Kafarar sendir að fóðurpramma til að loka fyrir göt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. janúar 2021 14:23 Kafarar voru sendir að prammanum til að loka fyrir göt um leið og birti í morgun. Landhelgisgæslan Um leið og birti í morgun voru kafarar sendir að fóðurpramma sem sökk í Reyðarfirði um helgina. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem á prammann segir að mengunarvarnir séu fyrsta forgangsmál. Fóðurprammi Laxa fiskeldis sökk í Reyðarfirði í vonskuveðri um helgina en innanborðs eru þrjú hundruð tonn af laxafóðri og, það sem er öllu verra, tíu þúsund lítrar af dísilolíu. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, sat fund með viðbragðsaðilum í morgun þar sem línurnar voru lagðar fyrir verkefni dagsins. „Nú er teymi kafara að fara út að prammanum og í dag leggjum við alla áherslu á það að kafað verði að prammanum og aðstæður metnar. Lokað verður fyrir öll möguleg göt þar sem olía gæti lekið út, þannig að það er verkefni dagsins.“ Jens sagðist aðspurður ekki vita til þess að olía hefði leið úr prammanum hingað til. „Starfsfólkið var að vinna á stöðinni í gær og þar sem pramminn liggur og það varð ekki vart við neina olíu eða neinn leka, þannig að það var þá ekki sjáanlegt að minnsta kosti.“ En er mikil hætta á ferðum? „Nei eins og pramminn er hannaður og útbúinn er ekki mikil hætta á því en við viljum bara vera algjörlega með það á hreinu að það sé lokað fyrir öll möguleg op þar sem olía gæti mögulega lekið út.“ Ekki sé vitað hvenær hægt verði að hífa prammann aftur upp. „Nú eru kafararnir bara að fara að sjá hvernig hann liggur og hvernig staðan er. Hann í rauninni liggur núna þannig að hann stendur með trýnið niður og upp á rönd og það er bara verið að meta aðstæður og þá í framhaldinu, í samráði við þá viðbragðsaðila og tryggingarnar, verður tekin ákvörðun um með hvaða hætti við förum þá í fasa tvö að ná prammanum upp.“ Umhverfismál Fiskeldi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00 Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30 Varðskipið Þór kallað út þegar fóðurprammi sökk í vonskuveðri Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum í Reyðarfirði. Þegar skipið var komið á staðinn var pramminn orðinn fullur af sjó og marar hann nú í kafi, að sögn Landhelgisgæslunnar. 9. janúar 2021 23:49 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Fóðurprammi Laxa fiskeldis sökk í Reyðarfirði í vonskuveðri um helgina en innanborðs eru þrjú hundruð tonn af laxafóðri og, það sem er öllu verra, tíu þúsund lítrar af dísilolíu. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, sat fund með viðbragðsaðilum í morgun þar sem línurnar voru lagðar fyrir verkefni dagsins. „Nú er teymi kafara að fara út að prammanum og í dag leggjum við alla áherslu á það að kafað verði að prammanum og aðstæður metnar. Lokað verður fyrir öll möguleg göt þar sem olía gæti lekið út, þannig að það er verkefni dagsins.“ Jens sagðist aðspurður ekki vita til þess að olía hefði leið úr prammanum hingað til. „Starfsfólkið var að vinna á stöðinni í gær og þar sem pramminn liggur og það varð ekki vart við neina olíu eða neinn leka, þannig að það var þá ekki sjáanlegt að minnsta kosti.“ En er mikil hætta á ferðum? „Nei eins og pramminn er hannaður og útbúinn er ekki mikil hætta á því en við viljum bara vera algjörlega með það á hreinu að það sé lokað fyrir öll möguleg op þar sem olía gæti mögulega lekið út.“ Ekki sé vitað hvenær hægt verði að hífa prammann aftur upp. „Nú eru kafararnir bara að fara að sjá hvernig hann liggur og hvernig staðan er. Hann í rauninni liggur núna þannig að hann stendur með trýnið niður og upp á rönd og það er bara verið að meta aðstæður og þá í framhaldinu, í samráði við þá viðbragðsaðila og tryggingarnar, verður tekin ákvörðun um með hvaða hætti við förum þá í fasa tvö að ná prammanum upp.“
Umhverfismál Fiskeldi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00 Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30 Varðskipið Þór kallað út þegar fóðurprammi sökk í vonskuveðri Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum í Reyðarfirði. Þegar skipið var komið á staðinn var pramminn orðinn fullur af sjó og marar hann nú í kafi, að sögn Landhelgisgæslunnar. 9. janúar 2021 23:49 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00
Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30
Varðskipið Þór kallað út þegar fóðurprammi sökk í vonskuveðri Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum í Reyðarfirði. Þegar skipið var komið á staðinn var pramminn orðinn fullur af sjó og marar hann nú í kafi, að sögn Landhelgisgæslunnar. 9. janúar 2021 23:49