„Megum ekki gleyma því að við erum líka með dúndurlið“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. janúar 2021 19:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson er margreyndur landsliðsmaður. Skjáskot Stöð 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, segir að sóknarleikur Íslands sé augljós veikleiki eftir fyrsta leikinn af þremur gegn Portúgal sem tapaðist ytra í gær, 26-24. Ísland spilar þrjá leiki við Portúgal á rúmri viku; tvo leiki í undankeppni EM 2022 og fyrsti leikurinn á HM í Egyptalandi verður einnig gegn portúgalska liðinu. Ásgeir Örn fylgdist með tapinu í gær og sagði sóknarleikinn sem og línuspilið ábótavant en var ánægður með varnarleikinn. „Sóknarleikurinn er augljós veikleiki í gær. Við vorum staðir og hægir og menn voru að gera einföld mistök. Það eru mikil tækifæri þar til að stíga upp og bæta þá þætti,“ sagði Ásgeir Örn. „Það gekk ekki mikið upp í línuspilinu sem var skrýtið því Portúgalarnir spiluðu ákafa vörn. Það hefði átt að skapast töluverð tækifæri þar og pláss en við náðum því ekki og það þurfa þjálfarnir að fara yfir.“ „Mér fannst varnarleikurinn á mörgum köflum mjög fínn. Kannski verða einhverjar áherslubreytingar. Til að mynda gæti hann notað Alexander ef hann er heill, bara varnarlega, og Ómar sóknarlega.“ Hann segir að Guðmundur og teymið geti breytt litlum hlutum hér og þar. Það þurfi að finna betra jafnvægi sóknarlega. „Það eru lítil atriði hér og þar sem hann gæti breytt en mér finnst mjög ólíklegt að hann breyti einhverju grunnskipulagi varnarlega.“ „Hann þarf að finna meira jafnvægi sóknarlega. Það þarf að koma meira flot. Hvort sem það er með nýjum leikmönnum eða leikskipulagsbreytingar. Það þarf meiri hraða og ákefð sóknarlega.“ Ásgeir segir að Portúgal sé með hörkulið en það séum við líka með. Þannig kröfur eigum við að setja á okkar lið. „Þetta er mjög gott lið. Flottir leikmenn og augljóslega búnir að spila saman lengi. Þeir eru margir í sama félagsliði en við megum ekki gleyma því að við erum líka með dúndurlið með leikmenn í bestu liðum í heimi. Við eigum að setja kröfur á okkur líka að vinna þennan leik og þessa leiki sem eru framundan. Ég hef bullandi trú,“ sagði Ásgeir. Klippa: Sportpakkinn - Ásgeir Örn um landsliðið Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Ísland spilar þrjá leiki við Portúgal á rúmri viku; tvo leiki í undankeppni EM 2022 og fyrsti leikurinn á HM í Egyptalandi verður einnig gegn portúgalska liðinu. Ásgeir Örn fylgdist með tapinu í gær og sagði sóknarleikinn sem og línuspilið ábótavant en var ánægður með varnarleikinn. „Sóknarleikurinn er augljós veikleiki í gær. Við vorum staðir og hægir og menn voru að gera einföld mistök. Það eru mikil tækifæri þar til að stíga upp og bæta þá þætti,“ sagði Ásgeir Örn. „Það gekk ekki mikið upp í línuspilinu sem var skrýtið því Portúgalarnir spiluðu ákafa vörn. Það hefði átt að skapast töluverð tækifæri þar og pláss en við náðum því ekki og það þurfa þjálfarnir að fara yfir.“ „Mér fannst varnarleikurinn á mörgum köflum mjög fínn. Kannski verða einhverjar áherslubreytingar. Til að mynda gæti hann notað Alexander ef hann er heill, bara varnarlega, og Ómar sóknarlega.“ Hann segir að Guðmundur og teymið geti breytt litlum hlutum hér og þar. Það þurfi að finna betra jafnvægi sóknarlega. „Það eru lítil atriði hér og þar sem hann gæti breytt en mér finnst mjög ólíklegt að hann breyti einhverju grunnskipulagi varnarlega.“ „Hann þarf að finna meira jafnvægi sóknarlega. Það þarf að koma meira flot. Hvort sem það er með nýjum leikmönnum eða leikskipulagsbreytingar. Það þarf meiri hraða og ákefð sóknarlega.“ Ásgeir segir að Portúgal sé með hörkulið en það séum við líka með. Þannig kröfur eigum við að setja á okkar lið. „Þetta er mjög gott lið. Flottir leikmenn og augljóslega búnir að spila saman lengi. Þeir eru margir í sama félagsliði en við megum ekki gleyma því að við erum líka með dúndurlið með leikmenn í bestu liðum í heimi. Við eigum að setja kröfur á okkur líka að vinna þennan leik og þessa leiki sem eru framundan. Ég hef bullandi trú,“ sagði Ásgeir. Klippa: Sportpakkinn - Ásgeir Örn um landsliðið
Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira