Ýti undir umræðu að lögregla sé hliðholl svona öflum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2021 13:01 Mótmælendur hliðhollir Donald Trump ræða við lögreglu í bandaríska þinghúsinu í gær. Getty Images/Win McNamee Utanríkisráðherra segir það hafa verið ógnvekjandi að horfa á myndir af atburðunum í Washington í gær. Þeir sem réðust inn í þingið séu óþjóðalýður og að viðbrögð Donalds Trumps hafi ekki staðist væntingar. Stjórnmálafræðingur segir það hafa komið á óvart hver óundirbúin löggæsluyfirvöld voru þrátt fyrir að það hafi mátt blasa við í hvað stefndi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að það hafi verið ógnvekjandi að fylgjast með atburðunum í gær. „En það sem er er gott í þessu er það að forystumenn í stjórnmálum upp til hópa brugðust allir rétt við.“ Á ögurstundum sem þessari þegar verja þurfi lýðræðislegar stofnanir sé mikilvægt að leiðtogar geri allt sem þeir geti til að svo megi verða og bregðist hratt við. Guðlaugur Þór segir Trump ekki hafa staðist prófið.Vísir/Vilhelm „En það eru ekki allir sem stóðust það próf,“ segir Guðlaugur og vísar í viðbrögð og aðgerðir Donalds Trump, fráfarandi forseta. „Þær stóðust ekki væntinar sem við gerum til lýðræðislegra forystumanna.“ Það sé fullkomnlega eðlilegt að mótmæla með friðsömum hætti. „Þeir sem ráðast inn í stofnanir með ofbeldi er einfaldlega óþjóðalýður“ Hann voni að þetta hafi verið einstakur atburður. Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann segir það eiga eftir að koma í ljós hvort um sé að ræða einstakan atburð eða hvort atburðurinn gefi tóninn um áframhaldandi menningarátök í Bandaríkjunum. „Það á bara eftir að koma í ljós hvort nýjum stjórnvöldum þar takist að lægja þær öldur eða hvort þær magnist og það brjóstist út enn frekari skærur.“ Eiríkur Bergmann undrast hve auðveldlega mótmælendur hafi komist inn í þinghúsið.Vísir Innrásarmúgurinn hafi fyrst og fremst farið af stað með þessum hætti til að reyna koma í veg fyrir að niðurstaða kosninganna verði virtar. „Og þrátt fyrir að kannski þetta fólk beri ekki í brjósti mjög mikla von um að breyta þessari niðrustöðu í nóvember þá er það að syna óánæju sína í verki með þessari árás. „Þetta er auðvitað bara hernaðarlegt ástand sem er komið upp í Bandaríkjunum.“ Það hafi komið honum á óvart hversu langt þetta gekk í gær og hve óundirbúin löggæsluyfirvöld voru þrátt fyrir að það hafi mátt blasa við í hvað stefndi. „Hversu langt mönnum var leyft að ganga án þess að lögregla skærist almennilega í leikinn. Það mun ekki gera neitt til að draga úr þeirri umræðu og gagnrýni á umræðuna að hluti hennar sé hliðholl öflum á borð við þessi.“ Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum Utanríkismál Tengdar fréttir „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu vekja furðu Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu Bandaríkjaþings við áhlaupi æstra stuðningsmanna Donalds Trump, forseta, á þinghúsið í gær hafa vakið mikla furðu meðal þingmanna og sérfræðinga. Þingmenn hafa þegar heitið því að rannsaka störf lögreglunnar og með stjórn á báðum deildum þingsins eru Demókratar í stöðu til að gera breytingar. 7. janúar 2021 09:10 Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að það hafi verið ógnvekjandi að fylgjast með atburðunum í gær. „En það sem er er gott í þessu er það að forystumenn í stjórnmálum upp til hópa brugðust allir rétt við.“ Á ögurstundum sem þessari þegar verja þurfi lýðræðislegar stofnanir sé mikilvægt að leiðtogar geri allt sem þeir geti til að svo megi verða og bregðist hratt við. Guðlaugur Þór segir Trump ekki hafa staðist prófið.Vísir/Vilhelm „En það eru ekki allir sem stóðust það próf,“ segir Guðlaugur og vísar í viðbrögð og aðgerðir Donalds Trump, fráfarandi forseta. „Þær stóðust ekki væntinar sem við gerum til lýðræðislegra forystumanna.“ Það sé fullkomnlega eðlilegt að mótmæla með friðsömum hætti. „Þeir sem ráðast inn í stofnanir með ofbeldi er einfaldlega óþjóðalýður“ Hann voni að þetta hafi verið einstakur atburður. Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann segir það eiga eftir að koma í ljós hvort um sé að ræða einstakan atburð eða hvort atburðurinn gefi tóninn um áframhaldandi menningarátök í Bandaríkjunum. „Það á bara eftir að koma í ljós hvort nýjum stjórnvöldum þar takist að lægja þær öldur eða hvort þær magnist og það brjóstist út enn frekari skærur.“ Eiríkur Bergmann undrast hve auðveldlega mótmælendur hafi komist inn í þinghúsið.Vísir Innrásarmúgurinn hafi fyrst og fremst farið af stað með þessum hætti til að reyna koma í veg fyrir að niðurstaða kosninganna verði virtar. „Og þrátt fyrir að kannski þetta fólk beri ekki í brjósti mjög mikla von um að breyta þessari niðrustöðu í nóvember þá er það að syna óánæju sína í verki með þessari árás. „Þetta er auðvitað bara hernaðarlegt ástand sem er komið upp í Bandaríkjunum.“ Það hafi komið honum á óvart hversu langt þetta gekk í gær og hve óundirbúin löggæsluyfirvöld voru þrátt fyrir að það hafi mátt blasa við í hvað stefndi. „Hversu langt mönnum var leyft að ganga án þess að lögregla skærist almennilega í leikinn. Það mun ekki gera neitt til að draga úr þeirri umræðu og gagnrýni á umræðuna að hluti hennar sé hliðholl öflum á borð við þessi.“
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum Utanríkismál Tengdar fréttir „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu vekja furðu Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu Bandaríkjaþings við áhlaupi æstra stuðningsmanna Donalds Trump, forseta, á þinghúsið í gær hafa vakið mikla furðu meðal þingmanna og sérfræðinga. Þingmenn hafa þegar heitið því að rannsaka störf lögreglunnar og með stjórn á báðum deildum þingsins eru Demókratar í stöðu til að gera breytingar. 7. janúar 2021 09:10 Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37
Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu vekja furðu Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu Bandaríkjaþings við áhlaupi æstra stuðningsmanna Donalds Trump, forseta, á þinghúsið í gær hafa vakið mikla furðu meðal þingmanna og sérfræðinga. Þingmenn hafa þegar heitið því að rannsaka störf lögreglunnar og með stjórn á báðum deildum þingsins eru Demókratar í stöðu til að gera breytingar. 7. janúar 2021 09:10
Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02