„Lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2021 14:51 Guðfinnur Óskarsson hefur hlotið dóm hér á landi fyrir ölvunarakstur. Mynd frá lögreglunni í Englandi Guðfinnur Óskarsson hefur verið ákærður fyrir hótanir í garð tæplega fimmtugs karlmanns. Ákæran á hendur Guðfinni er birt í Lögbirtingablaðinu í dag þar sem ekki hefur tekist að birta honum ákæruna í persónu. Hann er kvaddur til þingfestingar málsins þann 18. febrúar næstkomandi. Guðfinnur, sem talinn er búsettur í Færeyjum samkvæmt því sem kemur í ákærunni, er ákærður fyrir hótanir í október 2016. Þá hafi Guðfinnur hringt í karlmann og hótað ofbeldi með eftirfarandi ummælum sem hafi verið til þess fallin að vekja ótta um líf, heilbrigði og velferð hans. Ummælin má lesa að neðan en nafn einstaklings sem ekki tengist málinu hefur verið fjarlægt af blaðamanni. 1. „Að þá lem ég þig, ég lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig og utan það að ég þoli ekki svona aumingja eins og þú.“ 2. „Á ég að berja þig eða? Mig munar ekkert um að sitja lengur í fangelsi sko.“ 3. „Mig munar ekkert um að sitjir of lengi í fangelsi, annaðhvort ræðir þú við [] eða, eða ég drep þig og það er svo einfalt. Ég læt þig bara hverfa.“ 4. „Komdu, komdu heim til [] núna og ég drep þig bara hérna rétt fyrir utan.“ 5. „Taktu á móti karlmanni sem tekur á móti, ég mana þig.“ 6. „Þú ert bara aumingi, komdu, komdu fyrir utan hjá henni og ég lem þig.“ 7. „Ég drep þig næst ef þú segir eitthvað við hana á netinu.“ 8. „Og ef að þú ætlar að hringja í lögguna þá er mér alveg sama, mér munar ekkert um að sitja lengur inni.“ 9. „Ég drep þig.“ 10. „Komdu ég ætla að berja þig, komdu veistu það mér langar svo að berja þig að.“ 11. „Hvar, hvar ertu? Ég ætla að koma og berja þig.“ 12. „Veistu það að ég ætla svo að berja þig að mamma þín á eftir að grenja í hvert skipti sem að hún þú veist hefur hugsað um að eignast þig. Ég ætla svo að berja þig.“ Teljast ummælin varða við 233. grein almennra hegningarlaga. Mæti Guðfinnur ekki í þingfestingu þann 18. febrúar mun dómstóllinn líta svo á að hann viðurkenni sekt í málinu og dæmt í því að honum fjarstöddum. Guðfinnur er ekki ókunnugur dómsalnum en hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Englandi árið 2015 fyrir að hafa svikið fé af unnustu sinni sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíðu. Í frétt breska vefmiðilsins Yorkshire Evening Post sagði að Guðfinnur hefði haft um 30 þúsund pund, jafnvirði á sjöttu milljón króna, af kærustu sinni en hann flutti utan til Leeds þar sem þau bjuggu um tíma saman. Af Facebook-síðu Guðfinns er hann búsettur í Prag í Tékklandi. Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Guðfinnur, sem talinn er búsettur í Færeyjum samkvæmt því sem kemur í ákærunni, er ákærður fyrir hótanir í október 2016. Þá hafi Guðfinnur hringt í karlmann og hótað ofbeldi með eftirfarandi ummælum sem hafi verið til þess fallin að vekja ótta um líf, heilbrigði og velferð hans. Ummælin má lesa að neðan en nafn einstaklings sem ekki tengist málinu hefur verið fjarlægt af blaðamanni. 1. „Að þá lem ég þig, ég lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig og utan það að ég þoli ekki svona aumingja eins og þú.“ 2. „Á ég að berja þig eða? Mig munar ekkert um að sitja lengur í fangelsi sko.“ 3. „Mig munar ekkert um að sitjir of lengi í fangelsi, annaðhvort ræðir þú við [] eða, eða ég drep þig og það er svo einfalt. Ég læt þig bara hverfa.“ 4. „Komdu, komdu heim til [] núna og ég drep þig bara hérna rétt fyrir utan.“ 5. „Taktu á móti karlmanni sem tekur á móti, ég mana þig.“ 6. „Þú ert bara aumingi, komdu, komdu fyrir utan hjá henni og ég lem þig.“ 7. „Ég drep þig næst ef þú segir eitthvað við hana á netinu.“ 8. „Og ef að þú ætlar að hringja í lögguna þá er mér alveg sama, mér munar ekkert um að sitja lengur inni.“ 9. „Ég drep þig.“ 10. „Komdu ég ætla að berja þig, komdu veistu það mér langar svo að berja þig að.“ 11. „Hvar, hvar ertu? Ég ætla að koma og berja þig.“ 12. „Veistu það að ég ætla svo að berja þig að mamma þín á eftir að grenja í hvert skipti sem að hún þú veist hefur hugsað um að eignast þig. Ég ætla svo að berja þig.“ Teljast ummælin varða við 233. grein almennra hegningarlaga. Mæti Guðfinnur ekki í þingfestingu þann 18. febrúar mun dómstóllinn líta svo á að hann viðurkenni sekt í málinu og dæmt í því að honum fjarstöddum. Guðfinnur er ekki ókunnugur dómsalnum en hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Englandi árið 2015 fyrir að hafa svikið fé af unnustu sinni sem hann kynntist í gegnum stefnumótasíðu. Í frétt breska vefmiðilsins Yorkshire Evening Post sagði að Guðfinnur hefði haft um 30 þúsund pund, jafnvirði á sjöttu milljón króna, af kærustu sinni en hann flutti utan til Leeds þar sem þau bjuggu um tíma saman. Af Facebook-síðu Guðfinns er hann búsettur í Prag í Tékklandi.
1. „Að þá lem ég þig, ég lem þig svo illa að mamma þín á eftir að skammast sín fyrir að eiga þig og utan það að ég þoli ekki svona aumingja eins og þú.“ 2. „Á ég að berja þig eða? Mig munar ekkert um að sitja lengur í fangelsi sko.“ 3. „Mig munar ekkert um að sitjir of lengi í fangelsi, annaðhvort ræðir þú við [] eða, eða ég drep þig og það er svo einfalt. Ég læt þig bara hverfa.“ 4. „Komdu, komdu heim til [] núna og ég drep þig bara hérna rétt fyrir utan.“ 5. „Taktu á móti karlmanni sem tekur á móti, ég mana þig.“ 6. „Þú ert bara aumingi, komdu, komdu fyrir utan hjá henni og ég lem þig.“ 7. „Ég drep þig næst ef þú segir eitthvað við hana á netinu.“ 8. „Og ef að þú ætlar að hringja í lögguna þá er mér alveg sama, mér munar ekkert um að sitja lengur inni.“ 9. „Ég drep þig.“ 10. „Komdu ég ætla að berja þig, komdu veistu það mér langar svo að berja þig að.“ 11. „Hvar, hvar ertu? Ég ætla að koma og berja þig.“ 12. „Veistu það að ég ætla svo að berja þig að mamma þín á eftir að grenja í hvert skipti sem að hún þú veist hefur hugsað um að eignast þig. Ég ætla svo að berja þig.“
Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira