnar í úthlutuninni í ár og ég hef engu að tapa og mér finnst málfrelsið mikilvægara en listamannalaun. Því ég fæ hvort eð er mín listamannalaun frá lífinu þar sem ég er listamaður lífsins,“ segir Snorri og glottir við tönn. Stjórnsýsla Menning Listamannalaun Myndlist Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Bréfið hefur einnig verið sent sem kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Snorri telur einsýnt að vinagreiði og þar með spilling einkenni úthlutun úr sjóðnum. Nú nýverið var úthlutað úr launasjóði myndlistarmanna, 526 mánuðir voru til úthlutunar en sótt var um 4065 mánuði. Alls bárust 373 umsóknir í launasjóð myndlistarmanna. Starfslaun fá 83 myndlistarmenn, 50 konur og 33 karlar. Það liggur því fyrir að talsvert færri fá en ekki. Útluta til hvers annars „Í launasjóði myndlistarmanna í ár sátu Aldís Arnardóttir formaður, Unnar Örn Jónasson og Sigurður Árni Sigurðsson. Hversu miklar líkur eru á að þú fáir starfslaun listamanna þegar þú varst í starfslaunanefndinni árinu áður með formanni nefndarinnar og veittir hinum 2 núverandi nefndarmönnum í ár,“ spyr Snorri í bréfi sínu sem hann hefur nú þegar birt opinberlega, á Facebook-síðu sinni. Hann heldur áfram: Sindri fékk nú árs styrk frá úthlutunarnefndinni sem fékk styrk í fyrra þegar Sindri sat í nefndinni.Listaháskólinn „Sindri Leifsson sat í starfslaunanefndinni með Aldísi Arnardóttur árið 2020. Nú 2021 er Aldís formaður nefndarinnar og Sindra er veitt hæstu starfslaun í ár. Svo fengu Unnur Örn og Sigurður Árni sem nú eru í nefndinni með Aldísi 12 mánaða starfslaun þegar Sindri Leifsson var í nefndinni í fyrra.“ Að hver klóri annars bak Snorri telur blasa við að þarna sé um greiða gegn greiða að ræða; fólk að úthluta hvort öðru starfslaunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kemur upp erfitt mál í tengslum við listmannalaunin. Nokkurt uppnám varð þegar Vísir greindi frá því árið 2016 að allir í stjórn Rithöfundasambands Íslands, að frátöldum varamönnum og framkvæmdastjóra, hefðu fengið úthlutuð 12 mánaða listamannalaun en ákvörðunin um úthlutunina var í höndum þriggja manna nefndar sem stjórn Rithöfundarsambandsins valdi sjálf. Í kjörfarið, ef eftir að greint var frá þessu, var gripið til þess að endurskoða fyrirkomulagið, að stjórnin skipi nefnd sem skipi svo aðra nefnd sem úthlutar. En listamennirnir virðist vilja hafa um það að segja hvernig úthlutun er háttað. „Þessi vinnubrögð eru afar vafasöm, ófagleg og ólíðandi,“ segir Snorri um það dæmi sem hann hefur nú kvartað undan til umboðsmanns og ráðherra. „Nefndinni er auk þess ekki gert að rökstyðja afstöðu sína til umsóknanna og ýtir það en frekar undir vinagreiða og bitlinga. Ég óska eftir að menntamálaráðuneyti verði með augun opin svo spilling eigi sér ekki stað.“ Blendin viðbrögð Snorri segist hafa fengið blendin viðbrögð við þessu erindi sínu en þó hafi verið býsna lífleg umræða í Facebookgrúbbu Íslenskrar Samtímalistar auk þess sem hann hafi fengið nokkur símtöl. „Svona uppákomur koma upp með reglulegu millibili í þessu litla samfélagi listamanna á Íslandi sem er þó það stærsta í heimi miðað við höfðatölu. Því annar hvor maður á Íslandi virðist listamaður og öll erum við tengd. Ég hef ekki fengið viðbrögð frá neinum nafngreindum úr erindi mínu. En vinir Sindra og þeirra félaga hafa brugðist við með meðvirkum athugasemdum.“ Snorri segist hafa sótt um starfslaun sjálfur, það geri hann alltaf en vinur hans sem hefur setið í nokkrum nefndum og stjórnum hafi tjáð sér fyrir nokkrum árum að eftir að Snorri gerði verkið Framsóknarmaðurinn geti hann gleymt því að fá starfslaun næstu árin. Þeir sem rugga bátum fá ekkert úr sjóðunum „Það hljómar kannski langsótt, en þegar á öllu er á botninn hvolft er gott að hafa stjórnmálaflokkana góða hvað listamannalaun ræðir. Það hefur ræst hjá honum og ég hef ekki fengið listamannalaun síðan. En alla vega veit ég af eigin reynslu og þeirra sem hafa ruggað bátnum að líkur á starfslaunum eru hverfandi nema maður verði þægur.“ Snorri segist hafa stigið á margar tær í gegnum tíðina með gjörningum og uppákomum og þó hann sé vina margur eigi hann líka eldheita hatursmenn. „Líkurnar á listamannalaunum eru jú miklu meiri ef maður er þægur og fer eftir reglum. Svo enginn vill rugga þessum listamannalaunaumræðubáti því allir vilja fá sporslurnar úr listamannalaunasjóðnum. Svo fæstir þola þessa árlegu umræðu almennings um listamannalaun. En mér var ofboðið þegar ég sá tengingarnar í úthlutuninni í ár og ég hef engu að tapa og mér finnst málfrelsið mikilvægara en listamannalaun. Því ég fæ hvort eð er mín listamannalaun frá lífinu þar sem ég er listamaður lífsins,“ segir Snorri og glottir við tönn.
Stjórnsýsla Menning Listamannalaun Myndlist Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira