Telur afstöðu ráðuneytisins í launamáli forstöðumanna ekki í samræmi við lög Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. janúar 2021 14:57 Samkvæmt nýlegu fyrirkomulagi ákveður fjármálaráðherra, sem nú er Bjarni Benediktsson, laun forstöðumanna. Vísir/vilhelm Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja tveimur forstöðumönnum um rökstuðning fyrir launaákvörðun var ekki í samræmi við lög. Þetta er niðurstaða setts umboðsmanns Alþingis í áliti frá 30. desember sem birt var í dag. Málið er rakið í áliti umboðsmanns. Forstöðumennirnir, sem fara fyrir ríkisstofnunum, kvörtuðu yfir ákvörðun fjármálaráðherra um laun fyrir störf þeirra. Forstöðumennirnir gerðu báðir athugasemdir við þá afstöðu ráðuneytisins að stjórnsýslulög ættu ekki við ákvarðanir um laun forstöðumanna, auk þess sem gerðar voru athugasemdir við málsmeðferð ráðuneytisins og efni ákvarðana. Athugun umboðsmanns laut einkum að því hvort ákvörðun ráðherra væri stjórnvaldsákvörðun og hvort sá sem gegnir starfinu þegar slík ákvörðun er tekin teldist aðili máls. Ósáttir við röðun á skalanum Rakið er í áliti umboðsmanns að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á því hvernig laun forstöðumanna eru ákveðin. Horfið var frá því að hið svokallaða kjararáð tæki ákvörðun um laun flestra forstöðumanna heldur í staðinn tekið upp nýtt fyrirkomulag. Samkvæmt því ákveður fjármálaráðherra laun forstöðumanna. Það verkefni annast Kjara- og mannauðssýsla ríkisins, sem starfar innan fjármálaráðuneytisins. Launaröðun embætta byggist þar með á því að fjórir þættir; færni, stjórnun, ábyrgð og umfang, eru metnir með tilliti til innbyrðis röðunar innan kerfisins. Störf forstöðumanna raðast þar með á ákveðinn skala, sem ákvarðar laun þeirra. Tilkynning um launaákvörðun ráðuneytisins barst forstöðumönnunum tveimur í desember 2018. Þar var þeim tilkynnt að ákvörðunin tæki gildi 1. janúar 2019. Forstöðumennirnir voru ósáttir við það hvar þeir röðuðust á umræddan skala og óskuðu eftir rökstuðningi. Ráðuneytið synjaði beiðnum forstöðumannanna. Ráðuneytið taki beiðnirnar til meðferðar að nýju Það er álit umboðsmanns að afstaða fjármálaráðuneytisins í málinu, þ.e. að stjórnsýslulög gildi ekki um ákvarðanir um laun forstöðumanna, hafi ekki verið í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherra teljist ákvörðun „um rétt eða skyldu manns“ og sé þar með stjórnvaldsákvörðun. Jafnframt sé sá einstaklingur sem gegnir starfi forstöðumanns þegar ákvörðun er tekin aðili máls – og ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðnum forstöðumannanna tveggja um rökstuðning því byggðar á röngum lagagrundvelli. Umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að taka erindi forstöðumannanna til meðferðar að nýju, komi beiðnir þess efnis frá þeim, og að leyst verði úr þeim í samræmi við sjónarmið umboðsmanns. Þá skuli ráðuneytið framvegis taka mið af umræddum sjónarmiðum. Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Málið er rakið í áliti umboðsmanns. Forstöðumennirnir, sem fara fyrir ríkisstofnunum, kvörtuðu yfir ákvörðun fjármálaráðherra um laun fyrir störf þeirra. Forstöðumennirnir gerðu báðir athugasemdir við þá afstöðu ráðuneytisins að stjórnsýslulög ættu ekki við ákvarðanir um laun forstöðumanna, auk þess sem gerðar voru athugasemdir við málsmeðferð ráðuneytisins og efni ákvarðana. Athugun umboðsmanns laut einkum að því hvort ákvörðun ráðherra væri stjórnvaldsákvörðun og hvort sá sem gegnir starfinu þegar slík ákvörðun er tekin teldist aðili máls. Ósáttir við röðun á skalanum Rakið er í áliti umboðsmanns að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á því hvernig laun forstöðumanna eru ákveðin. Horfið var frá því að hið svokallaða kjararáð tæki ákvörðun um laun flestra forstöðumanna heldur í staðinn tekið upp nýtt fyrirkomulag. Samkvæmt því ákveður fjármálaráðherra laun forstöðumanna. Það verkefni annast Kjara- og mannauðssýsla ríkisins, sem starfar innan fjármálaráðuneytisins. Launaröðun embætta byggist þar með á því að fjórir þættir; færni, stjórnun, ábyrgð og umfang, eru metnir með tilliti til innbyrðis röðunar innan kerfisins. Störf forstöðumanna raðast þar með á ákveðinn skala, sem ákvarðar laun þeirra. Tilkynning um launaákvörðun ráðuneytisins barst forstöðumönnunum tveimur í desember 2018. Þar var þeim tilkynnt að ákvörðunin tæki gildi 1. janúar 2019. Forstöðumennirnir voru ósáttir við það hvar þeir röðuðust á umræddan skala og óskuðu eftir rökstuðningi. Ráðuneytið synjaði beiðnum forstöðumannanna. Ráðuneytið taki beiðnirnar til meðferðar að nýju Það er álit umboðsmanns að afstaða fjármálaráðuneytisins í málinu, þ.e. að stjórnsýslulög gildi ekki um ákvarðanir um laun forstöðumanna, hafi ekki verið í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherra teljist ákvörðun „um rétt eða skyldu manns“ og sé þar með stjórnvaldsákvörðun. Jafnframt sé sá einstaklingur sem gegnir starfi forstöðumanns þegar ákvörðun er tekin aðili máls – og ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðnum forstöðumannanna tveggja um rökstuðning því byggðar á röngum lagagrundvelli. Umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að taka erindi forstöðumannanna til meðferðar að nýju, komi beiðnir þess efnis frá þeim, og að leyst verði úr þeim í samræmi við sjónarmið umboðsmanns. Þá skuli ráðuneytið framvegis taka mið af umræddum sjónarmiðum.
Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu