Landlæknir vill hækka verð á gosdrykkjum til mikilla muna Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2021 16:52 Einn af hverjum fimm á grunnskólaaldri drekka súra og sykraða gosdrykki daglega. Verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu segir það meðal annars lið í því að Íslendingar eru feitastir Evrópuþjóða. vísir/vilhelm Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu telur helsta verkfærið í baráttunni gegn aukakílóum geta reynst hækkun verðs á gosdrykkjum. Íslendingar eru feitastir allra Evrópuþjóða. Þetta kom fram í frétt sem Vísir sagði fyrir nokkru; súlurit sem byggir á skýrslu frá 2018 og OECD birti fyrir jól. Þar njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að tróna á toppnum sem þeir þyngstu. Útvarpþátturinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni tók þetta til umfjöllunar og ræddi við Jóhönnu Eyrúnu sem sagði að það væri erfitt að benda á einhvern einn sökudólg. Þarna kæmu saman ýmsir samverkandi þættir svo sem hreyfingarleysi; of mikill skjátími, þaulsetur fyrir framan sjónvarp, tölvu- og símaskjái. Og svo skortur neyslu heilnæmrar fæðu svo sem heilkornavöru, ávaxta og grænmetis. Jóhanna Eyrún telur vert að lækka vörugjöld á slíkum vörum. Jóhanna Eyrún sagði jafnframt að neysla á orkudrykkjum hafi aukist verulega. Og þó margir þeirra væru sykurskertir leiddu rannsóknir það í ljós að gervisykur eykur líkur á löngun í mat. Þannig er ekkert endilega betra að hætta að þamba sykraða gosdrykki og færa sig í sykurskerta drykki. Þá er það svo, samkvæmt verkefnisstjóra hjá Landlæknisembættinu að fáir fylgi ráðleggingum um mataræði svo sem að leggja sér til munns heilkornavörur og baunir sem eru mikilvægar til að sporna gegn þyngdaraukningu. Og þar telur Jóhanna Eyrún verðlagninguna lykilatriði. „Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir miklu máli að það kosti mikið það sem óhollt er. Við höfum mælt með því að hækkuð séu gjöld á alla súra gosdrykki,“ sagði Jóhanna Eyrún. Hún segist ekki vita svarið við því hvers vegna alþingismenn hafi ekki fylgt þeim ráðleggingum. Þáttastjórnendur spurðu hvort inn í það gæti spilað að um viðkvæma umræðu sé að ræða. Jóhanna Eyrún gaf ekkert út á það í sjálfu sér en mikilvægt væri að allir hafi jafnan aðgang að heilsusamlegum lífsstíl, íþróttum og hollum mat. Og það verði þá að vera viðráðanlegt verð á hollum matvælum. Hún sagði að nýleg rannsókn hafi leitt í ljós að einn af hverjum fimm grunnskólanemum drekki gosdrykki að jafnaði einu sinni á dag. „Þar erum við nokkuð há. Það þarf að hækka verðið verulega. Við höfum hækkað verð á tóbaki og áfengi með mjög góðum árangri. Það þyrfti að vera mun hærra verð á gosdrykkjum.“ Heilbrigðismál Heilsa Alþingi Skattar og tollar Gosdrykkir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Íslendingar eru feitastir allra Evrópuþjóða. Þetta kom fram í frétt sem Vísir sagði fyrir nokkru; súlurit sem byggir á skýrslu frá 2018 og OECD birti fyrir jól. Þar njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að tróna á toppnum sem þeir þyngstu. Útvarpþátturinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni tók þetta til umfjöllunar og ræddi við Jóhönnu Eyrúnu sem sagði að það væri erfitt að benda á einhvern einn sökudólg. Þarna kæmu saman ýmsir samverkandi þættir svo sem hreyfingarleysi; of mikill skjátími, þaulsetur fyrir framan sjónvarp, tölvu- og símaskjái. Og svo skortur neyslu heilnæmrar fæðu svo sem heilkornavöru, ávaxta og grænmetis. Jóhanna Eyrún telur vert að lækka vörugjöld á slíkum vörum. Jóhanna Eyrún sagði jafnframt að neysla á orkudrykkjum hafi aukist verulega. Og þó margir þeirra væru sykurskertir leiddu rannsóknir það í ljós að gervisykur eykur líkur á löngun í mat. Þannig er ekkert endilega betra að hætta að þamba sykraða gosdrykki og færa sig í sykurskerta drykki. Þá er það svo, samkvæmt verkefnisstjóra hjá Landlæknisembættinu að fáir fylgi ráðleggingum um mataræði svo sem að leggja sér til munns heilkornavörur og baunir sem eru mikilvægar til að sporna gegn þyngdaraukningu. Og þar telur Jóhanna Eyrún verðlagninguna lykilatriði. „Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir miklu máli að það kosti mikið það sem óhollt er. Við höfum mælt með því að hækkuð séu gjöld á alla súra gosdrykki,“ sagði Jóhanna Eyrún. Hún segist ekki vita svarið við því hvers vegna alþingismenn hafi ekki fylgt þeim ráðleggingum. Þáttastjórnendur spurðu hvort inn í það gæti spilað að um viðkvæma umræðu sé að ræða. Jóhanna Eyrún gaf ekkert út á það í sjálfu sér en mikilvægt væri að allir hafi jafnan aðgang að heilsusamlegum lífsstíl, íþróttum og hollum mat. Og það verði þá að vera viðráðanlegt verð á hollum matvælum. Hún sagði að nýleg rannsókn hafi leitt í ljós að einn af hverjum fimm grunnskólanemum drekki gosdrykki að jafnaði einu sinni á dag. „Þar erum við nokkuð há. Það þarf að hækka verðið verulega. Við höfum hækkað verð á tóbaki og áfengi með mjög góðum árangri. Það þyrfti að vera mun hærra verð á gosdrykkjum.“
Heilbrigðismál Heilsa Alþingi Skattar og tollar Gosdrykkir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira