Liverpool menn vilja vinna bikarinn sem þeir hafa ekki unnið undir stjórn Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2021 15:01 Georginio Wijnaldum með bikarinn sem Liverpool fékk fyrir sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða. Getty/David Ramos Georginio Wijnaldum segir sig og félaga sína í Liverpool liðinu vera með augum á því að vinna ensku bikarkeppnina á þessu tímabili. Wijnaldum skoraði eitt marka Liverpool liðsins í 4-1 sigri á krakkaliði Aston Villa á föstudagskvöldið en með því tryggði Liverpool sér sæti í 32 liða úrslitum enska bikarsins. Liverpool hefur ekki unnið enska bikarinn síðan 2006 og í knattspyrnustjóratíð Jürgen Klopp hefur liðið aðeins einu sinni komist í átta liða úrslit og aldrei lengra en það. „Við sögðum það í byrjun tímabilsins að við ætluðum okkur að keppa um alla titla,“ sagði Georginio Wijnaldum í samtali við heimasíðu Liverpool. „Auðvitað er það erfitt að spila alltaf með okkar sterkasta lið af því að þetta eru svo margir leikir og því er nauðsynlegt að dreifa álaginu,“ sagði Wijnaldum. Gini Wijnaldum is eager to add the FA Cup to his list of #LFC honours. We said at the beginning of the season that we wanted to play for everything. This [FA Cup] is a competition we want to win. We have won a lot but the FA Cup we haven t won - we want to do it. #awlfc [lfc] pic.twitter.com/XjfCW8CYxF— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 „Við gerðum vel á móti Aston Villa og vonandi tekst okkur líka vel upp í næstu umferð af því að þetta er keppni sem við viljum vinna. Við höfum unnið margra titla á síðustu árum en við höfum ekki unnið enska bikarinn. Við viljum breyta því,“ sagði Wijnaldum. Liverpool liðið var ekki búið að skora í tveimur leikjum í röð fyrir bikarleikinn á móti Aston Villa. „Svona hlutir gerast. Ég held samt að þetta hafi meira snúist um það að við sköpuðum ekki nógu mörg færi frekar en að við værum ekki að skora mörk. Allir, meðal annars við sjálfir, eru vanir að sjá okkur skora mikið af mörkum og búa til mikið af færum,“ sagði Wijnaldum. On to the next round of the #FACup Happy to contribute with a goal Wish all ill players of @AVFCOfficial get well soon pic.twitter.com/z8qyM0Cce0— Gini Wijnaldum (@GWijnaldum) January 8, 2021 „Fótboltinn er að breytast og liðin eru að breytast. Liðin eru að verða betri og þau eru búin að skoða okkur vel. Þau þekkja orðið okkar styrkleika og hafa sett upp ákveðið leikskipulag. Við verðum bara að passa upp á það að halda áfram að skapa færi,“ sagði Wijnaldum. „Við erum ekki að spila á móti lélegum liðum. Við erum að mæta góðum liðum sem hafa leikgreint okkur. Þetta er því orðið erfiðara fyrir okkur en á síðustu árum. Við verðum bara að finna leiðir til að breyta þessum leikjum til að opna hlutina fyrir okkur,“ sagði Georginio Wijnaldum. Enski boltinn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Sjá meira
Wijnaldum skoraði eitt marka Liverpool liðsins í 4-1 sigri á krakkaliði Aston Villa á föstudagskvöldið en með því tryggði Liverpool sér sæti í 32 liða úrslitum enska bikarsins. Liverpool hefur ekki unnið enska bikarinn síðan 2006 og í knattspyrnustjóratíð Jürgen Klopp hefur liðið aðeins einu sinni komist í átta liða úrslit og aldrei lengra en það. „Við sögðum það í byrjun tímabilsins að við ætluðum okkur að keppa um alla titla,“ sagði Georginio Wijnaldum í samtali við heimasíðu Liverpool. „Auðvitað er það erfitt að spila alltaf með okkar sterkasta lið af því að þetta eru svo margir leikir og því er nauðsynlegt að dreifa álaginu,“ sagði Wijnaldum. Gini Wijnaldum is eager to add the FA Cup to his list of #LFC honours. We said at the beginning of the season that we wanted to play for everything. This [FA Cup] is a competition we want to win. We have won a lot but the FA Cup we haven t won - we want to do it. #awlfc [lfc] pic.twitter.com/XjfCW8CYxF— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 10, 2021 „Við gerðum vel á móti Aston Villa og vonandi tekst okkur líka vel upp í næstu umferð af því að þetta er keppni sem við viljum vinna. Við höfum unnið margra titla á síðustu árum en við höfum ekki unnið enska bikarinn. Við viljum breyta því,“ sagði Wijnaldum. Liverpool liðið var ekki búið að skora í tveimur leikjum í röð fyrir bikarleikinn á móti Aston Villa. „Svona hlutir gerast. Ég held samt að þetta hafi meira snúist um það að við sköpuðum ekki nógu mörg færi frekar en að við værum ekki að skora mörk. Allir, meðal annars við sjálfir, eru vanir að sjá okkur skora mikið af mörkum og búa til mikið af færum,“ sagði Wijnaldum. On to the next round of the #FACup Happy to contribute with a goal Wish all ill players of @AVFCOfficial get well soon pic.twitter.com/z8qyM0Cce0— Gini Wijnaldum (@GWijnaldum) January 8, 2021 „Fótboltinn er að breytast og liðin eru að breytast. Liðin eru að verða betri og þau eru búin að skoða okkur vel. Þau þekkja orðið okkar styrkleika og hafa sett upp ákveðið leikskipulag. Við verðum bara að passa upp á það að halda áfram að skapa færi,“ sagði Wijnaldum. „Við erum ekki að spila á móti lélegum liðum. Við erum að mæta góðum liðum sem hafa leikgreint okkur. Þetta er því orðið erfiðara fyrir okkur en á síðustu árum. Við verðum bara að finna leiðir til að breyta þessum leikjum til að opna hlutina fyrir okkur,“ sagði Georginio Wijnaldum.
Enski boltinn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Sjá meira