Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2021 16:04 Valtýr Stefánsson Thors sérfræðingur í smitsjúkdómum barna er höfundur leiðbeininganna ásamt Ásgeiri Haraldssyni, prófessor í barnalækningum. Vísir/Arnar Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. Þetta kemur fram í leiðbeiningum Ásgeirs Haraldssonar prófessors í barnalækningum og Valtýs Stefánssonar Thors, sérfræðings í smitsjúkdómum barna, um bólusetningar barna sem birtar voru á vef Landspítalans í gær. Ásgeir og Valtýr telja mikilvægt að hafa hugfast að börn smitast síður en fullorðnir og verða síður alvarlega veik. Birtar rannsóknir á virkni og aukaverkunum bóluefna gegn veirunni hafi ekki enn tekið til barna nema í afar takmörkuðum mæli. Þá sé eina bóluefnið sem hlotið hafi leyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) bóluefni Pfizer, sem ekki er skráð fyrir börn. Í dag, eftir að yfirferðin var birt, hefur EMA einnig samþykkt bóluefni Moderna, sem ekki er heldur skráð fyrir börn. „Því er erfitt að setja fram ráðleggingar varðandi bólusetningar á börnum þar sem gögn liggja ekki fyrir. Færa má rök fyrir því að ekki sé brýn nauðsyn þess að bólusetja börn snemma þar sem þau sýkjast síður en fullorðnir. Hins vegar eru hópar barna með alvarlega sjúkdóma sem þarf að vernda. Dæmið er því snúið,“ segja Ásgeir og Valtýr. Heimilisfólk alvarlega veikra barna ætti að vera í forgangi Almennt sé ekki ráðlegt að bólusetja börn að svo stöddu. Þeir setja þó fram vangaveltur varðandi bólusetningu barna við tilteknar aðstæður. Þannig mætti flokka ungmenni sextán ára og eldri, með skilgreinda áhættuþætti, sem fullorðna og bólusetja sem slíka. Þá telja þeir að heimilisfólk barna yngri en sextán ára, með alvarlega sjúkdóma og sem þarfnast mikillar umönnunar foreldra, ætti að vera í forgangshópi fyrir bólusetningu til að vernda barnið. Ábyrgð framleiðenda nær ekki til bólusetningarinnar Börn í áhættuhópi á aldrinum fimm til fimmtán ára telja þeir að gætu komið til greina í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar meiri reynsla er komin á bóluefnið. „Þetta gildir þá nánast eingöngu um börn þar sem sýkingar gætu verið lífshótandi vegna áðurnefndra áhættuþátta. Ábyrgð framleiðanda tekur þó ekki til slíkra bólusetninga,“ segja Ásgeir og Valtýr. Þessar leiðbeiningar verði „að sjálfsögðu“ endurskoðaðar þegar frekari gögn um bólusetningar barna berist og fleiri bóluefni hljóta leyfi lyfjastofnana. Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi fyrir bólusetningu hér á landi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Einnig búið að bólusetja NPA-þjónustuþega og íbúa á sambýlum Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Veðmál á vitlausan hest tafði bólusetningar í Hollandi Hollenska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna tafa sem orðið hafa á bólusetningu vegna Covid-19 þar í landi. Bólusetning hófst þar fyrst í dag, tíu dögum eftir að bólusetning hófst í grannríkjunum. 6. janúar 2021 13:51 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Þetta kemur fram í leiðbeiningum Ásgeirs Haraldssonar prófessors í barnalækningum og Valtýs Stefánssonar Thors, sérfræðings í smitsjúkdómum barna, um bólusetningar barna sem birtar voru á vef Landspítalans í gær. Ásgeir og Valtýr telja mikilvægt að hafa hugfast að börn smitast síður en fullorðnir og verða síður alvarlega veik. Birtar rannsóknir á virkni og aukaverkunum bóluefna gegn veirunni hafi ekki enn tekið til barna nema í afar takmörkuðum mæli. Þá sé eina bóluefnið sem hlotið hafi leyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) bóluefni Pfizer, sem ekki er skráð fyrir börn. Í dag, eftir að yfirferðin var birt, hefur EMA einnig samþykkt bóluefni Moderna, sem ekki er heldur skráð fyrir börn. „Því er erfitt að setja fram ráðleggingar varðandi bólusetningar á börnum þar sem gögn liggja ekki fyrir. Færa má rök fyrir því að ekki sé brýn nauðsyn þess að bólusetja börn snemma þar sem þau sýkjast síður en fullorðnir. Hins vegar eru hópar barna með alvarlega sjúkdóma sem þarf að vernda. Dæmið er því snúið,“ segja Ásgeir og Valtýr. Heimilisfólk alvarlega veikra barna ætti að vera í forgangi Almennt sé ekki ráðlegt að bólusetja börn að svo stöddu. Þeir setja þó fram vangaveltur varðandi bólusetningu barna við tilteknar aðstæður. Þannig mætti flokka ungmenni sextán ára og eldri, með skilgreinda áhættuþætti, sem fullorðna og bólusetja sem slíka. Þá telja þeir að heimilisfólk barna yngri en sextán ára, með alvarlega sjúkdóma og sem þarfnast mikillar umönnunar foreldra, ætti að vera í forgangshópi fyrir bólusetningu til að vernda barnið. Ábyrgð framleiðenda nær ekki til bólusetningarinnar Börn í áhættuhópi á aldrinum fimm til fimmtán ára telja þeir að gætu komið til greina í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar meiri reynsla er komin á bóluefnið. „Þetta gildir þá nánast eingöngu um börn þar sem sýkingar gætu verið lífshótandi vegna áðurnefndra áhættuþátta. Ábyrgð framleiðanda tekur þó ekki til slíkra bólusetninga,“ segja Ásgeir og Valtýr. Þessar leiðbeiningar verði „að sjálfsögðu“ endurskoðaðar þegar frekari gögn um bólusetningar barna berist og fleiri bóluefni hljóta leyfi lyfjastofnana. Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi fyrir bólusetningu hér á landi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Einnig búið að bólusetja NPA-þjónustuþega og íbúa á sambýlum Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Veðmál á vitlausan hest tafði bólusetningar í Hollandi Hollenska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna tafa sem orðið hafa á bólusetningu vegna Covid-19 þar í landi. Bólusetning hófst þar fyrst í dag, tíu dögum eftir að bólusetning hófst í grannríkjunum. 6. janúar 2021 13:51 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Einnig búið að bólusetja NPA-þjónustuþega og íbúa á sambýlum Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52
Veðmál á vitlausan hest tafði bólusetningar í Hollandi Hollenska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna tafa sem orðið hafa á bólusetningu vegna Covid-19 þar í landi. Bólusetning hófst þar fyrst í dag, tíu dögum eftir að bólusetning hófst í grannríkjunum. 6. janúar 2021 13:51
Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent