Guðmundur Guðmundsson: Held að enginn í handbolta heiminum nema sjálfur Moustafa vilji hafa áhorfendur Andri Már Eggertsson skrifar 10. janúar 2021 19:07 Guðmundur landsliðsþjálfari. vísir/getty „Þetta var mjög erfiður fyrri hálfleikur. Við vorum alls ekki góðir fyrir utan seinustu fimm mínúturnar, við vorum mjög óöruggir sóknarlega þar sem menn sóttu á markið með hálfum hug og vorum við að klikka á dauðafærum sem má alls ekki gerast á HM,” sagði Guðmundur um slæman fyrri hálfleik Íslands. Ísland kom sér inn í leikinn þegar Portúgal fór að spila einum fleiri í sókn sem kom íslenska liðinu á bragðið. „Ég byrjaði á að skamma strákana inni í klefa í hálfleik vegna þess að mér fannst við fara illa að ráði okkar þar sem það vantaði alla grimmd í okkar aðgerðir,” sagði Guðmundur um hálfleiksræðu sína. Guðmundur var himinlifandi hvernig strákarnir nýttu sér viðsnúninginn í seinni hálfleik og gat hann glaðst yfir öllum þáttum leiksins, sókn, vörn og markvörslu. Guðmundur hrósaði Elliða sérstaklega þar sem hann telur mjög mikilvægt að hafa hann til taks, sem kom á daginn þegar Arnar Freyr fékk rautt spjald. Ágúst Elí hefur komið með góða innkomu í liðið í báðum leikjum liðsins á móti Portúgal, Guðmundur vildi ekki tjá sig hvort Ágúst væri orðin númer eitt, en er þó ánægður með innkomur Gústa. „Við þurfum að spila okkar besta leik. Portúgal er með frábært lið, góðar skyttur, frábærir línumenn og miklir líkamlegir yfirburðir sem gerði okkur oft erfitt fyrir. Þeir hafa náð frábærum úrslitum, lögðu meðal annars á móti Frakklandi og Svíþjóð,” sagði Guðmundur um möguleika Íslands í næsta leik á móti Portúgal. Mikil umræða hefur orðið vegna fjölda áhorfenda á leikjum í Egyptalandi sem hefur valdið bæði leikmönnum og þjálfurum áhyggjum komandi inn í mótið. „ Ég vil banna áhorfendur. Ég hreinlega skil ekki þessa hugmynd að leyfa áhorfendur í þessum heimsfaraldri, ég held að enginn í handbolta heiminum nema forseti alþjóða handboltasambandsins geti með nokkrum rökum skilið og eru fáir eða enginn sem styður þessa ákvörðun.” Alexander Petersson var hvíldur í dag og sagði Guðmundur að heilsa hans væri góð og verður klár í HM. Handbolti HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Ísland kom sér inn í leikinn þegar Portúgal fór að spila einum fleiri í sókn sem kom íslenska liðinu á bragðið. „Ég byrjaði á að skamma strákana inni í klefa í hálfleik vegna þess að mér fannst við fara illa að ráði okkar þar sem það vantaði alla grimmd í okkar aðgerðir,” sagði Guðmundur um hálfleiksræðu sína. Guðmundur var himinlifandi hvernig strákarnir nýttu sér viðsnúninginn í seinni hálfleik og gat hann glaðst yfir öllum þáttum leiksins, sókn, vörn og markvörslu. Guðmundur hrósaði Elliða sérstaklega þar sem hann telur mjög mikilvægt að hafa hann til taks, sem kom á daginn þegar Arnar Freyr fékk rautt spjald. Ágúst Elí hefur komið með góða innkomu í liðið í báðum leikjum liðsins á móti Portúgal, Guðmundur vildi ekki tjá sig hvort Ágúst væri orðin númer eitt, en er þó ánægður með innkomur Gústa. „Við þurfum að spila okkar besta leik. Portúgal er með frábært lið, góðar skyttur, frábærir línumenn og miklir líkamlegir yfirburðir sem gerði okkur oft erfitt fyrir. Þeir hafa náð frábærum úrslitum, lögðu meðal annars á móti Frakklandi og Svíþjóð,” sagði Guðmundur um möguleika Íslands í næsta leik á móti Portúgal. Mikil umræða hefur orðið vegna fjölda áhorfenda á leikjum í Egyptalandi sem hefur valdið bæði leikmönnum og þjálfurum áhyggjum komandi inn í mótið. „ Ég vil banna áhorfendur. Ég hreinlega skil ekki þessa hugmynd að leyfa áhorfendur í þessum heimsfaraldri, ég held að enginn í handbolta heiminum nema forseti alþjóða handboltasambandsins geti með nokkrum rökum skilið og eru fáir eða enginn sem styður þessa ákvörðun.” Alexander Petersson var hvíldur í dag og sagði Guðmundur að heilsa hans væri góð og verður klár í HM.
Handbolti HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira