Farþegafjöldi tvöfaldaðist milli mánaða en 95 prósent samdráttur milli ára Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 17:54 Icelandair flutti um 14.500 farþega til og frá Íslandi í desember. Vísir/Vilhelm Fjöldi farþega sem ferðuðust með Icelandair tvöfaldaðist milli mánaða í desember. Fjölgunin endurspeglast í flutningatölum Icelandair Group fyrir desembermánuð sem birtar voru í Kauphöll í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þrátt fyrir þetta nam heildarfjöldi farþega í millilandaflugi um 14.500 í desember sem jafngildir 95 prósenta samdrætti milli ára. Tíðni flugferða var aukin og fjöldi áfangastaða sömuleiðis yfir hátíðarnar til að mæta aukinni eftirspurn að því er segir ennfremur í tilkynningunni en fraktflutningar félagsins voru sambærilegir og í desember 2019. Álíka margir ferðuðust til landsins og frá því, eða um sjö þúsund. Farþegafjöldi í tengiflugi milli Evrópu og Norður Ameríku var enn í lágmarki vegna ferðatakmarkana vestanhafs og á ytri landamærum Schengen. Alls dróst heildarsætaframboð Icelandair saman um92% í desember samanborið við sama mánuð 2019. „Eins og gefur að skilja hafði COVID-19 faraldurinn umtalsverð áhrif á starfsemi Icelandair á nýliðnu ári. Heildarfjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair á árinu 2020 var um 763 þúsund og dróst saman um 83% á milli ára. Sætaframboð dróst saman um 81% á milli ára,“ segir í tilkynningu Icelandair. Innanlandsflug dróst einnig saman Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var um 10.200 í desember sem er 43 prósent fækkun milli ára og dróst framboð í innanlandsflugi saman um 36 prósent milli ára. Þannig var heildarfjöldi farþega í innanlandsflugi um 128 þúsund á árinu 2020 og dróst saman um 55 prósent milli ára. Heildarframboð innanlandsflugs á árinu dróst saman um 58 prósent. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það vera hlutverk félagsins að tryggja samgöngur til og frá Íslandi, ekki síst á þessum árstíma, að því er haft er eftir Boga í tilkynningunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm „Við fundum fyrir auknum áhuga á flugi yfir hátíðirnar, fyrst og fremst frá Íslendingum sem vildu komast heim, sem við mættum með aukinni tíðni og fjölgun áfangastaða frá því sem verið hefur að undanförnu. Flutningatölur félagsins fyrir árið í heild endurspeglast af þeim aðstæðum sem ríkt hafa í alþjóðaflugi á nýliðnu ári, þar sem farþegaflug hefur verið í lágmarki. Fraktflutningar okkar hafa hins vegar gengið vel á árinu. Þar tókst okkur að skapa ný verkefni, svo sem með flutningi á lækningavörum frá Kína til Evrópu og Norður Ameríku og auknum umsvifum í fraktflutningum á Norður Atlantshafinu. Þá var ánægjulegt að geta aukið farþegaflug með skömmum fyrirvara, fyrst í sumar og nú aftur um jólin. Þrátt fyrir að talsverð óvissa sé framundan erum vel undirbúin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem nýtt ár færir okkur,“ er ennfremur haft eftir Boga. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Tíðni flugferða var aukin og fjöldi áfangastaða sömuleiðis yfir hátíðarnar til að mæta aukinni eftirspurn að því er segir ennfremur í tilkynningunni en fraktflutningar félagsins voru sambærilegir og í desember 2019. Álíka margir ferðuðust til landsins og frá því, eða um sjö þúsund. Farþegafjöldi í tengiflugi milli Evrópu og Norður Ameríku var enn í lágmarki vegna ferðatakmarkana vestanhafs og á ytri landamærum Schengen. Alls dróst heildarsætaframboð Icelandair saman um92% í desember samanborið við sama mánuð 2019. „Eins og gefur að skilja hafði COVID-19 faraldurinn umtalsverð áhrif á starfsemi Icelandair á nýliðnu ári. Heildarfjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair á árinu 2020 var um 763 þúsund og dróst saman um 83% á milli ára. Sætaframboð dróst saman um 81% á milli ára,“ segir í tilkynningu Icelandair. Innanlandsflug dróst einnig saman Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var um 10.200 í desember sem er 43 prósent fækkun milli ára og dróst framboð í innanlandsflugi saman um 36 prósent milli ára. Þannig var heildarfjöldi farþega í innanlandsflugi um 128 þúsund á árinu 2020 og dróst saman um 55 prósent milli ára. Heildarframboð innanlandsflugs á árinu dróst saman um 58 prósent. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það vera hlutverk félagsins að tryggja samgöngur til og frá Íslandi, ekki síst á þessum árstíma, að því er haft er eftir Boga í tilkynningunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm „Við fundum fyrir auknum áhuga á flugi yfir hátíðirnar, fyrst og fremst frá Íslendingum sem vildu komast heim, sem við mættum með aukinni tíðni og fjölgun áfangastaða frá því sem verið hefur að undanförnu. Flutningatölur félagsins fyrir árið í heild endurspeglast af þeim aðstæðum sem ríkt hafa í alþjóðaflugi á nýliðnu ári, þar sem farþegaflug hefur verið í lágmarki. Fraktflutningar okkar hafa hins vegar gengið vel á árinu. Þar tókst okkur að skapa ný verkefni, svo sem með flutningi á lækningavörum frá Kína til Evrópu og Norður Ameríku og auknum umsvifum í fraktflutningum á Norður Atlantshafinu. Þá var ánægjulegt að geta aukið farþegaflug með skömmum fyrirvara, fyrst í sumar og nú aftur um jólin. Þrátt fyrir að talsverð óvissa sé framundan erum vel undirbúin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem nýtt ár færir okkur,“ er ennfremur haft eftir Boga.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira