Maðurinn sem Obama tilnefndi í Hæstarétt verður dómsmálaráðherra Bidens Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2021 09:04 Hinn 68 ára Merrick Garland verður að öllum líkindum dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Joes Biden. EPA Dómarinn Merrick Garland, sem Barack Obama tilnefndi sem hæstaréttardómara árið 2016 en þingmenn Repúblikana neituðu að staðfesta í embætti, verður dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Joes Biden. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær, um það leyti þegar stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ruddust inn í þinghúsið. Hinn 68 ára Garland starfar nú sem forseti áfrýjunardómstóls í höfuðborginni Washington. Í forsetatíð Bills Clinton starfaði hann í dómsmálaráðuneytinu þar sem hann fór sem saksóknari fyrir fjölda stórra dómsmála. Obama tilnefndi Garland til að taka við stöðu Antonin Scalia í Hæstarétti Bandaríkjanna þegar Scalia lést í byrjun árs 2016. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjanna, neitaði hins vegar að setja atkvæðagreiðslu um skipan Garland á dagskrá þingsins. Sagði McConnell þá að rétt væri að nýr dómari yrði skipaður að loknum forsetakosningunum. Átta mánuðir voru þá til kosninganna. Á síðasta ári reitti McConnell svo Demókrata til mikillar reiði þegar hann kom staðfestingu hinnar íhaldssömu Amy Coney Barrett sem arftaka hæstaréttardómarans Ruth Bader Ginsburg greiðlega í gegnum þingið, þó að innan við mánuður væri þá til forsetakosninga. Valdamikil staða losnar Ljóst má vera margir úr röðum frjálslyndra Demókrata eru ekki á eitt sáttir með valið á Garland, þar sem hann þykir ef til vill hófsamari en aðrir sem þóttu koma til greina. Með valinu á Garland myndi losna dómarastaða í áfrýjunardómstólnum í höfuðborginni, sem almennt er talinn næstvaldamesti dómstóll landsins. Gæfist Demókrötum þá færi á að skipa yngri einstakling í stöðuna og hefur nafn hinnar fimmtugu Ketanji Brown Jackson þar verið nefnt til sögunnar. CBS segir frá því að aðrir sem þóttu koma til greina sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Biden voru fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Doug Jones og Sally Yates fyrrverandi aðstoðardómsmálaráðherra. Bandaríkin Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Barack Obama Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær, um það leyti þegar stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ruddust inn í þinghúsið. Hinn 68 ára Garland starfar nú sem forseti áfrýjunardómstóls í höfuðborginni Washington. Í forsetatíð Bills Clinton starfaði hann í dómsmálaráðuneytinu þar sem hann fór sem saksóknari fyrir fjölda stórra dómsmála. Obama tilnefndi Garland til að taka við stöðu Antonin Scalia í Hæstarétti Bandaríkjanna þegar Scalia lést í byrjun árs 2016. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjanna, neitaði hins vegar að setja atkvæðagreiðslu um skipan Garland á dagskrá þingsins. Sagði McConnell þá að rétt væri að nýr dómari yrði skipaður að loknum forsetakosningunum. Átta mánuðir voru þá til kosninganna. Á síðasta ári reitti McConnell svo Demókrata til mikillar reiði þegar hann kom staðfestingu hinnar íhaldssömu Amy Coney Barrett sem arftaka hæstaréttardómarans Ruth Bader Ginsburg greiðlega í gegnum þingið, þó að innan við mánuður væri þá til forsetakosninga. Valdamikil staða losnar Ljóst má vera margir úr röðum frjálslyndra Demókrata eru ekki á eitt sáttir með valið á Garland, þar sem hann þykir ef til vill hófsamari en aðrir sem þóttu koma til greina. Með valinu á Garland myndi losna dómarastaða í áfrýjunardómstólnum í höfuðborginni, sem almennt er talinn næstvaldamesti dómstóll landsins. Gæfist Demókrötum þá færi á að skipa yngri einstakling í stöðuna og hefur nafn hinnar fimmtugu Ketanji Brown Jackson þar verið nefnt til sögunnar. CBS segir frá því að aðrir sem þóttu koma til greina sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Biden voru fyrrverandi öldungadeildarþingmaðurinn Doug Jones og Sally Yates fyrrverandi aðstoðardómsmálaráðherra.
Bandaríkin Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Barack Obama Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira