Pele er ekki sammála því að Cristiano Ronaldo hafi skorað meira en hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2021 10:31 Pele átti magnaðan feril en spilaði aldrei með evrópsku liði. Getty/Mario Tama Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele er ekki alltof sáttur við það að missa bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo upp fyrir sig á síðustu dögum. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa nefnilega báðir náð afrekum Pele að undanförnu. Fyrst tók Messi metið af Pele yfir flest mörk fyrir eitt félag og þá komst Ronaldo upp fyrir hann um helgina á listanum yfir flest mörk á fótboltaferli. Ronaldo skoraði sitt 757. og 758. mark á ferlinum í sigri Juventus um helgina og komst þar með fram úr Pele sem er með 757. mörk skráð á sig í opinberum keppnisleikjum. Pele er hins vegar ekki sammála því að Cristiano Ronaldo hafi skorað meira en hann ef marka má Instagram reikning hans. Blaðamaður ESPN segist hafa tekið eftir því að Pele hafði bætt við nýjum upplýsingum í hausinn á síðunni. Þar stendur nú að Pele hafi skorað 1283 mörk á ferlinum eða fleiri en nokkur annar. Það stóð ekki áður en Ronaldo komst upp fyrir hann. Santos hafði mótmælt því í síðustu viku þegar Messi átti að vera búinn að skora fleiri mörk fyrir Barcelona en Pele skoraði á sínum tíma fyrir Santos. Pelé has upgraded his Instagram bio.Looks like Ronaldo and Messi still have a long way to go pic.twitter.com/ibZ4FEq30X— ESPN FC (@ESPNFC) January 4, 2021 Ástæðan fyrir þessu er að Pele og Santos telja skoruð mörk í öllum leikjum hversu ómerkilegir sem þessir leikir hafa verið. Þar erum við að tala um alls konar aukakeppnir, vináttleiki og sýningarleiki. Opinbera talan er aftur á móti allt önnur. Þar er klárt að Pele skoraði bara 757 mörk í viðurkenndum keppnisleikjum með Santos, New York Cosmos og brasilíska landsliðinu. Hinn áttræði Pele verður bara að sætta sig við það að bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo og hafa gert enn betur en hann. Messi ætti líka að geta komist upp fyrir Pele yfir heildarmörk á ferlinum. Cristiano Ronaldo vantar síðan bara tvö mörk í viðbót til að slá met Josef Bican (759 mörk) og verða markahæsti leikmaður allra tíma. Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa nefnilega báðir náð afrekum Pele að undanförnu. Fyrst tók Messi metið af Pele yfir flest mörk fyrir eitt félag og þá komst Ronaldo upp fyrir hann um helgina á listanum yfir flest mörk á fótboltaferli. Ronaldo skoraði sitt 757. og 758. mark á ferlinum í sigri Juventus um helgina og komst þar með fram úr Pele sem er með 757. mörk skráð á sig í opinberum keppnisleikjum. Pele er hins vegar ekki sammála því að Cristiano Ronaldo hafi skorað meira en hann ef marka má Instagram reikning hans. Blaðamaður ESPN segist hafa tekið eftir því að Pele hafði bætt við nýjum upplýsingum í hausinn á síðunni. Þar stendur nú að Pele hafi skorað 1283 mörk á ferlinum eða fleiri en nokkur annar. Það stóð ekki áður en Ronaldo komst upp fyrir hann. Santos hafði mótmælt því í síðustu viku þegar Messi átti að vera búinn að skora fleiri mörk fyrir Barcelona en Pele skoraði á sínum tíma fyrir Santos. Pelé has upgraded his Instagram bio.Looks like Ronaldo and Messi still have a long way to go pic.twitter.com/ibZ4FEq30X— ESPN FC (@ESPNFC) January 4, 2021 Ástæðan fyrir þessu er að Pele og Santos telja skoruð mörk í öllum leikjum hversu ómerkilegir sem þessir leikir hafa verið. Þar erum við að tala um alls konar aukakeppnir, vináttleiki og sýningarleiki. Opinbera talan er aftur á móti allt önnur. Þar er klárt að Pele skoraði bara 757 mörk í viðurkenndum keppnisleikjum með Santos, New York Cosmos og brasilíska landsliðinu. Hinn áttræði Pele verður bara að sætta sig við það að bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo og hafa gert enn betur en hann. Messi ætti líka að geta komist upp fyrir Pele yfir heildarmörk á ferlinum. Cristiano Ronaldo vantar síðan bara tvö mörk í viðbót til að slá met Josef Bican (759 mörk) og verða markahæsti leikmaður allra tíma.
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira