Óttast „glatað sumar“ vegna tvöfaldrar skimunar Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2021 21:41 Þingkonurnar Sigríður Á. Andersen, Hanna Katrín Friðriksson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir voru á meðal gesta í Sprengisandi. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það skipta sköpum fyrir ferðaþjónustuna að fólk sé ekki skyldað til þess að vera í sóttkví milli skimana og er hún ekki hrifin af þeirri hugmynd að einhverjir gætu verið skyldaðir í farsóttahúsið ef þeir greinist með tiltekið afbrigði veirunnar. Hún efist um að það sé lagaheimild fyrir slíkum aðgerðum. „Þegar tvöfalda skimunin var sett á í ágúst, þá héldu allir að þetta væri allt saman búið; mönnum var veitt fálkaorðan og blómin voru dreifð út um allt. Það var svo mörgum þakkað fyrir að ég held að ef þið flettið upp í ræðum Alþingismanna á síðasta ári þá held ég að orðin „ég þakka“ komi þar mest fyrir af öllum orðum og það var klappað og klappað. Svo gerist það mánuði seinna að það verður einhver rosaleg bylgja og við lendum í þessari annarri bylgju sem allir aðrir eru að lenda í,“ sagði Sigríður í viðtali í Sprengisandi í dag. Hún segir tvöfalda skimun hafa haft lítið að segja þar og miðað við hennar kannanir hafi tilfelli sem greinast í seinni skimun verið „á pari“ við greind tilfelli innanlands. Hún myndi vilja fá frekari umræðu um hversu lengi eigi að halda sig við að skylda fólk í einangrun og mikill skortur sé á upplýsingum varðandi það. „Ég vil bara að þetta sé bara allt opið fyrir öllum til að allir geta áttað sig á þessu.“ Þá sé hún ekki hrifin af þeim hugmyndum að skylda alla í tvöfalda skimun til landsins og enn síður að fólk sé skyldað í farsóttahús. „Þessi umræða finnst mér orðin svolítið stjórnlaus, reyndar fyrir löngu. Það er engin lagaheimild fyrir svona ákvörðunum. Þetta finnst mér allt vanta og enn þá er ekki búið að breyta sóttvarnalögum.“ Umræðan um sóttvarnaaðgerðir hefst eftir nítjándu mínútu. „Er einhver virkilega að bóka sumarfrí núna í janúar?“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist gera sér grein fyrir því að staðan í ferðaþjónustunni sé erfið. Þó verði ekki litið fram hjá því að Ísland hafi náð mjög góðum árangri og hún hefur stutt aðgerðirnar til þessa. „Er einhver virkilega að bóka sumarfrí núna í janúar? Ferðaþjónustan hefur verið að tala um að í janúar sé aðallega verið að bóka sumarfríin, ég held að almennt í heiminum sé fólk ekki að hugsa um hvert það ætli að ferðast núna,“ sagði hún og bætti við að faraldurinn væri á uppleið allt í kringum okkur. Það sanni að Ísland hafi verið að gera rétta hluti. Þá segir hún flesta Íslendinga vilja frekar slaka á aðgerðum innanlands áður en ráðist sé í breytingar á landamærunum. Flestir séu jafnframt sáttir við sóttvarnaaðgerðir miðað við kannanir og því sé tæplega efst í huga fólks að huga að ferðalögum erlendis. „Hvað er að gerast núna í Danmörku og Bretlandi og varðandi flugið? Þar er verið að herða á öllu. Þetta snýst ekki bara um landamærin á Íslandi, þetta snýst náttúrulega um stöðuna í heiminum.“ Frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Væntingastjórnun í bóluefnamálum fær falleinkunn „Við erum búin að fara í gegnum þessa fasa: Það er smitin, það eru sóttvarnaviðbrögðin og síðan er það bólusetningin. Alltaf lendum við í þessari upplýsingaóreiðu og það er alveg hárrétt – það er algjörlega óþolandi að það skuli ekki vera hægt að leggja þetta á borðið,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í umræðunni. Hún segir erfitt að vega og meta mismunandi þætti án nauðsynlegra upplýsinga, og því þurfi alltaf að taka afstöðu til afmarkaðra hluta hverju sinni. Bólusetningaráform skipti þó höfuðmáli en hún telur stjórnvöld hafa fallið á prófinu hvað varðar væntingastjórnun í þeim efnum. „Þar erum við búin að fá gríðarlega mismunandi upplýsingar. Einhver tiltekur það sem stendur í samningum við lyfjaframleiðendum, sem er háð allskonar takmörkunum, einhver talar bara um einhverjar vonir og svo eru enn aðrir sem tala um raunverulega afhendingaáætlun út frá raunveruleikanum,“ sagði Hanna Katrín og bætti við að staðan væri ekki jafn góð og menn vildu láta fyrir nokkrum vikum. „Þetta blandast allt saman þannig að við verðum að hafa raunsanna mynd af því. Við erum búin að kaupa nóg bóluefni, þetta snýst um hvernig bólusetjum við. Á hvaða hraða það gerist. Flöskuhálsinn er afhendingin.“ Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjartsýnn á að bólusetningu verði lokið hér á landi í sumar Vonir glæðast um að það styttist í hjarðónæmi á Íslandi og reikna má með því að bólusetningu við Covid-19 verði lokið um mitt sumar. Þetta segir Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um bóluefni. 9. janúar 2021 21:34 Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Sjá meira
„Þegar tvöfalda skimunin var sett á í ágúst, þá héldu allir að þetta væri allt saman búið; mönnum var veitt fálkaorðan og blómin voru dreifð út um allt. Það var svo mörgum þakkað fyrir að ég held að ef þið flettið upp í ræðum Alþingismanna á síðasta ári þá held ég að orðin „ég þakka“ komi þar mest fyrir af öllum orðum og það var klappað og klappað. Svo gerist það mánuði seinna að það verður einhver rosaleg bylgja og við lendum í þessari annarri bylgju sem allir aðrir eru að lenda í,“ sagði Sigríður í viðtali í Sprengisandi í dag. Hún segir tvöfalda skimun hafa haft lítið að segja þar og miðað við hennar kannanir hafi tilfelli sem greinast í seinni skimun verið „á pari“ við greind tilfelli innanlands. Hún myndi vilja fá frekari umræðu um hversu lengi eigi að halda sig við að skylda fólk í einangrun og mikill skortur sé á upplýsingum varðandi það. „Ég vil bara að þetta sé bara allt opið fyrir öllum til að allir geta áttað sig á þessu.“ Þá sé hún ekki hrifin af þeim hugmyndum að skylda alla í tvöfalda skimun til landsins og enn síður að fólk sé skyldað í farsóttahús. „Þessi umræða finnst mér orðin svolítið stjórnlaus, reyndar fyrir löngu. Það er engin lagaheimild fyrir svona ákvörðunum. Þetta finnst mér allt vanta og enn þá er ekki búið að breyta sóttvarnalögum.“ Umræðan um sóttvarnaaðgerðir hefst eftir nítjándu mínútu. „Er einhver virkilega að bóka sumarfrí núna í janúar?“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist gera sér grein fyrir því að staðan í ferðaþjónustunni sé erfið. Þó verði ekki litið fram hjá því að Ísland hafi náð mjög góðum árangri og hún hefur stutt aðgerðirnar til þessa. „Er einhver virkilega að bóka sumarfrí núna í janúar? Ferðaþjónustan hefur verið að tala um að í janúar sé aðallega verið að bóka sumarfríin, ég held að almennt í heiminum sé fólk ekki að hugsa um hvert það ætli að ferðast núna,“ sagði hún og bætti við að faraldurinn væri á uppleið allt í kringum okkur. Það sanni að Ísland hafi verið að gera rétta hluti. Þá segir hún flesta Íslendinga vilja frekar slaka á aðgerðum innanlands áður en ráðist sé í breytingar á landamærunum. Flestir séu jafnframt sáttir við sóttvarnaaðgerðir miðað við kannanir og því sé tæplega efst í huga fólks að huga að ferðalögum erlendis. „Hvað er að gerast núna í Danmörku og Bretlandi og varðandi flugið? Þar er verið að herða á öllu. Þetta snýst ekki bara um landamærin á Íslandi, þetta snýst náttúrulega um stöðuna í heiminum.“ Frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Væntingastjórnun í bóluefnamálum fær falleinkunn „Við erum búin að fara í gegnum þessa fasa: Það er smitin, það eru sóttvarnaviðbrögðin og síðan er það bólusetningin. Alltaf lendum við í þessari upplýsingaóreiðu og það er alveg hárrétt – það er algjörlega óþolandi að það skuli ekki vera hægt að leggja þetta á borðið,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í umræðunni. Hún segir erfitt að vega og meta mismunandi þætti án nauðsynlegra upplýsinga, og því þurfi alltaf að taka afstöðu til afmarkaðra hluta hverju sinni. Bólusetningaráform skipti þó höfuðmáli en hún telur stjórnvöld hafa fallið á prófinu hvað varðar væntingastjórnun í þeim efnum. „Þar erum við búin að fá gríðarlega mismunandi upplýsingar. Einhver tiltekur það sem stendur í samningum við lyfjaframleiðendum, sem er háð allskonar takmörkunum, einhver talar bara um einhverjar vonir og svo eru enn aðrir sem tala um raunverulega afhendingaáætlun út frá raunveruleikanum,“ sagði Hanna Katrín og bætti við að staðan væri ekki jafn góð og menn vildu láta fyrir nokkrum vikum. „Þetta blandast allt saman þannig að við verðum að hafa raunsanna mynd af því. Við erum búin að kaupa nóg bóluefni, þetta snýst um hvernig bólusetjum við. Á hvaða hraða það gerist. Flöskuhálsinn er afhendingin.“
Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjartsýnn á að bólusetningu verði lokið hér á landi í sumar Vonir glæðast um að það styttist í hjarðónæmi á Íslandi og reikna má með því að bólusetningu við Covid-19 verði lokið um mitt sumar. Þetta segir Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um bóluefni. 9. janúar 2021 21:34 Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Sjá meira
Bjartsýnn á að bólusetningu verði lokið hér á landi í sumar Vonir glæðast um að það styttist í hjarðónæmi á Íslandi og reikna má með því að bólusetningu við Covid-19 verði lokið um mitt sumar. Þetta segir Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um bóluefni. 9. janúar 2021 21:34
Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent